Metallica - ....And Justice For All Sá ótrúlega sorglegi atburður átti sér stað að þegar bandið var að túra um evrópu þá lentu þeir í rútuslysi sem varð til þess að Cliff Burton dó.
Ef ekki hefði verið fyrir strákana í Anthrax þá væri James sennilega dauður líka, því þeir studdu við bakið á þeim í gegnum þessar sorgarstundir.

Framtíð Metallica var tvísín um stund, þeir voru að velta því fyrir sér hvort að þeir gætu haldið áfram án þess að hafa Cliff með, en eftir töluverða íhugun komust þeir að þeirri niðurstöðu að Cliff hefði aldrei sætt sig við það að þeir hefðu hætt.
Þannig að næsta mál á dagskrá var að fá nýjann bassaleikara sem gæti tekið hans stað.

Eftir töluverða leit þá varð ungur strákur að nafni Jason Newsted fyrir valinu. Jason þessi hafði gert garðinn frægan með hljómsveit sem kallaðist Flotsam & Jetsam og var töluvert yngri en hinir. Ástæðan fyrir því að hann varð fyrir valinu var sú að hann mætti á æfinguna og kunni hvert eitt og einasta lag utanað og óaðfinnanlega og virtist bara hin fínasti fír.

Þeir röðuðu öllu draslinu inní bílskúr hjá Lars og fóru að æfa, útkoman varð “The $5.95 ep Garage Day Re..Visited” sem innihélt nokkur cover lög og þá stráka vera að ropa í míkrófóninn.

Þegar þeir voru búnir að ná sér nokkuð vel saman ákváðu þeir að ráðast í gerð næstu plötu, platan fékk nafnið “…And Justice For All”.

Track Listi:

1. Blackened (Hetfield/Newsted/Ulrich) - 6:40
2. …And Justice for All (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 9:44
3. Eye of the Beholder (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:25
4. One (Hetfield/Ulrich) - 7:24
5. The Shortest Straw (Hetfield/Ulrich) - 6:35
6. Harvester of Sorrow (Hetfield/Ulrich) - 5:42
7. The Frayed Ends of Sanity (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 7:40
8. To Live Is to Die (Burton/Hetfield/Ulrich) - 9:48
9. Dyers Eve (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 5:12


Á þessari plötu var sköpunargleðin gersamlega í hámarki, hvert eitt og einasta lag er brjálæðislega flókið og kraftmikið. Öll innihalda þau meistaralega vel samda kafla og stórkostleg sóló. Sum lögin urðu að klassík um leið og platan kom út og ber þar að nefna “One” fyrst og fremst, sem náði því að vera vinsælasta lag Metallica frá upphafi og er enn. Flókin smíð þessara laga gera þessa plötu að stórkostlega vel sömdu meistaraverki sem á sér engann líka. Ef ekki væri fyrir þau hrikalegu mistök að bassinn hafi misheppnast gersamlega þá væri þetta besta þungarokksplata allra tíma, engin spurning.

Credit Listi:

Metallica - Producer
Kirk Hammett - Guitar
James Hetfield - Guitar, Vocals
Jason Newsted - Bass
Flemming Rasmussen - Producer, Engineer
Lars Ulrich - Drums


Það sem ber hæst á þessari plötu finnst mér vera ótrúlegur trommuleikur Lars. Stundum finnst manni eins og hann sé að gera tóma þvælu en það syncar allt svo yndislega við lögin að ég held að fáir trommarar hafi leyft sér að spila jafn prógressíft eins og hann á þessari plötu. Tilraunakenndir taktar hans eru með þeim betri sem heyrst hafa í þungarokkinu og skín það vel í gegn á þessari plötu. Sögusagnir um að “Dyers Eve” sé ekki spilað af honum eru fáránlegar og þar til ég heyri hann viðurkenna það sjálfann blæs ég á allar þannig sögur.
James stendur sig gersamlega eins og hetja, með ótrúlegum riffum og geðveikislega reiðum og vönduðum textum um vonleysi og óréttlæti njóta sín fullkomlega í ofsalega aggressívri og harðri röddu hans. Ljóðið í “Dyers Eve” er eitt það flottasta ever :

Dear mother
Dear father
You’ve clipped my wings before I learnt to fly
Unspoiled
Unspoken
I’ve outgrown that fucking lullaby
Same thing I’ve always heard from you
Do as I say not as I do

Klassík.

Kirk Hammet tekur sólógítarleik og lyftir honum á hærra plan. Frábærar melódíur hans sem virka á stundum klunnalegar eru magnaðar og alls ekkert klunnalegar þegar vel er að gáð, heldur gersamlega útpældar og frábærar. Sólóið í “One” ber þar helst að nefna.

Bassaleikur Jason…………..

Hann er þarna……en er bara gersamlega í steik. Jason var og er allt öðruvísi bassaleikari en Cliff var. Jason notar nögl, og hafði haft það að vana að spila hratt og dobbla alltaf gítarleik ryþmagítarleikarans, þeir sem hafa hlustað á Flotsam & Jetsam heyra það. En einhverstaðar í hljóðblöndunninni fór þetta allt úr böndunum, bassinn er þarna, hann heyrist alveg og veggir hristast og nötra ef þú hækkar vel í þessari plötu…þú þarft að vera með andskoti þykka strengi í gítarnum ef þú ætlar að ná því án bassa.
Þau mistök voru gerð og verð a því miður ekki tekin til baka, en þessi mistök kosta plötuna meistara stimpilinn. Fyrir vikið virka lögin eins og hálfgerð klessa og vantar alla dýpt og botn í lögin.
Ég hef heyrt allar þessar sögur með að þeir hafi verið svo vondir við hann og verið fúlir útaf því að Cliff var dáinn og þessvegna hafi þeir skrúfað niður í bassanum held ég að séu bara sögusagnir. Ég hef lesið mörg viðtöl við þá þar sem þeir segja að hljóðblandan sé klúðrið en hef hinsvegar ekki séð eitt einasta viðtal þar sem þeir segja að þeir hafi verið vondir við Jason og þessvegna hafi þetta verið gert. Jújú vissulega voru þeir vondir við hann, lömdu hann reglulega og pissuðu í rúmið hans og ældu ofvr..
En hinsvegar, þá er bassinn til staðar á plötunni, það er engin spurning, hann er bara ljótur. En málið er, að plötuútgáfan hefði alrei leyft það, og þeir hefðu aldrei komist upp með það að James hafi laumast inn í stúdíóið og lækkað niður í bassanum og haldið að það hefði bara sloppið í gegn….án þess að einhver hafi tekið eftir því….ónei…
Þangað til ég sé viðtal við þá sjálfa þar sem þeir viðurkenna þetta þá held ég mig við þau viðtöl sem ég hef lesið við þá og stend fastur á þessu.

En allavega,

Þá er þessi plata geðveik, hún inniheldur allt sem góð þungarokksplata á að innihalda. Hvað sköpunargleði og lagasmíðar varðar þá er þetta þeirra besta verk, engin spurning, bassinn bara gersamlega skemmir og veldur því að þessi plata missir marks því miður.

Ég gef henni ****1/2 af *****

Ps.

Mér er sama um nákvæmar dagsetningar á því hvenar Cliff dó og hvað númerið á rútunni var og hvað bílstjórinn hét og hvað hann fékk sér í morgunmat þannig að vinsamlegast sleppið því að skrifa um það.

Pps.

Þar til einhver kemur með link á viðtal við strákana sjálfa þar sem þeir segja skýrt og greinilega að þeir hafi viljandi skemmt fyrir Jason með því að lækka í honum þá hef ég ekki áhuga á svörum varðandi það efni.
ibbets úber alles!!!