
Meðlimir bandsins eru ekki af verri endanum en þeir er fyrrverandi og núverandi meðlimir í böndum eins og Some Girls, The Crimson Curse, Holy Molar, Cattle Decapitation (Alec Empire) og mörgum fleiri sem ég man ekki akkúrat núna.
Árið 2003 gáfu The Locust svo loksins út aðra full length plötu, voru þó búnir að hella út split plötum og slíku síðan ’98 (eins og tildæmis splittinu með noise meisturum japans Melt banana), en hún ber heitið Plague Soundscapes. Það ber meira á þróun í tónlist þeirra Locust drengja en þeir hafa ekki mist nokkurn part af brjálæðinu sem er kennimerki þeirra.
Þannig ef þú ert fyrir extreme/chaotic tónlist og ert opin/n fyrir nýjungum þá er þetta band eitthvað fyrir þig.
Svo er þetta band með þeim betri live böndum sem uppi eru í þessum geira og tala ég þá af eigin reynslu.
www.TheLocust.com