Ég var núna fyrir stuttu að kynna mér hljómsveitir sem eru að gefa út plötur núna á næstunni eða hafa gefið út plötur fyrir stuttu og rakst á eina hljómsveit sem er á samning hjá Century Media og heitir God Forbid. Þeir gáfu út plötu síðastliðinn mánuð, nánartiltekið 24. Febrúar og hefur sú plata fengið mjög góða dóma á þeim síðum sem ég hef verið að skoða.
God Forbid eru frá New Jersey fylki í Bandaríkjunum og spila metalcore en þó með miklum trash og melódískum death metal áhrifum. Þeim er líkt við gömlu Sepultua, Pantera , Morbid Angel, Hatebreed, At The Gates o.fl. í sama flokki. Þeir hafa tekið það besta úr öllum þessum stefnum og moðað því saman í sitt sánd og útkoman er Gone Forever sem sumir telja að eigi eftir að vera ?breakthrough? platan þeirra. Þetta er fimmta plata þeirra (þriðja hjá Century Media) og þeir munu vera á Ozzfest 2004 túrnum.
Tekið af síðu hljómsveitarinnar:
?Given metal's chiefly “white” nature, it's fairly uncommon for a metal band to have an African American among its ranks. Even more rare is the hard rock band where four fifths of the members are black.?
?This album is for metalcore what Slayer?s ?Reign In Blood? was for thrash, and what Hatebreed?s ?Satisfaction Is The Death Of Desire?was for hardcore.? ? URANIUMMUSIC.COM
Ég er ekki búinn að kaupa diskinn en hann verður pottþétt í næstu pöntun frá Amazon. :)
Heimasíða God Forbid: http://www.godforbid.com/
Tóndæmi: http://www.godforbid.com/mp3.html
Mæli með Anti-Hero. Frábært lag þar á ferð.
P.S. Hvaða metal web-zines eru menn að skoða? Mig vantar svo síður til að lesa fréttir og umsagnir um plötur.
Takk fyrir mig.