Daughters Já góðan daginn! Hér höfum við á ferð meðlimi úr As the sun sets með nýtt alveg snarbrjálað band í gangi. Þetta er alveg hin mesta ilska í hljóðformi sem ég hef heyrt í ómunatíð og hef ég heyrt allan fjandann.

Það er ekki laust við það að sum lögin minni mig soldið á klink demoið. Það er svona “dont give a fuck” fýlingur í þessu á köflum sem einmitt gefur öllum batteríinu skemmtilegt atmosphere.

Pjakkarnir eru gefa út á Robotic Empire sem eru ekki þekktir fyrir neitt slor þegar kemur að chaotic tónlist og gefa út hvert gæða bandið á fætur öðrum.

Búnir að gefa út tvær plötur. Eina self titled og svo Canada songs og svo eitt split með Ex Models á leiðinni sem verður gefið út á City of hell.

Drengirnir eiga nú sínar mjúku hliðar líka þar sem aðspurðir segjast þeir hlusta mest á Elvis Costello, Jesus Lizard, Xiu Xiu, Felix Da Housecat og jú…. Ískrandi ruggustól í herberginu sínu…. já… þar höfum við það

Fyrir ykkur sem hlustuðu aldrei á As the sun sets þá eru Daughters nokkuð svipaðir fyrir utan það að nú lítur út fyrir að drengirnir éti adrenalín í morgunmat og hreiti ónotum í söngvarann sinn til þess eins að hann verði meira vicious þegar á tónleika og í upptökuver er komið.

Búnir að vera rosalega duglegir að túra árið 2003 og hafa spilað á tónleikum með upprennandi íslandsvinunum í Give up the ghost auk þess að hafa deilt sviðinu með meisturunum í Ed Gein, The Minor Times, Kiss The Cynic og hrúgu í viðbót af mögnuðum böndum.

Allaveganna svona til að ljúka þessu þá eru Daughters kjörið band til að hlusta á á meðan þú horfir á hóp af óðum hundum rífa í sig flogaveikt barn og mæli ég með þessu fyrir alla sem vilja ekkert væl í sínar græjur.

Downloadið lögunum frá Robotic Empire og kynnið ykkur alveg endilega hin böndin sem þeir hafa á boðstólunum því þetta útgáfufyrirtæki veit sko algjörlega hvað það syngur!

www.roboticempire.com
www.wearedaughters.co m