Þar sem þessi grein var ekki fullnægjandi fann ég mig tilneyddann til að koma mínum punktum inn :)
Ég ætla að bara að bæta upplýsingum um plöturnar.
Reek of Putrefaction - 1988
Sagan á bakvið þessa plötu er ein sorgarsaga.
upphaflegi upptökustjórinn (Mike Ivory) hafði lítið vit á metal músik(hvað þá grindcore) og gjörsamlega klúðraði upptökunum. Reynt var að laga uppá upptökurnar og eitthvað var hljóðritað aftur, en sökum fjárskorts þá tókst ekki að gera betur.
En á bakvið lélegan hljóm leynast mörg þrusulög(sem betur fer hafa verið hljóðrituð á öðrum stöðum) eins og “Pyosified- rotten to the gore”, “Microwaved Utergestation”, “Foeticde” og “Vomited Anal tract”. Lögin er í svipuðum stíl og Napalm Death (Bill Steer var í þeirri hljómsveit á þeim tíma) en samt var meira “groove” í lögunum.
Stíll sem átti eftir að koma betur fram á næstu plötu. Textarnir þeirra voru mjög sérstakir og spruttu fram á sjónarsviðið fullt af hljómsveitum sem voru að herma eftir þeirra stíl(þar á meðal sænska hljómsveitin Carnage sem Michael nokkur Amott var gítarleikari í ). Splattermetall var þetta oft kallað :)
Symphonies of Sickness - 1989
Þarna sýndi Carcass virkilega hvað í þeim bjó. Stuttu grindcorelögin voru farin og heilsteyptari lagasamsetning komin í staðinn. Riffin voru grípandi (eins og í “Exhume to Consume”) og trommuleikurinn oft á tíðum ansi skemmtilegur (byrjunin á “Ruptured in Purulence” var til dæmis oft spiluð á tónleikum hér áður fyrr). Söngur þeirra Steer og Walker eru mest áberandi á plötunni. Þarna voru komin flóknari lög sem sáðu jarðveginn fyrir það sem kom síðar.
Necroticism - Descanting the Insalubrious - 1992
Carcass tók sér góðann tíma í að hljóðrita þessa plötu, ásamt því að Michael Amott var nú orðinn fullgildur meðlimur.
Metnaðurinn var geysimikill og það heldur betur skilaði sér í snilldarplötu. Sterk lög í gegn, sólóarnir flottir og textarnir byrjaðir að færa sig frá þessu splatterstuffi sem einkenndi fyrri plötur. Sándið á plötunni er líka alveg brilljant. Walker syngur mest, en Steer tekur undir í flestum lögunum. Grindcore fílingurinn er nú að mestu horfinn af þessari plötu, en þó eru margir hraðir grind kaflar. “Incarnated Solvent abuse” og “Corporal Jigsore Quandary” eru sterkustu lögin, en þó eru engir veikir lagstúfar á þessari plötu. Það er reyndar fyndið að vita til þess að með “Incarnated Solvent Abuse” myndbandið þá sést Bill steer í bara einu myndskeiði :) Klipparinn sá nenfnilega engann mun á Steer og Amott hahahahaha.
Tools of the Trade - 1992
Þessi smáskífa kom í kjölfarið á Gods of Grind túrnum sem earache skipulagði (þarna voru Carcass, Entombed, Cathedral og Confessor…varla nein grind bönd :p)
Þarna eru 2 ný lög ásamt “Incarnated” af necroticism og ný útgáfa af “Pyosified - Rotten to the gore” af Reek plötunni. Hin lögin eru að mestu í stíl við Necroticism plötuna, flott smáskífa.
Heartwork - 1993
Þarna kom mikil breyting, lögin einfaldari og rokkaðri. Textarnir einfaldari og Walker syngur bara. Enn vá, löginn er svo hlaðinn af uberriffum, snilldarsólóum og flottum trommuleik.
Breytingin á milli ára var gríðarlega mikil og allt til batnaðar því þetta er þeirra sterkasta plata að mínu mati.
Enn sundrung hafði orðið í bandinu á þessum tíma, því Michael Amott vildi fara útí meiri Metal músik(eins og kom í Arch Enemy) en hinir voru meira komnir í “rokk ´n´ roll” fílíng.
Heartwork ep - 1993
Þarna var Carcass orðið tríó og það heyrist því að aukalögin eru orðin rólegri og rokkaðri. “Rot ´n´ Roll” er samt alveg virkilega flott lag og minnir mikið á Deep Purple, Uriah Heep og þá gömlu meistara.
Swansong - 1995
Sagan á bakvið þessa plötu er nokkuð svakaleg.
Columbia Records (Giant) hafði gert samning við Morbid Angel og Carcass og vildi koma þeim á framfæri til fleiri áhlustenda. En það vill svo merkilega til að þeir gerðu frekar litlar kröfur til Morbid Angel um breytingar á Covenant og Domination plötunum, miðað við hvað þeir heimtuðu við Carcass.
Swansong tafðist um 18 mánuði útaf rifrildum. Giant vildi að Walker breyti sínum söngstíl alveg í hreinan söng eða að fá annann söngvara. Carcass tók það ekki í mál. S.s. útaf leiðindaþrasi og lagaflækjum ákváðu meðlimir Carcass að láta þessa plötu verða þeirra seinustu.
Þetta er alger rokkplata með smá metalívafi. Textarnir orðnir pólitískir, lögin full af flottum riffum og eru mjög grípandi. Þótt að þetta sé ekki einsog hvernig Carcass var á fyrri plötum, þá voru helvíti góðir í því að semja þrusuflott lög og það kemur ansi skýrt fram þarna.
Wake up and smell the Carcass er samansafn af Demo upptökum og ýmsu fleiru.
þó er eitt lag sem skýrir nokkuð vel þeirra tilfinningar til Columbia fyrirtækisins. það er lagið “I told you so(Corporate rock really does suck)” skemmtilegt lag :).
Jæja vona að ykkur hafi fundist þetta fræðandi.
hux|AzRaeL