
Machinae Supremacy segjast spila svokallaðan sid metal, en tónlist þeirra er að mestu leyti hratt rokk/blandað ýmsum skemmtilegum tölvugerðum hljóðum. Hljómsveitin er frekar melódísk, hljóðfæraleikur góður og söngur söngvarans nokkuð hrár(að mínu mati). Þeir eru nokkuð vinsælir meðal þeirra sem spila tölvuleiki og semja meira að segja tónlist fyrir tölvuleiki.
Lögin er tekin upp í hljóðveri hljómsveitarinnar í Luleå í Svíþjóð, hljóðverið kalla þeir “Blind Dog Studios” og sjá þeir sjálfir um alla framleiðslu og upptöku.
Þeir félagar hafa samið 22 lög sem þeir hafa dreift á heimasíðunni sinni ókeypis auk 2 “cover laga” . Það tel ég vera nokkuð gott fyrir þá, því að mínu mati(og margra annara) eru þetta mjög vel samin lög, textarnir eru góðir og grípandi. Og þegar að einhver er að semja góða tónlist þá er maður tilbúinn að borga fyrir hana. Fyrir utan þessi 24 lög er plata á leiðinni frá þeim sem er væntanleg 1.maí
Hljómsveitina má jafnvel kalla “Íslandsvini” en einn skólabróðir sagði mér af því að þeir hefðu verið í viðræðum við kunningja hans og verið tilbúnir að koma til landsins ókeypis og spila hér. En ekkert varð af því.
En ég hvet alla til þess að fara inn á www.machinaesupremacy.com og kynna sér efni þeirra drengja. Sérstaklega þó lög eins og Sid episode 1 og 3, earthbound, attack music og the great gianna sisters.
Heimildir teknar af machinaesupremacy.com og metal-invader.com