Jæja, ég hef ekki verið duglegur hugari síðastliðna mánuði en á stuttum tíma hef ég
kynnst allskyns málmtegundum. Fyrir ekki alllöngu fékk ég í hendurnar nýjasta verk
Fantômas, Delirium Cordia. Verkið inniheldur eitt lag sem ber nafnið “Sovnd
Specimens From the Mvseum” og er hvorki meira né minna en 74 mínútur.
Titill lagsins lýsir fullkomlega hvernig lagið er byggt upp og leiðir platan mann til hinna
ótrúlegustu staða og segir alltaf ákveðna sögu, þó ekki alltaf þá sömu.
Fyrir þá sem ekki vita er hljómsveitin Fantômas stofnuð af forsprakka Faith No More og
Dillinger Escape Plan, Mike Patton. Þetta er sannkallað “All-Star” band þar sem sveitin
skátar af engum ómerkilegri en Dave Lombardo á Trommum, Buzz Osborne úr The
Melvins og Mr. Bungle, og bassaleikarinn Trevor Dunn sem hefur unnið með engum
öðrum en John Zorn, snarbrjálaða Grindjazz trompetleikaranum.
Delirium Cordia er ekki plata sem á heima í eyrum hlustenda þegar þeir eru að halda
matarboð eða að vinna við eitthvað. Delirium Cordia er verk sem krefst stöðugrar
athygli og hlustandinn verður að gefa sig hljóðinu algerlega.
Fyrsta plata Fantômas var svipuð þessarri, nema hvað á henni eru 30 lög og eru kennd
við blaðsíður úr teiknimyndasögu. Delirium Cordia er meiri heild og ekki eins pönkuð
og DC. Á eftir hinni sjálftitluðu plötu Fantômas kom út meistaraverkið “Director´s Cut”
sem mig minnir að ég hafi skrifað um hér snemma á hugaferli mínum.
Director´s Cut bar að sjálfsögðu sín sérkenni eins og allt sem Mike Patton lætur frá
sér. Í þetta skipti tóku þeir félagar fyrir öll bestu lög kvikmyndasögunnar og klæddu
þau í sinn eigin búning. Lög eins og The Godfather, Cape Fear, The Omen og Twin
Peaks eru alger meistaraverk og bera með sér Fantômas keiminn allan tímann.
Það má segja að eitt af séreinkennum Fantômas sé að þeir gera mikið úr því að byggja
upp andrúmsloft, og á öllum plötum þeirra er hægt að finna sig í einhverri morðsenu
úr bíómynd. Þannig Delirium Cordia hefur ekki síst sjónræn áhrif á mann.
Þessi plata er must fyrir þá sem hafa gaman af tilraunakenndri tónlist og ég hlakka til
að sjá hvað aðrir hugarar hafa um þessa plötu að segja.