1.Wildest Dreams
2.Rainmaker
3.No More Lies
4.Montsegur
5.Dance Of Death
6.Gates Of Tomorrow
7.New Frontier
8.Paschendale
9.Face In The Sand
10.Age Of Innocence
11.Journeyman

Dance Of Death er nýútkomin plata með þeim kumpánum í Maiden. Platan er miklu betur gerð heldur enn Brave New World en er þó aðeins slakari munar nærri engu, veikir blettir hér og þar. Það merkilegasta við plötuna er örugglega það að á þessari plötu er lagið New Frontier. Nú spyrja sig væntanlega nokkrir: “Hvað er svona merkileg vi New Frontier?” Svarið er einfalt. Eftir 20 ár í hljómsveitinni samdi Nicko McBrain sitt fyrsta lag.

Wildest Dreams er fyrsti singullinn á plötunni, flottur opnari en samt hefði mátt leggja aðeins meiri vinnu í það. Það byrjar ekki strax því það heyrist í McBrain “one,two,one…og svo framvegis. Ég er ekki viss um að margir viti um hvað lagið fjalli en margir vilja meina að það fjalli um skilnað Steve Harris. Rainmaker er miklu betra en Wildest Dreams, lagið fjallar um lífið og tilveruna. Sumir vilja meina að regnið sé tákn fyrir allt líf á jörðu.

No More Lies er lag sem hefur sömu uppskrift og mörg önnur Iron Maiden lög byrjar rólega en magnast svo þegar á líður. Lagið fjallar um manneskju sem finnur á sér að tími hans sé þrotum, hann er að fara deyja. Lagið er strax orðið vinsælt á tónleikum. Næsta lag heitir Montségur magnað lag fjallar um “the cathars” og einhverja styrjöld ég veit ekki neitt um það nema að lagið er gott.

Dance Of Death er að margra mati besta lag plötunnar og ég verð að vera sammála, stórkostlegur texti og melódíur. Er eins og No More Lies byrjar rólega en magnast svo þegar á líður. Sagan tekur okkur til Flórída (Everglades). Þetta er að ég held um Voodoo. Gates Of Tomorrow er lélegasta lag disksins. Það fjallar um yfir náttúrulega krafta eða svoleiðis ekkert pælt í textanum.

New Frontier er fínt lag svo sem en það er fyrsta lag Nicko. Lagið er um brjálaðann vísindamann (aka. Frankenstein) og að klóna fólk, já, frekar glatað en allt í lagi. Gítar og trommur og það allt saman er allt á sínum stað og til fyrirmyndar. Næsta lag er um orrustuna í Ypres Belgíu, Paschendale í fyrri heimstyrjöldinni. Lagið er magnað fjallar um þetta blóðbað ðg er að vissu leiti líkt The Aftermath. Allt er til sóma og ekkert hægt að setja út á lagið.

Næsta lag er mjög flott og byrjunin mögnuð, Face In The Sand byrjar á drunga og svo kemur söngur að bestu gerð. Lagið er um hryllinginn sem er í heiminum s.s. 9.11 2001 sem lagið gæti vísað til þar sem lagið vitnar í andlit í sandi (ösku, ryki) og brjálæðinga. Age Of Innocence er pólítíkst lag um hækkandi glaæpa tíðni, þetta lag er óneytanlega skemmtilegt. Ekkert meistarastykki hér á ferð en lagið er gott.
Það er alltaf gaman að sjá rólegu hliðina á Maiden og þeir gera það vel. Lagið Journyman sem fjallar um von og þrá er rólegasta lagið á disknum og er það allt í lagi, lagið er flott. Textinn er skemmtilegur og góður.

Allur hljóðfæra leikur og söngur eru til fyrirmyndar og útsetning plötunnar.

Áður en ég lík þessari yfirferð minni á þessari plötu þá vil ég þá vil ég bara þakka fyrir mig, þetta er búið að vera afskaplega skemmtilegt og ég þakka góðar viðtökur.

9,0 / 10 – Góð og fersk plata hjá Maiden.

Takk kærlega fyrir mig og gleðileg jól.

Invader.