Árið 1999 tæplega 6árum eftir að bandið hafði hætt fengu liðsmenn sveitarinnar símhringingu frá manni að nafni Micheal Trengert frá METAL BLADE útgáfunni. Erindið var það að plötufyrirtækið vildu endurútgefa plötur sveitarinnar vegna mikillar eftirspurnar. Liðsmenn sveitarinnar voru furðu lostnir en mjög glaðir að þeim skyldi vera sýndur svona mikill heiður.
Hljómsveitin kom þá aftur saman, fyrir utan trommaran Jorn sem að gat ekki tekið þátt i ævintýrinu sökum persónlegra ástæðna en i hann stað kom gamall vinur hljómsveitarinnar Gudmund Bolsgard og spilaði ARTCH þá á tónleikum á 50ára afmæli Screams timaritsins. Viðtökurnar sem þeir fengu voru gífurlegar og meðlimir Artch trúðu ekki sínum eigin augum.
ARTCH spilaði síðan á WACKEN FESTIVAL árið 2001
METAL BLADE gaf síðan plöturnar 2 út aftur með fullt af aukaefni.
Plöturnar voru nú báðar 2 faldar með aukaefni á disk2.
Diskur2 á ANOTHER RETURN var video-diskur sem innihélt tónleika frá 1993.
Diskur2 á FOR THE SAKE OF MANKIND innihélt 2 ný lög(Jezebel og Daredevil) og demó af lögunum á plötunni frá 1990.
Einnig eru lögin 2 nýju í felum á sitt hvorri plötunni.
ARTCH spilaði nokkra tónleika þar á meðal í bandaríkjunum og i noregi. Síðast spilaði hljómsveitin i noregi 25okt 2003 á 1001watt festival.
Ný frétt af ARTCH.
Nyjasta frettin frá ARTCH sem að kom inn i gær á vefsíðu þeirra segir að þeir séu búnir að gera dvd disk með tónleikum sem nýlega voru teknir upp í noregi og fullt af fl aukaefni. Útgáfudagur er 20apríl 2004.
Þetta eru gleðifréttir fyrir ARTCH aðdáendur eins og mig! Og þá er ekkert annað að gera en að bíða eftir dvd diskinum! Já og auðvitað að bíða og vona að þeir komi og spili aftur á klakanum. Og ég skora á hann sem les þessa grein og hefur einhvern mátt til þess að fá bandið á klakan að gera eitthvað í því!
We need ANOTHER RETURN FOR THE SAKE OF MANKIND!