Ég ákvað að reyna að skella inn minni fyrstu “official” plötugagnrýni.
Akureyríska metal hljómsveitina Shiva skipuðu:
Hlynur - Söngur/gítar
Viðar - Gítar
Kristján - Trommur
Lúðvík - Bassi
Hljómsveitin var stofnuð í september 1995 en demoið kom ekki út fyrr en 1998(að ég held) en var breytt í mai '99.
Hate - Opnunarlag plötunnar. Þetta lag er eitthvað það kraftmesta lag sem ég hef heyrt, byrjar á þessu fína gítarriffi og feeback fylgir á eftir inní sjálft lagið. Alger snilld. Söngurinn kraftmikill, hljóðfæra leikurinn afbragðsbóður en ég verð nú að segja að trommurnar skara fram úr, enda er hann Kristján afbragðs tommari.
Scarred - Byrjar á rólegu gítar intrói, sem breytist svo í dúndrandi þungarokk. Hægt og þungt lag, sem hraðast í miðjunnni og tekst það mjög vel, en hægir svo á sér aftur á snilldarhátt.
Godsend - Titillag disksins. Lagið byrjar á nettum metal en fer svo í melódískar pælingar, sem sýna færni hljóðfæraleikaranna. Lagið fer svo að þyngjast meira og meira. Hlynur sýnir það í þessu lagi að hann geti ekki bara öskrað heldur getur hann sungið afbragðsvel.
Endirinn á þessu lagi er bara snilldin ein hraður og góður metall.
Roots Bloddy Roots - Sepultura cover, ég þarf ekkert að reyna að lýsa þessu lagi, en ég er ekki frá því að þeir taki þetta betur en Sepultura sjálfir ;)
Í heildina litið er þetta algert meistaraverk og er það alger synd að þessi hljómsveit hafi ekki getað haldið áfram. Shiva hætti formlega 4. apríl 2000, akureyringum til mikillar sorgar.
Þess má til gamans geta að Kristján er að tromma með Changer og Dark Harvest.
Ég gef þessari plötu hiklaust hæstu einkunn hvort sem það eru 10/10 eða *****/***** og mæli ég eindregið með því að fólk reyni að komast yfir þetta.
Hérna má svo finna tóndæmi úr lögunum:
http://www.dordingull.com/shiva/music.html
Þakka þeim sem lásu, ég veit að þetta er ekki besta gagnrýni sem gerð hefur verið enda er þetta mín fyrsta.