At the Gates - (Áður en ég byrja greininna vil ég biðjast velvirðingar á því hversu langt það er síðan ég hef skrifað eitthvað hér inn á metal. En endilega verið sem duglegust að senda inn greinar og halda þessu áhugamáli lifandi að einhverju leyti, þótt það sé nú lagalega úskurðað álíka dautt og typpið á Fat Bastard úr Austin Powers myndunum)

Allir sem eru kunnugir sænskum metal eiga að kannast við nafnið At the Gates, enda hljómsveit í algjörum sérflokki þar á ferð. At the Gates var ein af fyrstu hljómsveitum sænsku senunar sem þorðu að experimenta af einhverri alvöru, ásamt Dark Tranquillity og Opeth (báðar stofnaðar um svipað leyti, ca. 90-91), og eru helstu frumkvöðlar annarrar bylgju Svíametalsins. Harðari og frumstæðari underground bönd voru upp á sitt besta þegar At the Gates kom upp á sjónarsviðið 1990, eins og Nihilist (sem varð síðar að Entombed), Dismember, Unleashed og eldri költ bönd eins og Morbid (sem innihélt söngvarann Per Yngve Ohlin (a.k.a Dead) úr Mayhem). At the Gates byrjaði á sama byrjunarreit og þessar hljómsveitir, en fór síðar að þróa sig í allt aðrar áttir og notast meira við flóknari taktpælingar, fagmannlegri spilamennsku, lengri lög og meiri melódíur frekar en stutt, hrá lög og endalaust blastbeat. Formúlan sem At the Gates voru að reyna að þróa heppnaðist alltaf betur og betur með hverri plötunni, og var fullkomnuð á ‘Slaughter of the Soul’, metnaðarfyllstu og best heppnuðustu plötu þeirra.

At the Gates var stofnuð seint árið 1990 af Tomas “Tompa” Lindberg (söngur), Alf Svensson (gítar), Björler bræðrunum Anders og Jonas (gítar og bassi) og trymblinum Adrian Erlandsson. Árið 1990 hafði Adrian Erlandsson hætt með hljómsveit sinni Penace og gengið til liðs við Death Metal hljómsveitina Grotesque, sem Svensson og Lindberg voru báðir hluti af. Eftir að hafa lokið vinnu á “In The Embrace Of Evil” demoinu sögðu þeir ferli Grotesque lokið og stofnuðu nýja hljómsveit, At the Gates sama ár. Hljómsveitinn fór að þróa sinn stíl með áhrifum frá frumkvöðlum bandarísku senunar, s.s Morbid Angel, Obituary, Death, Deicide, Possessed o.s.v.f, og tók svo upp smáskífuna ‘Gardens Of Grief’ stuttu eftir að þeir spiluðu sitt fyrsta gig í Febrúar 1991 á Velvet, Gautaborg ásamt hljómsveitinni Omnitron. Hljómsveitinn fór að vekja nokkurra athygli á Gautaborgar-svæðinu nokkrum tónleikum síðar og í Apríl sama ár gáfu þeir ‘Gardens Of Grief’ út og slógu í gegn í neðanjarðarheimum Svíþjóðar. ‘Gardens Of Grief’ innihélt meðal annars lagið ‘All Life Ends’, sem var eitt af þeim mjög fáu eldri lögum sem hljómsveitinn tók á tónleikum á síðustu árum hennar, og ‘City Of Screaming Statues’ sem var tekið upp aftur síðar. Sænska fyrirtækið Dolores Records gaf gripinn út, en fyrir tveimur árum var hann endurútgefinn sem SPLIT-CD með ásamt Grotesque demoinu, af Century Media risanum. Raunar má þess geta að upprunalega plötuábreiða ‘Gardens Of Grief’ er úr gömlum spænskum ferðabæklingi, um það bil áttatíu ára gömlum, og á ‘Gardens of Grief’ bolum er að finna tilvitnun í gamla Pink Floyd kaddlinn Syd Barrett. En hverju sem því líður … At the Gates hélt svo áfram að spila á tónleikum ásamt böndum sem voru að byrja á þessum tíma, eins og t.d Opeth, sem spiluðu á sínum fyrstu tónleikum ’91. Aðdáendahópurinn var ansi takmarkaður og var aðallega á Gautaborgar svæðinu, í neðanjarðarsenunum og fór lítið út fyrir Svíþjóð þótt það hafi verið eitthvað af aðdáendum að finna í Noregi og Englandi þar sem metalsenunrnar voru ansi stórar. Í Apríl 1991 hituðu þeir upp fyrir grindcore hljómsveitina Bolt Thrower, og nokkrum mánuðum síðar, í Janúar 1992, aftur fyrir goðsagnirnar í Carcass og auk þess spiluðu þeir með tilvonandi stórhljómsveitum eins og Dissection, Dark Tranquillity, Opeth og Dismember.

Í Janúar 1992 hætti svo Jonas Björler og í stað hans kom bassaleikarinn Tony Andersson. Um þetta leyti var hljómsveitin með nóg efni í heila breiðskífu, og héldu þeir í hljóðver eftir að hafa lokið samningaviðræðum við breska fyrirtækið Peaceville Records, sem hýsti og gaf út efni með hljómsveitum eins og Autopsy og Darkthrone, til að hefja upptökur á ‘The Red In The Sky Is Ours’. Platan var tekin upp í Sunlight Studios, Stokkhólmi, og var aðalstúdío sænska metalsins á þessum tíma, en Entombed höfðu tekið þar upp áður og þetta er einnig staðurinn þar sem Darkthrone tóku upp ‘Soulside Journey’ í kringum 1990. Upptökunum lauk í Mars á sama ári og útkoman varð ein af söluhæstu plötum plötum Peaceville og stærstu smellum neðanjarðarsenunar í Svíþjóð og víðar. Eftir að hafa lokið vinnu á plötunni túruðu þeir í fyrsta skipti utan Svíþjóðar, um Austuríki og Þýskaland með sænska bandinu Therion. Loks gáfu þeir gripinn út um Nóvember leytið ’92 og gekk Jonas aftur til liðs við hljómsveitina og í sama mánuðu héldu þeir aftur erlendis til að túra með My Dying Bride um Holland og Belgíu. ‘The Red In The Sky Is Ours’ fékk hinsvegar ekki jafn lofuð viðbrögð meðal meginstraums metalgangrýnenda, en flestir voru sammála um að hljómsveitinn væri ekkert sem sænska senan gæti montað sig af, hvorki þá né síðar – og sögðu plötuna ekki bjóða upp á neitt sem jafnvel aðdáendur innan innsta kjarna dauðarokksins gæti notið, þótt lagið ‘Kingdom Gone’ var sagt vera undantekning, enda þeirra fyrsti underground smellur á eftir ‘All Life Ends’. Einnig finnst mér söngur Tomas Lindberg ekki vera neitt framúrskarandi, því hann er vægast sagt afleitur og kemur í raun óorði á sönghæfileika hans. “Here's what Sweden's At the Gates told us with their first album, The Red in the Sky is Ours: they were from, er, Sweden; they were very upset about something — probably their parents; they played extremely fast and furious; and they pretty much sounded like a “baby” Entombed, offering little in the way of innovation to the booming Gothenburg death metal scene. And that's pretty much it.” (allmusic.com). Á plötunni var einnig notaður fiðluleikur í nokkrum lögum með vægast sagt hörmulegum afleiðingum, þótt hugmyndin væri kannski góð og pælinginn á bak við það að setja saman fiðluleik og slíka gerð þungarokks gæti hljómað vel. Platan er þó í miklu uppáhaldi hjá mér og eflaust fleiri dauðarokksunnendum í dag, þótt ég hafi ekki endilega fílað hana við fyrstu hlustun þegar ég keypti hana í fyrra – reyndar var ég ekki mjög seinn að losa mig við hana. En bandið létu skammyrði gangrýnenda þjóta út í vindinn og hunsuðu þau nánast. En þeir fóru þó að ráðum sumra, t.d losuðu þeir sig við fiðluleikarann og Lindberg lagði greinilega harðar að sér til þess að bæta sig á ‘With Fear I Kiss The Burning Darkness’, þeirra næsta plötu.

Eftir að þeir snéru aftur heim frá Evróputúrnum með My Dying Bride spiluðu þeir all nokkur gigg á Gautarborgar-svæðinu með hljómsveitum eins og Tiamat, Therion, Dismember, auk þess að sænska ríkisútvarpið tók upp tónleika með sveitinni í Huddinge í Apríl ’93, með hljómsveitunum Therion og Dismember. Einum mánuði síðar, er þeir luku upptökum á næstu plötu þeirra, ‘With Fear I Kiss The Burning Darkness’ hætti svo gítarleikarinn Alf Svensson að óljósum ástæðum. Í stað hans kom gítaristinn Martin Larsson, er spilaði á sínum fyrstu tónleikum með sveitinni nokkrum vikum eftir brottför Svenssons sem spilaði þó samt á plötunni áður en að hann hætti.

‘With Fear I Kiss …’ var einnig tekinn upp í Sunlight Studios, og er lítill munur á sándinu, en það er rétt eins og á forvera hans, hrátt og flatt. Lögin er þó mun betur uppbyggð, spilamennskan er þó margtfalt betri en áður og lagasmíðin er mun vandaðari þótt mörg laganna sem enduðu á plötunni hafi verið upphaflega samin fyrir ‘The Red In The Sky Is Ours’ en ekki hafði náðst að klára þau í tæka tíð, eins og t.d ‘Raped By The Light Of Christ’ (:o) og ‘The Architechts’. Hér er þó að mínu mati formúlan sem At the Gates notuðust við þegar þeir voru á sínum mest brutal árum fullkomnuð, þökk sé lögum eins og ‘Primal Breath’ og ‘The Burning Darkness’, þar sem helvískar gítarsóloveislur að hætti Björler bræðranna ráða ríkjum. Textarnir eru einnig þeir allra flottustu sem þeir sköpuðu á ferli sínum, en mennirnir á bak við þá eru Lindberg og Svensson: “I have travelled through suns and the darkness of the end, now I surrender to the void and join with the pulse of the universe - the world burns with worms of fire, the world burns” (Raped By The Light Of Christ)…., “Look the herons in the greenbilled water, their wet-ash wings wear medalions of patience, we drift on… (Primal Breath), “To see a wormhole in your eyes fall to earth, and plague my heavens black – with fear I kiss the burning darkness….forever burn”…(The Burning Darkness). Er ‘With Fear…’ kom út í Ágúst 1993 var haldið í meiri spilamennsku erlendis, eins og t.d heimsótti bandið meginland Bretlands í fyrsta sinn með Anathema og My Dying Bride, þar sem sjónvarpsstöðin MTV kvikmyndnaði tónleika þeirra í Notthingham. Auk þess hituðu Cradle Of Filth upp fyrir þá, Anathema og Solstice í Bradford og Liverpool, og það er eitthvað sem meðlimir At the Gates geta montað sig af til æviloka ef tekið er tillit til þess hversu stórir Cradle Of Filth eru í dag. Einnig tóku þeir upp sitt fyrsta alvöru myndband, við lagið ‘The Burning Darkness’ og tekst þeim mönnum bara ansi vel upp og útkoman er helvíti flott. Fræðilega séð er ‘The Burning Darkness’ fyrsta myndband þeirra, þótt lagið ‘Kingdom Gone’ hafði áður verið kvikmyndað sem tónleikamyndband nokkru eftir að ‘The Red…’ kom út. Einnig má þess geta að Dismember kaddlin Matti Karki syngur með Lindberg í viðlagi lagsins (The Burning Darkness), en hann kemur þó ekki fram í myndbandinu. Talandi um staðreyndir, þá er líka hægt að minnast á það að á vissum útgáfum ‘With Fear…’ er aukalag sem tekur við á eftir síðasta laginu ‘Through the Red’, en það aukalag er At the Gates útgáfa af Discharge laginu ‘The Nightmare Continues’.

Eftir að Svensson yfirgaf At the Gates ákvöðu þeir sem eftir stóðu í bandinu að halda í melódískari áttir og gera meiri tilraunir fyrir næstu plötu. Þeir tóku sig til og eyddu næstu mánuðum í að breyta öllu því sem þeir höfðu stutt sig við til þess að semja lög áður og byrjuðu að stytta lögin, blanda meiri tilfinningu á bak við hvert og eitt þeirra, raða upp á nýtt, semja táknrænni texta sem voru ríkari af tilvitnunum og keyra hljómsveitina áfram af meiri alvarleika en áður. Hljómsvetinn hélt svo aftur í hljóðver, í þetta skipti í hið glæsilega Studio Fredman, sem var í eigu hins hæfileikaríka prósdúsers Frederik Nordstrom sem var nokkuð óþekktur á þessum tíma. Það hljóðver bauð upp á miklu fleiri möguleika en Sunlight Studios, eins og stærri upptökusali, dýrari og mikilfenglegri teipmaskínur og fleira, þótt hljóðverið í dag er eitt af þeim bestu í allri Svíþjóð, með tvö mjög fagmannleg stúdío á sömu hæðinni og fleira og það dýrasta líka, en venjulegt verð er yfirleitt eitthvað milli 500-750 dollara á dag. Framleiðslan var margtfalt betri en það sem þeir höfðu áður vanist, mjög góð án þess að gera plötuna of pródúsaða. Báðir aðilar, þeir sem eru hrifnir af hráara sándi og þeir sem fíla sig einungis við fullkomna framleiðslu geta alveg sætt sig við sándið sem var að finna á plötunni, sem fékk titillinn ‘Terminal Spirit Disease’. ‘Terminal Spirit Disease’ er sú At the Gates plata sem hefur haft hvað mest áhrif á mig. Samt finnst mér ekki að um sé að ræða heila plötu heldur frekar einhvurskonar smáksífu eða E.P plötu, enda eru ekki nema 9 lög að finna á gripnum, það er að segja þessi sex sem voru samin fyrir diskinn og þrjár tónleikaupptökur frá tónleikum þeirra í Magasinet, Gautaborg þann 16.Febrúar, 1994 þegar þeir hituðu upp fyrir bresku snillingana í Carcass. Platan var í mjög miklu uppáhaldi hjá mér lengi fyrir nokkru síðan en ég keypti mér hana nýlega aftur og hún rokkar svo sannarlega ennþá. Öll sex stúdió lögin sem hér eru að finna eru frábær að öllu leyti, en hvert og eitt þeirra hefur sín sérkenni og eru framkvæmd af grenjandi krafti og sköpunargleði. Þau eru fimm fullsköpuð “lög” og eitt svona acoustic-gítar ballaða til að róa allt niður inn á milli laga, lagið ‘And the World Returned’, sem er samið og spilað af Anders Björler. Þess er getið í bæklingi disksins að Alf Svensson hafi átt sinn þátt í að skrifa textanna sem eru að finna á plötunni en hann hefur greinilega sagt skilið við hljómsveitina á vinalegu nótunum. Einnig er letrið sem er notað á bakhlið diskins fyrir lagalistann og í bæklingnum fyrir textana og credit-listann prentuð útgáfa af handskrift hans. Tónleika upptökurnar þrjár eru einnig mjög góðar og vandaðar og vel þess virði að minnast á. ‘Kingdom Gone’, ‘All Life Ends’ og ‘The Burning Darkness’ voru valdar af tónleikunum og eru hljóðblönduð af Nordstrom sjálfum til að gefa þeim algjörlegt “full-boost”. Hvert einasta hljóðfæri er auðgreint og eru öll mjög vel aðskilin. Rödd Lindbergs brest eigi síður á sviði en í hljóðveri, en hann hefur mjög bætt sig síðan á dögum ‘The Red…’. Daginn sem ‘Terminal..’ leit dagsins ljós spiluðu þeir svo aftur á sama stað og upptökurnar áttu sér stað, og tóku upp vel-fjármagnað myndband fyrir titilag plötunnar, fyrir framan svona ca. 350-500 manna áhorfenda hóp sem hefur greinilega verið beðin um að gera allt brjálað fyrir framan myndavélarnar. Það er einnig greinilegt að At the Gates kann að halda uppi góðri stemmingu og gefa frá sér jákvæða orku á meðan tónleikum stendur. Hljómsveitinn fór síðar að túra meira af einhverri alvöru í fyrsta skipti, með m.a Anathema, Katanoia, Dissection og My Dying Bride, auk þess sem þeir spiluðu í fyrsta skipti á sínum eigin headlining-túr í Október ’94. Þegar platan kom út var talað um brautryðjanda verk sænska metalsins og að þessi plata væri seint toppuð. En hljómsveitinn átti þó eftir að gefa út diskinn sem fékk flesta metalaðdáaendur hvar vetna til að krjúpa fyrir þeim. Sá diskur myndi krúna þá sem allsráðandi kónga metalsins, mestu valdhafa þungarokksins og óstöðvandi afl í þróun þess, og myndi um leið tryggja þeim þann sess og þá athygli sem þeir verðskulduðu. Umtalandi diskur er platan ‘Slaughter Of The Soul’, sanna brautryðjandaverk At the Gates.

At the Gates tóku upp ‘Slaughter Of The Soul’ í Studio Fredman milli Janúar-Mars 1995, og náðu að toppa ‘Terminal…’ hvað framleiðsluna varðar, þökk sé Nordstrom. Umrædd plata er það sem gerði hljóðverið svona lofað og tryggði því það orðspor sem það hefur í dag, enda er um að ræða algjört draumasánd fyrir flestar metalhljómsveitir þótt það sé mjög frábrugðið því sem það var fyrir átta árum. Sándið er mjög þétt, “kýlandi” (punchy) og yfirþyrmandi í jákvæðri merkingu. Trommurnar eru í algjörum bakgrunni og ávallt á fullu meðan hlustandinn fær gítarsándið algjörlega í andlitið, eins og að vera kýldur. Söngurinn er einnig mjög vel framkvæmdur og vel settur á snældur – en frammistaða Lindbergs í At the Gates nær hér algjöru hámarki. Framleiðslan fer þó nokkuð yfirstrikið og þykir platan nokkuð “over-produced”, underground fólkinu til mikillar ama. At the Gates gera þó það bestir í og gera sitt besta, og byrja plötuna með frægum opnunarslagara, ‘Blinded By Fear’ (“We are blind, with the world within us…waiting…to be born”). Lagið byrjar með einhvurns konar sömplum og óhljóðum meðan fjarlægar raddir segja ofangreind orð í bakgrunninum uns lagið byrjar með óstöðvandi krafti. Hljómsveitinn fer svo út í titilagið, sem varð á stuttum tíma hálfgert “At the Gates anthem”, enda algjör gullmoli þar á ferð. Fleiri góð lög fylgja í kjölfarið eins og ‘Cold’, ‘Under A Serpents Sun’ – langbesta lag plötunar og ef ekki besta lag At the Gates, og einnig endurtaka þeir leikinn sem leikin var á ‘Terminal Spirit Disease’ og gera aðra kassagítars bölluðu, sem er hér leikin undir nafninu ‘Into the Dead Sky’. Þeir experimenta líka aðeins meira hér með slíkt og blanda saman trommum og skrítnum effectum í lagið þegar á líður. Á plötunni eru fleiri ágæt lög, eins og ‘Unto Others’, ‘World Of Lies’ og ‘Need’, og einnig prófa þeir eitthvað nýtt með endinn í laginu ‘The Flames Of The End’, sem er kannski innrás At the Gates manna inn á Drum ‘N Bass tónlistargerðina, enda notast þeir þar við dragandi gítar-effect og svona stafrænt hljómborðssánd til fá soldin industrial keim inn í þetta allt saman. Áhættan borgar sig hér vel og endirinn er magnaður. Platan er einnig aðgengilegasta verk þeirra, þótt að sá sem er ekki að fíla sig inn í svíametalnum mun sennilega ekki njóta sín á ‘Slaughter Of The Soul’.

Þökk sé athyglinni sem At the Gates fengu fyrir ‘Terminal…’ skrifuðu þeir undir samning við Earache Records, helsti verndarvængur grindcore tónlistarmanna, enda gefur fyrirtækið út efni með Godflesh og fleirum. Það sem fyrsta sem At the Gates gerðu var svo að skella sér í hljóðverið og festa efnið sem var samið fyrir ‘Slaughter Of The Soul’ á plast og létu æðstu menn fyrirtækisins gefa hann út aðeins nokkrum mánuðum seinna, í ágúst 1995. Til að vinna með næstkomandi evróputúr At the Gates og Unleashed, borgaði Earache einnig brúsan fyrir annað vel-gert myndband At the Gates, fyrir lagið ‘Blinded By Fear’, sem er hægt að nálgast inn á Earache Recrods síðunni, www.earache.com . Myndbandið er alveg jafn vel heppnað og fyrri myndbönd At the Gates og er jafnvel það flottasta sem þeir gerðu á ferlinum, og sýnir meðlimi hljómsveitarinnar spila í skrítnu umhverfi, einhverju svipuðu og maður sér í Korn myndbandi. Reyndar má minna á það að Tomas Lindberg minnir mann soldið á Jonathan nokkurn Davis með þessar risastóru klumpa sem maður mundi víst kalla dreddlokka. Þeir sem komu eining fram á þessum evróputúr voru t.d Kreator, Grip.Inc (hljómsveitinn sem Slayer trymbillinn Paul Bastoph trymblaðist með fyrir nokkrum árum) og thrash-risarnir í Testament. Auk þessarra hljómsveita komu einnig fram eitthvað af hljómsveitum sem voru samningsbundar Century Media fyrirtækinu og það fyrirtæki kvikmyndaði einnig tónleika í Krakow, Póllandi. Einnig fengu At the Gates loksins að headlina sinn eigin túr í annað sinn, með Dissection (sem voru að fá jafn mikla athygli á þessum tíma fyrir plötuna ‘Storm Of the Light’s Bane’) og hljómsveitinni The Reign í Febrúar 1996, og einnig heimsóttu þeir Norður-Ameríska meginlandið með Dissection og gömlu hetjunum sínum í Morbid Angel á ‘Domination’ túrnum sama ár. Einnig fengu þeir þann heiður að hita upp fyrir grind kóngana í Napalm Death ásamt Dissection einnig í Bandaríkjunum til að styðja þá-nýjustu Napalm Death plötuna, ‘Diatribes’.

En allt á sér endi, og því miður var sú stund runinn upp fyrir At the Gates, en það er þó jákvætt á sinn hátt vegna þess að of fáar hljómsveitir hafa vit á því hvenær þær eiga að hætta. At the Gates gerðu sér grein fyrir því að þeir myndu aldrei ná að toppa ‘Slaughter Of The Soul’ og ákváðu þess vegna að hætta, þótt einhverjar deilur innan bandsins höfðu stuðlað upprunalega að ákvörðuninni. T.d voru Björler bræðurnir í vangaveltum um að hætta auk þess sem Adrian Erlandsson var búinn að fá sig fullsaddann af þessu öllu saman. At the Gates hættu 1996 og gáfu ekki út neina upptöku eftir þetta í bráð, og ‘Slaughter Of The Soul’ var svo loks uppseldur árið 1998, eða out-of-print í um það bil þrjú ár. Árið 2001 var hann svo loks endurprentaður á ný með um það bil sex aukalögum sem höfðu aldrei áður komist á plast áður – eins og t.d lagið ‘The Dying’ sem hafði verið samið og tekið upp fyrir plötuna en hlotið ill örlög. Einnig var að finna einhverjar tónleika upptökur frá ca. 1995-1996 og demo upptökum af t.d ‘Unto Others’ og ‘World Of Lies’. Þó er það markvissasta á aukadisknum gamli Slaughter Lord slagarinn ‘Legion’ sem er að finna í ofur-framleiddri At the Gates útgáfu og er vægast sagt mjög ljúf upplifun að hlýða á þetta á hæsta styrk. Fyrir þá sem ekki vita voru Slaughter Lord uppi á níunda áratugnum sem aðal þraskmetal hljómsveitin í allri Ástralíu, og undir lok hennar var hún að spila fyrir 1000 manna áhorfendaskara að meðaltali. Þeir gáfu út nokkur demo sem voru síðar sameinuð á einum disk í lok 9.áratugarins, sem hét ‘Taste Of Blood’ og var gefið út í gegnum fyrirtækið Invitus Records. ‘Legion’ var þeirra þekktasta lag. Einnig var gefið út árið 2001 svokallað ‘best-of’ safn At the Gates, undir nafniu ‘Suicidal Final Art’ sem er tilvitnun í textann við lagið ‘Slaughter Of The Soul’, en sá safndiskur var gefinn út af Earache samsteypunni.