BLAZE - Siliocon Messiah Blaze Bayley. Segið það sem þið viljið um hann en þið skulið ekki voga ykkur að segja að það var hann sem eyðilagði Iron Maiden á sínum tíma. Það hefið farið lengi á taugarnar mínar þegar fólk var að kenna honum um hörmungina sem heitir Virtual XI. Hann samdi ekki lögin, hann samdi bara texta. Gleymum ekki hver á Iron Maiden og ræður öllu því sem gerist þar.

Þessi diskur sem ég er að gagnrýna núna heitir Silicon Messiah og er barnið hans Blaze. Eftir að Blaze var sparkað úr Iron Maiden þá var hann ekki lengi að stofna nýja hljómsveit með úber góðum tónlistarmönnum. Hljómsveitin sjálf heitir BLAZE og er algjör snilld.

Þessi plata kom út sama dag og Brave New World einfaldlega útaf því að Blaze og Iron Maiden eru með sama plötuútgefanda. Ég ætla að segja ykkur soldið sem á eftir að sjokera ykkur. Silicon Messiah er miklu miklu miklu betri en Brave New World. Silicon Messiah er þungarokk beint í æð. Hreint þungarokk, engir effectar eða sínfóníur, engin svoleiðis vitleysa.

Tónlistin hér er snilld. Gítarinn, bassinn, trommurnar. Allt saman frábært. Og söngurinn hjá Blaze. Þeir sem sögðu að Blaze væri lélegur söngvari skulu éta húfurnar sínar. Einfaldlega útaf því að hér syngur hann af tilfinningu og öryggi. Já hann kann ekki að væla einsog Bruce, en Blaze heldur tóninum gegnum öll lögin. Og stóri munurinn á Blaze og Bruce er sá að Blaze syngur dúndrandi vel Læf.

Blaze(Hljómsveitin) spilar, einsog ég sagði hér að ofan, hreint þungarokk. En Blaze lærði mikið hjá Iron Maiden, einsog lagið Stare at the Sun sýnir. Epísk lag í anda Rime of the Ancient Mariner. Og Ghost in the Machine og titillagið eru í anda The Trooper og Aces High. The Launch er mjög svo skylt Man on the Edge.

Um diskinn. Diskurinn er í sjálfur sér concept plata. Fyrstu þrjú lögin og síðustu 3 lögin eru smásögur. En diskurinn í heild er um framtíðinna og hvernig það yrði ef Tölvur mundi taka yfir heiminum, Matrix anyone. Fyrstu þrjú lögin eru um mann sem vill verða eilífur og hleður sálina sína í tölvu. Síðustu þrjú lögin eru um mann sem verður fyrsti maðurinn til að ferðast út fyrir sólkerfið okkar og getur ekki komist heim.

Sjáum nú svona er listinn:

Ghost in the Machine – 10/10
Geðveikislega hratt lag. Flott riff, góður söngur, frábær texti. Svona á Speed Metal lag að vera.

Evolution: 9/10
Smitandi viðlag, aftur flott riff, frábær söngur. Þéttur gítarleikur.

Silicon Messiah 10+/10
Næstbesta lagið á þessari plötu. Meira get ég varal sagt.

Born a Stranger 10/10
Hann Blaze lærði greinilega eitthvað þegar hann var með Iron Maiden. Hratt lag, flott riff(Aftur) frábær gítarsóló.

The Hunger 10/10
Hægt þungarokk og hér er röddina hans Blaze fullkomin.

The Brave 10/10
Spítandi hratt lag. Ekkert sem hægt er að nöldra yfir.

Identity 10/10
Annað hægt lag. Tilfinningaþrungið lag. Sorry en ég get ekki hætt að slefa yfir þessari plötu.

Reach for the Horizon 9/10
Fyrsta skipti sem ég heyrði þetta lag þá fannst mér það hreinlega bara ömurlegt. En þetta lag er eitt af þeim fátæku lögum sem batna við hverja hlustun.

The Launch 10/10
Ík. Súper hratt lag. Kom mér alveg rosalega á óvart Blaze gat sungið svona hratt.

Stare at the Sun 10+/10
Besta lagið á plötunni. Langbesta lagið. Hann lærði mikið og vel hjá Steve Harris

Platan í heild:
9.9/10

Lokaorð:
Þetta var án efa Besta plata ársins 2000