Ég er enginn harður aðdáandi hljómsveitarinnar Metallica þó að hún kæmist á topp 10 hjá mér, ég hef ekki einu sinni hlustað á allar plöturnar af viti. Eftir að St. Anger kom missti ég eiginlega álit á þessari hljómsveit, Re-Load og St. Anger fannst mér hræðilegar plötur en Load átti sín lög, m.a. Until it Sleeps. Þegar að St. Anger kom byrjuðu “skeitararnir” sem höfðu hingað til bara verið í Nirvana og Eminem bolum tekið upp þann sið að niðurlægja þessu frábæru hljómsveit með því að ganga í bolum sem voru með mynd af James aftan á og stóð með stórum stöfum “St. Anger”. Þessi siður þeirra hefur hingað til farið í taugarnar á mér. Ég sá dreng núna um daginn í Metallica bol og það var mynd af Lars Ulrich á honum að slá húðir af fullum krafti, ég spurði þennan dreng “Veistu hver þetta er?”, hann svaraði mér með “trommarinn og söngvarinn í Metallicu”. Mér fannst það bara hlægilegt þegar hann sagði þetta. Vinur hans sem var með honum, nema hann var bara í Iron Maiden bol spurði mig hvað væri uppáhalds lagið mitt með Metallica. Ég hugsaði mig aðeins og sagði Master of Puppets, þessir drengir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað frík og sögðu svo “það er eld gamalt!” Ég spurði þá hvað þeim þætti besta platan með Metallica, þeir sögðu þá “Sjjeijnt Einger”, ég spurði hvaða fleiri plötur með þeim þeir héldu uppá, þeir sögðu “Þarna… S&N platan, eitt gott lag á henni, þarna lagið af næst nýjustu plötunni með Metallicu”. Eftir þetta gekk ég í burtu.
Stuttu seinna rakst ég á þessa sömu drengi, ég þekki þá reyndar ágætlega. Núna voru þeir í Nirvana bol, ég spurði afhverju þeir héldu uppá þessa hljómsveit fyrst hún væri eldgömul. Þeir sögðu að Kurt Cobain væri besti gítarleikari í heimi og að gamalt rokk eins og Nirvana og Iron Maiden væri langbest. Ég hló látt að þessum drengjum og spurði hvað þeir hefðu heyrt með Iron Maiden. Þeir sögðu “tvö lög á nýju plötunni, þarna Deathdance og Run To The Hills og Number of The Beast”. Mér finnst það hlægilegt þegar fólk reynir að halda því fram að þeir séu aðdáendur einhverrar hljómsveitar og vita síðan ekkert um þá og hafa kannski heyrt tvö til þrjú lög með þeim.
Metallica og Iron Maiden eru einar af mínum uppáhalds hljómsveitum og mér finnst það sorglegt að fólk sé að halda því fram að þeir séu aðdáendur og hafa ekki hugmynd um hvað nýjasta platan þeirra heitir. Nirvana finnst mér ömurlegir þannig að þið megið alveg eyðilleggja orðstír þeirrar hljómsveitar.
AlmarD