Þungarokkssenan á klakanum er afar lítil en Ísland hefur nokkrar góðar þungarokkssveitir, en nokkrar eru nógu góðar að þau geta skarað sig fram úr á heimsvísu. Ísland er á góðri leið (ef fólkið myndi bara fjölga sig meira) að verða næsta Svíðþjóð í tónlistarheiminum. Sigur Rós og Björk eru aðeins upphafið. Rokkarar í heiminum í dag eru með opinn huga fyrir allt sem kemur frá Skandínavíu (þó Ísland sé technically ekki í Skandínavíu er almennt litið á það sem hluta af því). Changer og Andlát hafa verið að gera það gott en þau eru meðal þekktustu metal-sveita Íslands.
En það eru líka óþekktar sveitir sem skara sig fram úr. Ein af þessum sveitum er A RED SUN RISES. Ég var á www.rokk.is um daginn og klikkaði mig eitthvað áfram og rakst óvart á þessa sveit. Þarna eru aðeins þrjú MP3 lög og einhver teikmyndafígúra sem segir “you must be the devil”. MP3 lögin eru í helvíti góðri gæði miðað við hversu óþekkt sveitin er. Upptökurnar eru hands-down með þeim allra bestu sem ég hef heyrt. Ég var ekkert blown-away þegar ég hlustaði á þetta fyrst en með meiri hlustun var tónlistin orðin ótrúlega gefandi.
Tvö lög þarna eru algjör snilld og ég hef aldrei heyrt annað eins á Íslandi. Ég hlustaði á “How to Kill a Thespian” tvo daga í röð, það er svo geðveikt lag, eitt af mínum uppáhaldslögum allra tíma, án efa. Hlustið á þetta, þið munið ekki sjá eftir því (þið með 56k módem, það er þess virði). “How to Kill a Thespian” er instrumental lag en “Dream Catcher” og “The answer must be self destruction” innihalda söng sem er svolítið öðruvísi. Síðarnefnda er að mínu mati frekar slappt lag. Ekki skil ég neitt sem er sungið en röddin er flott. Titlarnir á lögunum finnst mér persónulega mjög sniðugir þó að ég skilji ekki hvað Thespian á að þýða. Það stendur ekki í orðabókinni minni.
Ég þekki hljómsveitina ekki, hef aldrei séð þá á tónleikum, aldrei heyrt af meira en það sem er á rokk.is og veit ekki einu sinni hvort það eru fleiri en einn meðlimi í hljómsveitinni. Ég veit bara að hljómsveitin er ekki að gera neitt þangað til í sumar en gaman væri ef einhver myndi hvetja þá að fara á æfingu, flytja í bæinn, hætta í vinnunni, whatever, því að við verðum að fá meira af A RED SUN RISES – þetta er brjáluð snilld!