Ég geri mér grein fyrir þessu þvílíka áhættu skrefi sem ég er að taka því jú, það hafa nú verið skrifaðar einar eða tvær greinar um þetta blessaða band og það eru endalaust margir Metallica sérfræðingar þarna úti (sem eiga pottþétt eftir að fleima mig) en ég ætla samt að kýla á þetta.
Ég kem ekki til með að fara neitt sérstaklega útí sögu bandsins því ég tel það algerann óþarfa þar sem það eru 10.000 14 ára besservisserar þarna úti sem eru búnir að stúdera þá í bak og fyrir og vita allar dagsetningar á hvenar Lars prumpaði og allt um þetta band og koma sennilega til með að leiðrétta hverja einustu setningu.
Að þessari inritunar ræðu lokinni hefst nú MINN dómur.
Metallica var stofnuð uppúr 1980 af þeim James Hetfield sem spilaði á gítar og Lars Ulrich sem lamdi húðir, fljótlega fengu þeir til liðs við sig Dave nokkurn Mustaine á gítar sem stoppaði tiltölulega stutt í bandinu sökum massífrar áfengis drykkju og dópneyslu, en tókst nú samt að semja nokkur lög með þeim félögum og besta dæmið myndi ég halda vera “The four horsemen” sem hann sjálfur gaf svo út með hljómsveit sinni “Megadeth” undir nafninu “The Mechanix”. Eftir nokkar tilraunir með bassaleikara tókst þeim að krækja sér í bassaplokkara sem bar það ódauðlega nafn Cliff Burton og þótti og þykir enn sennilega með þeim betri bassaleikurum sem plokkað hafa þessa þykku strengi hljóðfærisins.
Eftir að Dave Mustaine var rekinn réðu þeir til sín gítarleikarann Kirk Hammett sem hafði getið af sér gott orð með hljómsveit sinni Exodus, en var fljótur að beila á því bandi til að ganga til liðs við Metallica.
Saman gáfu þeir drengir út plötuna “Kill´em All” árið 1983.
Þessi plata, sem var undir töluverðum áhrifum frá NWOBM og hljómsveitum eins og Mötorhead átti eftir að marka mikil tímamót í þungarokki eins og við þekkjum það í dag.
Track Listi:
1. Hit the Lights (Hetfield/McGovney/Mustaine/Ulrich) - 4:17
2. The Four Horsemen (Hetfield/Mustaine/Ulrich) - 7:08
3. Motorbreath (Hetfield) - 3:03
4. Jump in the Fire (Hetfield/Mustaine/Ulrich) - 4:50
5. (Anesthesia) Pulling Teeth - 3:27
6. Whiplash (Hetfield/Ulrich) - 4:06
7. Phantom Lord (Hetfield/Mustaine/Ulrich) - 4:52
8. No Remorse (Hetfield/Ulrich) - 6:24
9. Seek & Destroy (Hetfield/Ulrich) - 6:50
10. Metal Militia (Hetfield/Mustaine/Ulrich) - 6:06
Platan byrjar með látum og það er greinilegt að þeir voru sko ekkert að tjilla neitt með jónu við gerð hennar.
Lögin eru flest virkilega skemtilega vel gerð, þeir sem þekkja til hljóðfæraleiks heyra greinilega blús áhrif í lögunum, nema eins og það sé búið að hraða tempoinu um x10 og skreyta með allskonar skemtilegum nýjungum, ber þar hæst trommuleikur Lars sem strax frá upphafi er afgerandi sérstakur, með furðulegum töktum eins og að sleppa snerilhöggi og taka í staðinn tom tom högg eða bassa högg og splæsa svo sneril inn þar sem annars ætti að vera bassa högg osfvr…
Textarnir eru margir hverjir hálf kjánalegir, enda ekkert við öðru að búast frá bólugröfnum unglingum (tékkið á Hetfield) sem halda að lífið gangi út á að drekka bjór og pikka fæght (sbr Seek & Destroy) en innan um þá leynast þó nokkrir virkilega djúpir biblíu textar um heimsendi og ýmislegt fleira í þeim dúr (sbr The Four Horsemen).
Söngur Hetfields er mjög skrækur og skuggalegur, einhverstaðar heyrði ég það að hann hafi verið með bronkítis þegar þeir áttu pantaðann tíma í stúdíóinu og hann hafi neyðst til að syngja en ég sel það ekki dýrar en ég stal því. Hvernig sem því líður þá er söngurinn alveg prýðilega temmilegur og mjög brútal á köflum.
Gítarleikur Hetfields er frábær, hann er by far einn af færari ryþma gítarleikurum í bransanum og pottþétt einn af bestu lagahöfundum þungarokksins. Hægri höndin á manninum er sennilega ein sú hraðasta og held ég að það sé einfaldlega ekkert sem maðurinn ráði ekki við þegar kemur að ryþmagítarleik.
Kirk Hammett hafði eins og fyrr segir getið af sér gott orð með “Exodus”, en gersamlega sló alla utanundir með stórkostlegum tilþrifum sínum á “Kill´em All”. Kirk Hammett lærði hjá stórmeistaranum Joe Satriani og sýndi það að kennarinn gat svo sannarlega verið stolltur af nemandanum sínum. Langar mig að nefna helst byrjunar sólóið í “No Remorse” og sólóið í “The Four Horsemen”.
Einhverstaðar heyrði ég það að Dave Mustaine hafi samið öll sólóin á “Kill´em All” og Hammett hafi bara spilað þau sóló, en ég hef engar sannanir fyrir því og tel að það sé bara skrökulygi og ég held að Hammett eigi skilið koss á kinn fyrir þennan stórmeistaraleik sem hann sýnir þarna. Enda er þeirra stíll svo ofsalega ólíkur að það getur bara varla verið. Hann sýndi það og sannaði á þessari plötu að það væri vel þess virði að fylgjast með honum í framtíðinni.
Cliff Burton, hvað á maður að segja um þann mann?
Ef einhver bassaleikari ætti að spila með þessum snillingum sem búið er að telja upp hér á undann þá er það Cliff Burton. Ótrúleg hæfni hans á bassann er með ólíkindum og sýnir hann það stórkostlega á “Kill´em All”. Hver einustu tilþrif hjá honum eru svo frábær að maður á varla orð til að lýsa því. Það er orðin þreytt klisja að fara að tala um “Pulling Teeth(Anesthesia)” sem er stórkostlegt arpegíu sóló tekið á bassa en maður bara verður að nefna það.
Credit Listi:
Metallica - Producer
Chris Bubacz - Engineer
Paul Curcio - Producer
Kirk Hammett - Guitar
James Hetfield - Guitar, Guitar (Electric), Vocals
George Marino - Remastering
Jeffrey Norman - Engineer
Lars Ulrich - Drums
Jon Zazula - Executive Producer
Cliff Burton - Bass
Mark Whitaker - Producer
Andy Wroblewski - Assistant Engineer
Merkilega margir sem koma við gerð þessarar plötu miðað við frumraun nánast óþekktrar thrash metal sveitar, en allir standa sig vel. Platan er vel hljóðblöndum og sándið á plötunni eins gott og það gerist á þessum tíma og þó að hún yrði gerð í dag.
Að mínu mati er þessi plata alger skyldueign. Hún sýnir þessi metalgoð sem þessir menn eru/voru í sínum hráasta og ofbeldisfullasta stíl, þegar þeir voru bara krakkar og að nota fölsuð skilríki til að komast inn á skemtistaði og lífið snéri útá að drekka bjór og rokka sem feitast. Þessi plata skildi eftir sig risastórt spor í þungarokksögunni og markaði tímamót í Thrash Metalsenunni.
Ég gef henni ***** af *****
Svo vil ég minna á þáttinn á Radio Reykjavík 104.5 í kvöld fyrir þá sem vilja fá 2 tíma af Metallica beint í æð til að hita upp fyrir tónleikana.
Takk fyrir.
ibbets úber alles!!!