Anathema - Serenades (Byrjun) Anathema er Ensk hljómsveit sem hefur séð mannkyninu fyrir helvíti þéttri tónlist í góð 11 ár, alt frá “Doom Metal” yfir í “Proggressive Rock”. Hef ég nú ætlað að verða sá fyrsti til (hérna á Hugi.is) að gefa þeim verðskuldaða umfjöllun fyrir afrek sín á þessum tíma og mun ég gefa gagnrýni á alla Anatehma rununa.

Anathema voru stofnaðir 1990 í Liverpool og voru að gera það gott í bresku underground Doom metal senuni og gáfu út nokkur demó, þar má nefna “The Crestfallen” [1992] sem vakti þónokkra athygli og reddaði þeim samningi hjá Peaceville Records. Ári eftir gáfu þeir út sína fyrstu breiskífu er bara Nafnið “Serenades” [1993], sem var eiginlega bara fínnpússuð og lengd útgáfa af “The Crestfallen” [1992].


ANATHEMA - SERENADES

Á Serenades spila:
(Aukahlutverk *)

Söngur/Vocals - Darren White
Gítar - Vincent Cavangh
Gítar - Daniel Cavangh
Bassi - Duncan Patterson
Trommur - Jhon Douglas

*Söngur/Vocals - Ruth
*Orchestra - Daniel Cavangh
*Artwork - David Penprase, Porl Medlock & Darren White

Eins hjá svo mörgum sveitum tekur það oft einn disk eða tvo, til að fínpússa line-up´ið sitt.

Ég er persónulega ekki alveg nógu ánægður með þetta Line up eins og það var þarna, þar sem nokkrir af meðlimum sveitarinnar eru ekki að standa sig alveg í sínum hlutverkum. Artworkið er afar amatörslegt, með engum bæklingi og ekki texta með öllum lögunum, heldur aðeins fáum útvöldum lögum.
Söngur Darren Whites er mjög svo “Death metal” skotin og er ansi óviðeigandi í flestum lögunum og tekst honum bara einhvernvegin ekki að selja textan, (eins og hann er gullfallegur á riti). Aðeins leiðingjarn Core söngur í gegn prýddur afar lítillri tilfiningu. Enda var honum kickað fyrir upptökur á þeirra næsta disk, því kom það svo í ljós að Darren var hraða-perri (eins og hann sýndi fram á með nýju sveit sinni “The Blood Divine”)og lýðst það alls ekki innan Doom metal geirans, þar sem hann fókusar aðalega á þétta hæga, tilfininga þrungna takta. Fyrir meiri upplýsingar á Doom metal getið þið tékkað á grein eftir mig sem fjallar um sögu og uppruna Doom metalsins.

En svona til að fjalla aðeins um það sem skiptir máli, þá er það nátúrulega tónlistin. Á Serenades eru eftirfarandi lög:

1. Lovelorn Rhapsody
2. Sweet Tears
3. J´ai Fait Une Promesse
4. They (will always) Die
5. Sleepless
6. Sleep in Sanity
7. Sears of the Old Stream
8. Under a Veil (Of Black Lace)
9. Where Shadows Dance
10 Eternal Rise of The Sun*
11. Nailed to the Cross/666*
12. Dreaming: The Romance

* Extra lög/Bonus Tracks

“Serenades” er það sem ég vill kalla klassískan Doom metal disk, ef það er til. Hann hefur sína up´s and downs auðvitað eins og flestir diskar, en það sem skilur þennan útúr frá því sem var að gerast í Doominu á svipuðum tíma eru aðalega rólegu Proggressive lögin sem koma þarna inn á milli, svo sem “Scars of The Old Stream” og “J´ai Fait Une Prommesse” og standa þau talvsert uppúr.
Textarnir eru undir sterkum Goth áhrifum og heyrist það kannski best á t.d. “Lovelorn Rhapsody” ef Death metal tussin hann Darren White hefði ekki eyðilagt hann með yfirþyrmandi leiðinlega þvinguðum Core söngi, þar sem hann skiptir setningum á milli takta og gerir þær fullkomlega innihaldslausar og fyrirgef ég honum seint fyrir það.
Að Darren undanskildum er þetta mjög góð frumraun Anathema sem á sínar perlur, eins og
“J´ai Fait Une Promesse”,
“Sweet Tears”
“Under a veil (of Balck Lace)” og
“Dreaming:The Romance”
sem eru helstu lög disksins.

Hljóðfæraleikur er þéttur og bara nokkuð frumlegur á köflum, það sem stendur aðalega uppúr er gítarleikur Daniels Cavangh, þar sem hann skreytir mikið uppá basic uppbyggingu lagana.

En eins og ég sagði þá er Serenades þétt fjárfesting fyrir alla Doom metal aðdáendur. Það er lítið fyrir aðra að sækjast eftir hér, þrátt fyrir að það eru augljós áhrif frá meðal annars “Pink Floyd”, “Black Sabbath” og jafnvel “Death”-(Því miður)

Semsagt kauptu ef þú hefur mikin áhuga á stefnuni eða bandinu annars slepptu því og bíddu eftir gagnrýnum af yngri meistaraverkum Anathema J
7,5/10


Crestfallen