Mér finnst það sorglegt hvað varð um metallica,
Gamli góði fílingurinn að vera að hlusta á metallica í góðum fíling er núna horfinn.
Hver man ekki eftir að hafa tekið all mörg sóló á loftgítarinn og fengið dágóðan hausverk eftir metallica, gömlu góðu lögin eins og þeir voru þannig að þeir eyddu heilu vikunum í stúdíóinu og lög eins og Nothing Else Matters og Enter Sandman voru með mest pældu lögunum þeirra, þeir eyddu viku eftir viku í að betrum bæta þessi lög og þetta er líka lögin sem stóðu uppúr á sínum tíma.
Nothing Else Matters hafði hjarta það hafði kraftinn og maður lifði sig inní lagið. Þegar meður hlustaði á lagið eða spilaði það á gítar fór maður í vímu.
Alveg sama með Enter Sandman alveg sama hvað maður stóð lengi og glamraði það á gítarinn maður fékk aldrey leið.
Með tilkomu St. Anger þá varð maður að sjálfsögðu spenntur yfir að fá nýjann disk og að fá að heyra lögin aaf honum. Ég hef ekki orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum síðan ég veit ekki hvenar. Metallica aðdáandinn minn dó, hluti af mér dó. Ég get ekki hlustað á metallica lengur því að powerið í kringum þá og hvað þeir voru harðir og flottir er allt saman horfið.
Þeir ætluðu fyrst að gefa út nýjan disk en James sagðist ekki vera í stuði hann var að verða búinn á áfengisdrykkju og ákvað að fara í meðferð, 5 mánuðum seinna þá kom hann, lausir við rifrildi, lausir við áhyggjur og laus við þunglyndi glataði hann hæfileikanum til að semja. Allir hinir voru búnir að bíða alltof lengi eftir að fá að gera disk og þeir voru alltof mikið að flýta sér, lögðu ekki neina vinnu í diskinn. Það eina sem maður heyrir er alltaf sömu riffin og alltaf sama helvítis stillingin á gítarnum, engin fjölbreyttni allt eins, þeir myntu mest á iðnaðarbylgjuna sem er að drepa alla (linkin park, sum 41, blink 182…)
Þegar þeir gera nýjan disk er eins gott að þeir komi með dýndur kraftmikin disk í stíl við gömlu lögin, það er orðið alltof erfitt að finna góða tónlist nú á dögum, eina sem maður hlustar á eru gömlu góðu hljómsveitrnar og metallica voru að skrá sig úr þeim hóp sem gefur manni ennþá minna til að hlusta á.