“Ride The Lightning” kom út árið 1984, og það var greinilegt að þeir voru búnir að pæla mikið í tónlstinni sinni og ætluðu sér stóra hluti með henni.
Á þessari plötu kom upp þessi klassíska Metallica uppsetning í fyrsta sinn, þaes fyrsta lagið mjög hratt, annað lagið titillagið, 3 lagið svona hægt og þrungið, fjórða lagið ballaða og svo eitt instrumental lag osfvr.
Track Listi:
1. Fight Fire with Fire (Burton/Hetfield/Ulrich) - 4:45
2. Ride the Lightning (Burton/Hetfield/Mustaine/Ulrich) - 6:41
3. For Whom the Bell Tolls (Burton/Hetfield/Ulrich) - 5:09
4. Fade to Black (Burton/Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:59
5. Trapped Under Ice (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:08
6. Escape (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:24
7. Creeping Death (Burton/Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:35
8. The Call of Ktulu (Burton/Hetfield/Mustaine/Ulrich) - 8:55
Það vantar bara herslumuninn uppá að þessi plata sé fullkomin. Fyrstu 4 lögin eru meiriháttar, hröð, brútal melódísk og dramatísk.
Ef ekki væri fyrir hin meðalgóðu lög “Trapped Under Ice” og “Escape” þá væri þessi plata fullkomin. Instrumental lagið “The Call of Ktulu” slær svo naglann beint á smettið með stórkostlegri sýningu á hljóðfæraleik þeirra stráka. Tónlistin er framsækin og frumleg, og “Fade to Black” verður að teljast sem ein fallegasta ballaða sem þungarokkið hefur alið af sér.
Credit Listi:
Metallica - Producer
Kirk Hammett - Guitar
James Hetfield - Guitar, Vocals
Flemming Rasmussen - Producer, Engineer, Assistant Producer
Lars Ulrich - Drums
Cliff Burton - Bass, Guitar (Bass)
Hver einn og einasti maður þarna sýnir það og sannar að hann er fremstur á sínu sviði.
Gítarleikur og lagasmíði James er mergjaður, textarnir eru djúpir og persónulegir og hann stendur sig gersamlega með prýði. Kirk Hammett er svo mikill fantur að það hálfa væri nóg, hann sýnir það hérna að sólógítarleikur hans er gersamlega á heimsklassa og hérna leggur hann enn eina stoðina í það að verða einn mest kóperaðasti gítarleikari sögunar og stendur þar sólóið í “Ride the Lightning” uppúr að mínu mati.
Cliff Burton sannaði það þarna að hann var einn besti bassaleikari sem plokkað hefur bassann. Trommuleikur Lars smellfittar svo gersamlega við bassaleik Burtons að smokkur myndi verða abbó.
Lars sýnir þvílík tilþrif á settinu og verður það að segjast að hann er með skemtilegri trommurum í bransanum.
Sem sagt, allir standa sig gersamlega með prýði og það er greinilegt að þeir settu sér það markmið að verða stórir.
Ég gef henni ****1/2 af *****
Ef það væri ekki fyrir þessi 2 lög sem verður að segjast að séu áberandi slöpp miðað við hin lögin þá hefði hún fengið fullt hús.
Takk fyrir.
ibbets úber alles!!!