Anathema - The Silent Enigma (Annar hluti) The Silent Enigma

Jæja, þá er komið að part 2 af Anethema rununi og mun ég nú líta á aðra breiðskífu sveitarinnar, er ber nafnið “The Silent enigma” [1995]
Þessi diskur er og verður alltaf í mínum eyrum meistarverk Anathema frá upphafi og ekki skaðaði það að “The Silent Enigma” var fyrsti diskurinn sem ég heyrði með þessu umtalaða bandi og mun þessvegna ætíð eiga sérstakan stað í eyrum mér.


Á “The Silent Enigma” spila:
(Aukahlutverk *)

Vincent Cavangh – Söngur/Vocals
Daniel Cavangh – Gítar
John Douglas – Trommur
*Rebecca Wilson – Söngur/Vocals
*Magne Furuholmen – Mixun
*Jeff Wright - Artwork

Strax á öðrum disk þeirra er Line up´ið þeirra orðið mun þéttara, með brottför Darren Whites, fyrrverandi söngvara sveitarinnar. Það var einmit söngur Daniles sem sló mig fyrst við þessa hljómsveit og það var ást við fyrstu heyrn og keypti ég frumraun Anathema “Serenades” útfrá þeim forsendum, en fékk svo aðeins að kenna á einum misheppnaðasta söngvara síðan Blaze Bayley gerði mannkyninu þann grikk að fara gaula eitthvað með Maiden. En það er nátúrulega bara mín skoðun (Ath. Skítkast breytir hana ekkert).


Á “The Silent Enigma” eru eftir farandi lög:

1. Restless oblivion
2. Shroud of Frost
3. …..Alone
4. Sunset of Age
5. Nocturnal Emission
6. Cerulean Twilight
7. The Silent Enigma
8. A Dying Wish
9. Black Orchd

Það er ekkert leyndarmál að þetta er minn úppahalds Anathema diskur og féll ég gjörsamlega fyrir honm við fyrstu hlustun (Sem er ekki eitthvað sem gerist oft fyrir mig). Það sem sló mig allra fyrst þegar ég heyrði í fyrsta lagninu “Restless Oblivion” hvað Daniel er rosalega góður söngvari. Daniel hefur allt það sem ég gæti beðið um í söngvara. Hann syngur yfirleitt nokkuð rólega, en þó af rosalegri innlifun og fer svo frá Clean söng yfir í svona semi-core söng rétt aðeins á hápunktunum. Það er einmit það sem er helsti plús við söngvara skiptin að mínum mati
Á “TSE” er söngurinn að mestu leit Clean (Hreinn söngur) og skapar ekki eins mikla fjarlægð eins og eylífur core söngur á til með að gera.
Sjálft bandið er orðið töluvert þéttara eins og heyra má strax í byrjun við þetta rosalega opnunar riff, sem á sér fáa jafningja á “Restless Oblivion”
Það er einnig aðeins meira lagt uppúr að blanda rólegu pörtunum og hörðu köflunum saman.
“The Silent Enigma” er talsvert fjölbreyttari en “Serendes” þannig að það er ekki eitt augnablik þar sem manni fer að leiðast. Diskurinn rígheldur athygli manns í allan þann tíma sem hann er spilandi. Það er ekki eitt slappt lag á disknum og heyrist það vel að allur hljóðfæraleikur og söngur er mjög vandaður og nokkuð frumlegur á köflum. Einnig er meira lagt uppúr að blanda rólegu pörtunum og hörðu köflunum saman.
mest er ég þó ánægður með Cavangh bræðurna þar sem söngur og gítarleikur er alveg í hámarki.

Semsagt þá er “The Silent Enigma” algert meistaraverk, sem inniheldur frábæran hljóðfæraleik og einn besta söngvara sem ég hef heyrt í lengi sem fá að njóta sín fullkomlega með góðri mixun og helvíti flottu Artwork´i til að príða það. Þetta er diskur sem ætti að vera til í öllum metalsöfnum, nema kannski rétt aðeins kjánasöfnum….. Ert þú eigandi kjánasafns?
9,5/10


Crestfallen