Pain of Salvation og hin norska Artch (með Eiríki Sæl

Eins og þið munið eflaust, stoppaði sænska hljómsveit Pain of Salvation við hér á landi fyrir tveimur vikum, með það í huga að halda smá tónleika á Kaffi Reykjavík. Eins og þið hafið eflaust frétt varð ekkert úr þeim tónleikum, vegna þess að Kaffi Reykjavík gerði þau mistök að tvíbóka kvöldið og án þess að takast að redda kvöldinu. Það er ekki ætlunin að tala um þetta hérna, heldur að segja ykkur aðeins frá tónleikum sveitarinnar í Bandaríkjunum tveimur dögum síðar, á ProgPower USA hátíðinni.

Ég var þar náttúrulega ekki sjálfur en tók saman í skjal nokkrar umsagnir um hátíðina, með sérstaka áherslu á frammistöðu Pain of Salvation. Sjá nánari lýsingu í inngangi skjalsins sem er að finna hér: http://www.islandia.is/shogun/PPUSAumsagnir.doc (Word 2000 skjal). Guy Kendall, sem rekur póstlista meðal rokkunnenda í Colorado, Colorado Heavy Metal list sagði til dæmis (dæmi úr skjalinu):

“On Saturday night, starting around 12:10, I had the most amazing musical experience of my life. In almost 20 years of concert going, I have never felt what I felt listening to Pain Of Salvation play. They touched me so deeply, I am struggling to put it to words. Sure their playing was second to none, but my experience went deeper than just being impressed with how good they played. To be honest with you, I was crying like a little fucking girl through part of their set. Their emotional delivery of such touching music and lyrical content reached right down to my heart and I couldn't help but react the way I did. Every single note was dead on and they reproduced everything live note-for-note. Somehow on the CD I had missed how cool their vocal harmonies are. I REALLY love it when bands can do that. Daniel hit every note, every growl, every scream right on. As I type this I recognize that I can't describe with words the experience I had Saturday night. However, after reading other's posts it appears that almost every single person had a similar experience. We shared something very special that night and I know that people that were not there will not understand the power of what we witnessed. I can hardly believe it myself. ”

Ég vildi bara nefna þetta, því hljómsveitin hreifst svo af landinu að stefnan er sett á að þeir komi hingað aftur til lands í sumar og fara jafnvel hringveginn, skoða landið og spila nokkra tónleika á landsbyggðinni, ásamt því að spila á Gauknum. Þetta er þó allt saman ennþá á skipulagningarstigi og ekkert staðfest.

Það má til gamans geta að skipuleggjendur Dynamo Open Air hátíðarinnar í Hollandi eru einnig að reyna að krækja í bandið til þess að spila þar í maí næstkomandi. Allar líkur eru s.s. á að þeir spili þar, þó að ekkert sé staðfest ennþá.

Einnig vildi ég nefna það að þriðja plata sveitarinnar, The Perfect Element part one, hefur nær engöngu fengið góða dóma þar sem hún hefur verið tekin til umfjöllunar. Platan var valin besta plata ársins (2000) af tónlistartímaritinu Edge of Time Magazine (http://www.edgeoftime.net) og lenti í öðru sæti sem besta plata ársins (2000) af lesendum Perpetual Motion Conference (http://www.mindcage.com/wwwboard/wwwboard.html), sem einnig völdu hana í annað sætið sem bestu hljómsveitina, völdu lag þeirra “Ashes” besta lag ársins og söngvara þeirra besta söngvara ársins. Þess má geta að lesendur Perpetual Motion eru að stórum hluta sjálfir tónlistarmenn og tónlistargagnrýnendur. Um Edge of Time tímaritið má það segja að þar er á ferðinni mjög virt tímarit í undirheimum metalsins, enda hafa tímaritagagnrýnendur (jújú, þeir eru víst til líka…) gefið blaðinu toppeinkunn fyrir faglega umjföllun og vönduð vinnubrögð.

Ennfremur má benda á að myndbandið við lagið Ashes er á leiðinni í spilun á sjónvarpsstöðvum landsins.


Annað sem ég vildi koma orðum að er að sjálfur Eiríkur Hauksson hefur aftur tekið saman við sína gömlu þungarokkssveit Artch. Eða réttara sagt er sveitin að koma saman að nýju núna og svo virðist sem að comeback sé í vændum. Sveitin hætti eins og kunnugt er 1993, eftir að þeir spiluðu sína síðustu tónleika þá, en var vakin til lífsins síðla árs 1999 þegar stærsta þungarokksblað Noregs, Scream Magazine, hafði samband við þá til þess að spila á tónleikum vegna útkomu tölublaðs númer 50 hjá tímaritinu.

Á þeim tímapunkti höfðu þeir ekkert spilað saman síðan 1993, og margir af þeim lítið sem ekkert komið við hljóðfæri sín. Þeir þurftu einnig að læra lögin sín aftur, en skiljanlega voru þeir gott sem búnir að gleyma þessu öllu saman. Tónleikarnir voru í Osló í desember 1999 og var ég sjálfur á staðnum. Þrátt fyrir að fólk viti það ekki almennt, eru báðar plötur sveitarinnar taldar klassískar og hafa hlotið vissann cult-status. Einnig er algengt að þær seljist dýrum dómum þegar notuð eintök eru sett á sölu.

Stemningin í Betong metalklúbbnum í Osló var því mikil og skemmtileg þegar þeir stigu á svið, allir íklæddir gráum jakkafötum (svona til marks um það að þeir hefðu verið hættir í tónlistinni og búnir að segja skilið við leðrið og síða hárið, orðnir svona “Respectable”), nema Eiríkur sjálfur, sem var í sínum gömlu svörtu rokkfötum og sagði í gamni að hann hefði ekki fengið að mæta í jakkafötum þar sem hann væri útlendingur…. :o)

Ég man ekki lengur svona nákvæmlega hvernig setlistinn var fyrir tónleikana, en þeir tóku alla klassíkarana sína við mikinn fögnuð áhorfenda.

Eftir þetta byrjaði áhugi að vakna hjá hljómsveitinni að gera eitthvað meira úr þessu og gamla hljómplötufyrirtækið þeirra, Metal Blade, hafði samband við þá og vildi endilega endurútgefa báðar plötur þeirra. Úr varð að í ágúst 2000 fór bandið í stúdíó og tók upp tvö ný lög til þess að hafa sem bónus lög á þessum endurútgáfum, eitt lag á hvorri plötunni. Þessar endurútgáfur eru svo væntanlega á næstunni í búðir…

Rúsínan í pylsuendanum er svo að bandið mun spila á Wacken Open Air tónlistarhátíðinni í Þýskalandi í Ágúst næstkomandi, en þetta er risa útihátíð þar sem eitthvað um 70 hljómsveitir víðsvegar að úr heiminum og úr öllum greinum þungarokksins, spila á fjórum sviðum.

Kveðja,
Þorsteinn Kolbeinsson
Resting Mind concerts