Dimmu Borgir
Jæja, nú er komin enn annar diskur með Goth-goðsögnunum Dimmu Borgum og ber hann nafnið Death Cult Armageddon og er hann vægast sagt ekkert að gefa forverum sínum eftir. Ég reikna nú ekki með að þurfa kynna Dimmu Borgir fyrir neinum hérna, þannig að nú hef ég ekki ætlað mér að flækja málin meira og láta lögin tala fyrir sig. Þau eru eftirfarandi:
1. Allegiance (5:50)
2. Progenies Of The Great Apocalypse (5:18)
3. Lepers Among Us (4:44)
4. VredesByrd (4:44)
5. For The World To Dictate Our Death (4:47)
6. Blood Hunger Doctrine (4: 39)
7. Allehelgens Död I helveds Rike (5:35)
8. Catalysm Children (5:16)
9. Eradication Instincts Defined (7:13)
10. Unorthodox Manifesto (8:50)
11. Heavenly Perverse (6:36)
1. Allegiance (5:50)
Diskurin byrjar á mjög áhugaverðum Intro hljóðum sem þykkjast svo af hægu overdrive riffi sem verður svo slátrað af mjög svo smekklegu öskri og þá byrjar lagið. Þar leynast örfá góð riff, en það er því miður farið helvíti illa með mörg þeira, þannig að þau fá ekki verðskuldaða athygli inn á milli “óhljóðana”, semsagt ekki alveg nógu góð byrjun miðað við standard disksins
7/10
2. Progenies Of The Great Apocalypse (5:18)
Það er fyrst á öðru lagi disksins sem maður er að fá það sem ætlast til af Dimmu Borgum. Þetta lag hefur eina flottustu byrjun sem ég hef heyrt og eru það fáir sem halda öðru fram sem hafa orðið heyrnar-vitni að þessu meistaraverki. Mikið er um lúðra, Selló, fiðlur og píano sem smellpassa inn í lagið álíka vel og mjólk passar við Cocoa Puffs. Þetta er án efa eitt besta lag disksins, það fer ekki á milli mála. Finna má lagið í Soundtrackinu af “Hellboy” sem kemur innan skamms í kvikmyndahús um land allt.
10/10
3. Lepers Among Us (4:44)
Þetta þriðja lag disksins byrjar á flugnahljóðisem líksit því sem notað var í “Holy Wood” sem er annar diskur eftir grallarana í Marilyn Manson. En var mér því miður ögn vonbrigði eftir “Progenies”, þar sem þetta lag er mun einhæfara og leiðinlegra, þangað til á seinni helming lagsins þar sem það er loksins brotið almennilega upp með smá ræðu sem ung dama flytur um hvernig Satan sjálfur sótti hennar Fund “Satan was there, Satan was real to me, he called himself God”. Það eru að vísu nokkrir góðir kaflar svona inn á milli en þeir drukkna of fljót í öllu öðru sem er í gangi þarna.
6/10
4. VredesByrd (4:44)
Varð fyrir vonbrigðum að það skildi ekki vera eitt af þessum klassísku Dimmu keyboard/sinfoníu intróum sem hafa skreytt svo mörg lög þessara göfugu sveitar, en þrátt fyrir það er þetta prýðislag, sem stendur alveg undir sínu, næstum því sinfoníulaust. Svo er gaman að sjá þá heimsækja rætur sínar og Guðlasta á norsku eins og þeir gerðu meðal annar á “Stormblast”. Þetta er mjög Catchy lag, sem hefur vanist býsna vel í mínum eyrum. Svo fannst mér það einnig mjög aðdáunarvert að heyra hvernig þeir halda bassatrommunum í algeru M16 tempói í gegn.
8,5/10
5. For The World To Dictate Our Death (4:47)
“We are gathered here, in front of the Antichrist!” Svona hljómar það í eyrum mér þegar ég geri nágrönnum mínum þann grikk að blasta þessu lagi á hæsta styrk. Þetta er einnig gott lag, með mörgum góðum köflum. Er kannski ögn hægara en það sem maður hefur vanist af fyrri vekum Dimmu, en það er ekkert nema gott í minni bók, þar sem Gothic ballöðurnar þeirra höfða meira til mín heldur en svartmálms hliðin á þeim. En því miður spila þeir ekki einungis til að gera mínum eyrum til geðs og eru þar einnig nokkrir svartmálmskenndir kaflar, sem höfða ekki það mikið til mín. Þannig að þetta er lag sem ætti að geta gert bæði svartmálmurum og gothurum hálf til geðs
8/10
6. Blood Hunger Doctrine (4: 39)
Hérna kemur annað besta lag disksins að mínu mati. Ég gæti varla beðið um betri lag í þessum geira. Það hefur ögn Doom meta brag í byrjun lagsins með ruglaðasta trommu takti sem ég hef heyrt lengi. Hvað get ég sagt. Þetta lag er tónlistarleg fullnæging fyrir hvern “Goth” aðdáanda, en eflaust ekki annað en móðgun fyrir hörðustu svartmálms aðdáendur, þegar þeir hugsa útí fyrri diska Dimmu Borga.
10/10
7. Allehelgens Död I helveds Rike (5:35)
Eftir þessa óguðlegu snilld kemur hitt norska lagið á disknum, sem er eflaust einnig það harðasta og svartmálmskendasta. Hefur mikið af svona “Ælu-söng” eins og ég kýs að kalla það. Hljómar einhvernvegin svona “BJUGH”, er ekki stór aðdáandi af þeim söngstíl.
Því miður þá höfðar þetta lag bara einfaldlega ekki til mín. Hefur bara ekki það sem ég leita að í Metal geiranum. Hefði betur passað inn í “Stormblast”.
5/10
8. Catalysm Children (5:16)
Fyrst þega ég heyrði þetta lag, var ég farin að hræðast að þetta væri “Allehelgens” aftur upp á nýtt, en svo róast það aðeins niður og fór að grípa áhuga minn. En það var fyrst á tæpri þriðju mínútu sem ég byrjaði að fýla það, þar sem mér finnst fyrri kaflin full einhæfur, en svo kemur þessa undurfagra píanómellódía og reddar þessu alveg í eftir fylgd af nokkrum snilldar köflum. Minnit mig pínu á “Ordinary Story” með Svíunum í “In Flames”
8/10
9. Eradication Instincts Defined (7:13)
Heyrist hér mjög svo langt sinfoníu/lúðrarsveitar intro og Crestfallen gleðst meira enn mannlegir mælikvarðar fá lýst. En allir hlutir enda og nýir taka við og ekki er það verra í þessu tilviki, þar sem það er alveg frábært lag hér á ferð. Goth Metall í sinni tærustu skilgreiningu. Ekki mikið annað að segja. Þetta lag er einnig að finna á “Hellboy” og mun ég skella mér á hana á Powershow aðeins til að heyra í Dimmu Borgum eins og Guð áætlaði að þeir skyldu vera heyrðir, í dúndurgóðum græjum.
9,5/10
10. Unorthodox Manifesto (8:50)
Úff, það er ekki verið að spara á “Gestapó” fílingnum hérna, það er alveg á hreinu. Lagið byrjar svipað og “Links” með þjóðverjunum í Rammstein, með drungalegum her-göngutakti, nema hér eru hríðskota byssu skot bætt ofan á hann með fjölmennum kór sem chantar, “Hail Satan!”, þangað til rödd eldri manns fyrirskipar “Gentlemen…. Destroy!” svo byrjar slátrunin í formi þungarokks lags. Þetta er einnig alveg ágætt lag. Sumir kaflar höfða meira til mín en aðrir, en svona er það bara, get ekkert gert við því.
8/10
11. Heavenly Perverse (6:36)
Jæja, fer þessu nú að ljúka og fara þeir vel með það. Seinasta lag disksins byrjar á Acoustic gítarplokki með dressingu af krúnki (ekki Krunki eins og í “kúk og rúnki”, heldur eins og í kráku krúnki), sem minnir mig á þá gullnu daga þar sem ég sat tímunum saman og spilaði Diablo 1. Það er að vísu að finna ögn af ælum í þessu lagi, sem ég reyni að blokka út, en fara samt svo illa í pirrurnar á mér að ég get ekki annað en lækkað lagið fyrir þessar 3-4 ælur sem eiga sér stað þar. Annars er þetta mjög gott lag og fínn endir á fínum disk, sem prýðir hvaða Dimmu safn sem er
8,5/10
Semsagt þá er “Death Cult Armageddon” að mínu mati eitt það besta sem Dimmu hafa látið frá sér, frá upphafi. Það eru að vísu þessir klassísku Dimmu kaflar þar sem trommutakturin og laglínan verður mjög einhæf, stundum það mikið að ég fer að velta því fyrir mér hvort diskurin minn sé orðin illa rispaður, en burt séð frá þessum útvöldu köflum er hér á ferð klassaband sem hefur aldrei klikkað á að framleiða þéttan melódískan metal, hvort sem sá metall flokkast undir Goth eða Black metal. Mæli eindæmið með þessum disk.
8,5-9/10
Crestfallen