Metallica - Master Of Puppets Þá er komið árið 1986, strákarnir okkar eru búnir að þroskast töluvert og að öllum líkindum farnir að fikta með hjálpartæki djammlífsins.

Master Of Puppets kom út 1986 og það er greinilegt að þeir hafa haldið sig við þessa uppröðun sem þeir voru búnir að finna.
Það er hægt að bera saman “Ride the…..” og “Master Of….” saman lag fyrir lag, plöturnar eru alveg eins settar upp, nema að instrumental lagið er síðasta lagið á “Ride the….” en næst síðasta á “Master Of….”

Ekkert að því, bara gott mál. Þessi plata þykir býsna merkileg fyrir til dæmis það að hafa selst í 3 milljón eintaka þegar hún kom út…..þrátt fyrir enga útvarps spilun, geri aðrir betur.

Track Listi:

1. Battery (Hetfield/Ulrich) - 5:10
2. Master of Puppets (Burton/Hammett/Hetfield/Ulrich) - 8:38
3. The Thing That Should Not Be (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:32
4. Welcome Home (Sanitarium) (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:28
5. Disposable Heroes (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 8:14
6. Leper Messiah (Hetfield/Ulrich) - 5:38
7. Orion [instrumental] (Burton/Hetfield/Ulrich) - 8:12
8. Damage, Inc. (Burton/Hammett/Hetfield/Ulrich) - 5:08


Hvað á maður að segja um svona lög?

Andinn yfir plötunni er ofsalega dimmur, passar alveg vel við þessa Hefí Metal ímynd sem var í gangi á þessum tíma, allir alvöru þungarokkarar gengu í hvítum strigaskóm og svörtum stretch gallabuxum. Textarnir eru mjög þungir, fjalla annaðhvort um geðveiki, dóp, skrímsli í anda H.P Lovecraft, stríð og hershöfðingja sem senda litla skólastráka útí dauðann.

Back to the front
You will do what I say, when I say
Back to the front
You will die when I say, you must die
Back to the front
You coward
You servant
You blindman

*hrollur*

Öll lögin eru epísk, það sem þessi plata hefur framyfir “Ride the….” er að öll lögin eru meiriháttar, það eru einhverjar vafaraddir með “Leper Messiah” og “Disposable Heroes” en ég blæs á þær bara, geðveik lög með geðveikum textum.
Lögin eru löng og flókin, hvort sem það er gítarleikur, trommuleikur eða bassaleikur þá eru þau mikil súpa af flóknum og hröðum riffum í bland við ofsalega sérstakann trommuleik Lars.
“Welcome Home(sanitarium)” er ofsalega flott ballaða, með þeim betri sem gerðar hafa verið, “Master Of Puppets” er eitt flottasta metal lag sögunar, með grípandi viðlagi og fallegum epískum miðjukafla og endar með skuggalegum djöfulhlátri…
“Orion” er besta instrumental lag Metal sögunar, ég held að það fari enginn að deila neitt um það, og ef einhver ætlar að halda öðru fram þá hefur hann bara rangt fyrir sér….svo einfalt.

Credit Listi:

Metallica - Producer, Cover Art Concept
Kirk Hammett - Guitar
James Hetfield - Guitar, Arranger, Vocals
Flemming Rasmussen - Producer, Engineer
Lars Ulrich - Arranger, Drums
Cliff Burton - Bass, Vocals (bckgr)

Hver einn og einasti maður sýnir það og sannar að þeir eru bestir á sínu sviði.

Söngur James er nú loks orðinn nógu þroskaður, og hann er með einhverja þá bestu metal rödd í bransanum. Hrjúf, dimm og skuggaleg og getur farið upp og niður skalann alveg léttilega.
Gítarleikur James er líka sennilega einn sá besti sem hægt er að ímynda sér á þessari plötu, algerlega óaðfinnanlegur og hann afsannar sögusagnir um að hann geti ekki tekið sóló með því að taka sólóið í “Maste Of Puppets” laginu….good on you boy!!
Kirk, hvað getur maður sagt um hann? Hann er bara einn sá besti.
Lars Ulrich er greinilega búinn að finna sig í því hlutverki sem honum var ætla að vera í. Með flóknum og furðulegum töktum sannar hann sig sem outstanding trommuleikara, og ég skil bara ekki fólk sem er eitthvað að reyna að halda öðru fram. Taktarnir hans gerðu það sama fyrir Metal tónlist og Ringo Starr gerði fyrir rokk tónlist.

Cliff Burton……..

Hann var sennilega einn sá skemtilegasti bassaleikari metalsins.
Það er ekkert hægt að segja neitt nógu fallegt um þennann mann, og það er ekki bara af virðingaskyni af því að hann er dáinn, heldur af því að maðurinn var snillingur.
“Orion” er dæmi um það að lög þurfa ekki að vera flókin til að innihalda fallega melódíu, og bassamelódían í miðjunni á laginu er fallegasti bassaleikur sem ég hef heyrt.

Sem sagt,

“Master Of Puppets” er sennilega besta þungarokksplata sögunar, ef ekki sú besta þá allavega í öðru sæti.

Ég gef henni ***** af *****

Takk fyrir.
ibbets úber alles!!!