Ég ákvað að senda inn grein um þetta massaband frá Svíþjóð. Fínt aðeins að breyta til. Ég er orðinn svolítið þreyttur á þessum endalausu Metallica(TM) greinum, þó svo þær hafi nú verið fínar. Nóg um það. Athugum alvöru metal.
Spawn of Possession var stofnað ´97 og gerði lítið fyrstu 3árin nema semja og æfa eins og alvöru metalbandi sæmir. Gáfu síðan út nokkur demo. Þarna eru menn með stórar hugmyndir og vildu gera eitthvað alveg nýtt í deathmetal bransanum. Gáfu svo út “Cabinet” diskinn í fyrra hjá Unique Leader Records. Þessi diskur er þvílík snilld. Kjaftshögg frá upphafi til enda. Greinilega miklar pælingar í þessum disk. Þarna fær hlustandinn mjög teknískt og brutal deathmetal með meira segja smá sænskum melodíum á köflum. Hljóðfæraleikurinn á þessum disk er einnig stórkostlegur. Mögnuð “killer riffs” í gangi á gíturum, fullt af flottum “riffs” í öllum lögunum, bassinn flottur og trommuleikarinn er að gera snilldar hluti. Trommuleikarinn sér einnig um vocals á “Cabinet” disknum og gerir það nokkuð vel, þetta er einmitt söngvarinn í Viceral Bleeding fyrir þá sem þekkja þá. Spawn of Possession eru einmitt búnir að vera túra helvíti mikið, ég get ekki ímyndað mér að trommarinn nái að sjá um sönginn á tónleikum og hamri trommurnar í leiðinni en það getur svo sem vel verið. Ég bara hef ekki hugmynd um það(auglýsi eftir svörum), hef því miður ekki séð þá live(ennþá).
Þetta er stórkostlegur diskur fyrir þá sem hafa gaman af svona teknó “kick your ass” metali dauðans. Svona amerískt death metal í spilað á sænskan máta. “Cabinet” diskurinn er búinn að vera í gangi stanslaust í um viku núna og ég er enn þvílíkt hrifinn.
Endilega athugið þetta band. Hægt er að downloada “Swarm of the Formless” af heimasíðu þeirra, einmitt snilldarlag.

Cabinet
tracklist:
01 - Lamashtu
02 - Swarm of the Formless
03 - Hidden in Flesh
04 - A Presence Inexplicable
05 - Dirty Priest
06 - Spawn of Possession
07 - Inner Conflict
08 - Cabinet
09 - The Forbidden
10 - Church of Deviance
11 - Uncle Damfee

Meðlimir:
Guitar : Jonas Bryssling
Guitar : Jonas Karlsson
Bass : Niklas Dewerud
Drums : Dennis Röndum
Vocals : Dennis Röndum

Heimildir:
http://www.spawnofpossession.com/
http://www.ultimatemetal.com/
http://www.uniqueleade r.com/