Anathema Eternity
Jæja, eftir langa bið minna tryggu aðdáenda ;), þá er loksins komin hérna þriðji hluti af Anathema rununi og mun þessi partur vera tileinkaður honum gullfallega “Eternity” [1996]
Á Eternity spila
(* Aukahlutverk):
Vincent Cavangh: Söngur/Vocals og gítar
Daniel Cavangh: Gítar
Duncan Paterson: Bassi
Jhon Douglas: Trommur
*Daniel Cavangh og Les Smith: Hljómborð
*Michelle Richfield: Söngur/Vocals
*Toni Platt: Pródúser
Já aðalpersónurnar eru þær sömu og aðal breytingin sem ég verð var við að framtíðar hljómborðsleikari leiðindaguttana í Cradle of Filth (Nenni ekki að rífast um CoF, þeir höfða bara ekki til mín) er komin í hópin og finnst mér hann segja sitt í breytingunum sem eiga sér stað hérna í Anathema, því þegar hér er komið við sögu eru greinileg kaflaskipti hvað varðar tónlistarstefnur.
Á Eternity eru eftirfarandi lög:
1. Sentinent
2. Angelica
3. The Beloved
4. Eternity part I
5. Eternity part II
6. Hope
7. Suicide Veil
8. Radience
9. Far Away
10. Eternity part III
11. Cries on the wind
12. Ascension
Á þessari 3. breiðskífu sveitarinnar eru þeir fullkomlega búnir að gefa Doom/Death metalinn upp á bátin og komnir útí mjög Goth skotið EMO Progressive Rock og er lítill vottur af metal eftir hjá þeim, nema á fáeinum köflum. Þeir ramma sig ekki inn í neinum stefnum hér, heldur aðeins nota akkúrat það sem þeir þurfa til að tjá hinar og þessar ákveðnu tilfiningar og finnst mér það alveg rosalegt að hlusta á Vincent öskra sig hásan ofan í ljúfa kassagítarsmelódíu, svona er innlifunin mögnuð hjá honum.
Söngurinn er orðin fínnpússaðri og fjölbreyttari en á “The Silent Enigma” sem er eiginlega bara saga disksins, “fínnpússaðri og fjölbreyttari en The Silent Enigma”. “Eternity” er mun melódískari og tilfininganæmri en fyrri verk Anathema og á alla kannta listrænni, ef taka má þannig til orða. Gítarleikur er útpældariog mun tilraunakendari heldur en hefur þekkst áður hjá þessum guttum. Píano, Synther og hljómborð eiga einnig mun stærri þátt í þessum disk, heldur en þeim fyrri og má heyra áhrif frá t.d. Pink Floyd og jafnvel Opeth (En þori nú samt ekki að fullyrða Opeth áhrifin). Lögin sem standa uppúr á þessum disk eru klárlega Eternity I II og III, Far Away og Sentinent
9,5/10
Crestfallen