Vitið þið hvaða hljómsveit þetta er? Já, eflaust vita það nokkrir þetta er nefnilega hljómsveitin sem Bruce Dickinson var í áður en hann fór í Iron Maiden. Ég veit ekki í hversu mörgum pörtum sagan verður. Þó svo að Samson er ekki mjög þekkt meðal vor á Íslandi þá er sagan enga að síður merkileg.
Vorið 1977 er maður að nafni Paul Samson í hljómsveit ásamt bassaleikaranum John McCoy og trommaranum Roger Hunt. Um sumarið sömdu Paul og John fyrstu lögin sem mynduðu fyrstu tónleikana. Fyrsta lagið sem þeir skrifuðu heitir “Big Brother” Skyndilega hætti svo John og gekk til liðs við John DuCann. Það vildi svo skemmtilega til að hljóðmaður þeirra í Samson, Chris Aylmer fékk þá hugmynd að spila á bassann. Hann hafði verið að spila á gítar með annarri hljómsveit að nafni Maya sem innihélt meðal annars Clive Burr.
Áður enn þeir gátu lokið tveimur æfingum ákváðu þeir að verða hljómsveit. Það er að segja endanlega. Chris stakk upp á því að Paul Samson yrði söngvari og að nafnið á hljómsveitinni yrði einfaldlega Samson. Þann 24 september spiluðu þeir á sýnum fyrstu tónleikum sem upphitunar band fyrir Steve Gibbons Band. Samson voru auglýstir sem “McCoy” en því var í snarasti breytt í Samson
Þrátt fyrir að pönkið væri að taka yfir voru Samson að einbeita sér af að halda eins marga rokk tónleika og þeir gátu. Desember sama ár spiluðu þeir smá tónleika fyrir Bandaríska flughermenn á Ítalíu. Í byrjun febrúar 1978 voru þeir farnir að spila allt að fimm tónleika í hverri viku og voru farnir að fá aðdáendur.
Þeirra fyrsta útgáfa var smáskífan “Telephone” sem kom út í september 1978. Skífan fékk ágætis viðtökur og lagið Leavin You var farið að hljóma á útvarpsstöðvum. Þeir fengu fljótlega eftir þetta tilboð frá Lightning Records. Þeir spiluðu á tónleikum víðsvegar um Bretland og mesti áhofenda fjöldinn var um 500 manns. Samson voru að verða meira og meira vinsælir. Þeir hófu upptökur á annarri smáskífu “Mr. Rock and Roll”
Fyrstu vikunna árið 1979 skrifaði Paul undir samning við Ramkup umboðið. Það fyrsta sem hann gerði eftir það var að auglýsa eftir trommara. Þá var ráðinn maður að nafni Barry Graham. Þar með fóru hjólin að snúast, og það hratt.
Þeir fóru að taka upp plötu í kjölfarið og var John McCoy kominn á bassann. Hann og Paul sömdu öll löginn á plötunni. Í apríl var svo platan tilbúinn hún fékk nafnið “Survivors”. Barry var einnig að þróa sviðsframkomu hann setti upp svarta grímu áður en hann fór á svið og lét kalla sig “Thunderstick”.
“Thunderstick” kom fram í fyrsta sinn þann 3. mars í Bristol. Paul var orðinn þreyttur á að syngja og spila á gítar þannig að þeir fóru á stúfanna, að leita að söngvara. Eftir margar áheyrnarprufur sáu þeir ungan pilt sem heillaði þá alla upp úr skónum, hann heitir Bruce Dickinson. Þeir fóru á stutt tónleikaferðalag til að kynna Bruce. En Bruce vildi láta kalla sig Bruce Bruce. Frægð og frami var ekki langt undan.
Það mun koma meira í næstu greinum. En því miður verðu væntanlega smá töf vegna prófa.
Kveðja, Invade