Breska metal hljómsveitin Cradle of Filth var stofnuð árið 1991 af söngvaranum Dani Davey, gítarleikaranum Paul Ryan, bassaleikaranum John Richard, trommaranum Darren og hljómborðsleikaranum Benjamin Ryan sem er bróðir Paul R. Eftir að hafa tekið upp demoið Invoking the Unclean ári síðar, gekk gítarleikarinn Robin Eaglestone í CoF(Cradle of Filth fyrir þá sem vita ekki hvað CoF þýðir). Eaglestone hætti í CoF stuttu eftir að þeir höfðu tekið upp annað demoið sitt, Orgiastic Pleasures. John Richard hætti líka í CoF stuttu síðar og þá kom Eaglestone aftur og spilaði þá á bassa í staðinn fyrir John Richard.
Þegar Eaglestona var nýbyrjaður að spila á bassa í CoF byrjaði gítarleikarinn Paul Allender í hljómsveitinni og stuttu seinna tóku CoF upp þriðja og vinsælasta demoið sitt, Total Fucking Darkness eftir það hætti Darren í hljómsveitinni og í staðinn fyrir hann á trommur kom Nicholas Barker. Með uppstillingunni, Dani Davey (songur), Paul Ryan (gítar), Paul Allender (gítar), Benjamin Ryan (hljómborð), Robin Eaglestone (Bassi) og Nicholas Barker (trommur) tóku þeir upp fyrstu breiðskífuna, The Principal of Evil Made Flesh.
Stuttu sienna héldu breytingarnar á hljómsveitinni áfram, þegar Ryan bræðurnir hættu báðir til að stofna hljómsveitina The Blood Divine og Allender hætti líka. Í staðinn fyrir þá komu gítarleikararnir Stuart Antsis og Jared Demeter og hljómborðsleikarinn Damien Gregori.
Stuttu sienna tóku CoF upp aðra breiðskífu, Vempire or Dark Faerytales in Phallustein. Þá hætti Demeter og Gian Pyres kom í staðinn fyrir hann. Stuttu sienna gerðu þeir Dusk And Her Embrace og þá fjölgaði aðdáendum Cradle of Filth mjög. Stuttu eftir það hætti Gregori og Les Smith kom í staðinn fyrir hann á hljómborðið. Næsta breiðskífa þeirra var Cruelty And The Beast, hún kom út árið 1998 og um leið jókst frægð Cradle of Filth fyrir tónleika í anda Alice Cooper og Marilyn Manson.
Tveimur arum sienna snéru þeir aftur með EP breiðskífuna From the Cradle to Enslave og voru þá komnir með nýjan trommara, Adrian Erlandsson (áður í sænsku metal hljómsveitunum At The Gates og The Haunted). Barker hafði þá hætt til þess að fara í byrja í norsku dauðarokks hljómsveitinni Dimmu Borgir.
Áfram héldu breytingarnar á uppstillingu CoF þegar Paul Allender byrjaði aftur í hljómsveitinni og Martin Powell (áður í Athanema og My Dying Bride) kom í staðinn fyrir Smith á hljómborðið og stuttu eftir það tóku þeir upp breiðskífuna Midian sem var gefin út á Halloween árið 2000. Árið 2001 gáfu þeir svo út Bitter Suites to Succubi.
Síðan þá eru þeir búnir að gefa út tveggja diska remix breiðskífuna Lovecraft and Witch Hearts, tveggja diska tónleikabreiðskífuna Live Bait for the Dead og breiðskífuna Damnation and a Day.
Núna eru Cradle of Filth að taka upp breiðskífuna Nymphetamine. Fyrsti dagurinn í stúdíóinu var 13 febrúar og Nymphetamine verður gefin út snemma í júní í Bretlandi og vonandi kemur diskurinn svo bráðum á Ísland. Á honum verða í kring um 15 lög.
Heimasíðan hjá þeim er www.cradleoffilth.com