Ég vill byrja á því að segja að þeir sem að fíla KoRn ekkert mikið, eða hreinlega ekki neitt, að gefa þessari plötu og umsögn smá séns. Það eru margir sem eiga KoRn mikið að þakka fyrir að koma þeim í að hlusta á þungt rokk og metal. KoRn hafa kannski ekki verið að fá bestu umsagnir fyrir síðustu tvær plötur, en hafa þó ekki gefist upp.
Take A Look In The Mirror er mjög frábrugðið því sem KoRn hafa gert áður, mjög stórt skref frá Untouchables. Hún er eins og samanpakkað þungu og melódískri tónlist.
Taka það fram að ég er mikill áðdáðandi KoRn og hef verið það í þó nokkur ár.
1. Right Now: Góð byrjun á diskinum, þungt og gott lag.
2. Break Some Off: Lagið er um það að vera bara á því stigi að manni langar bara að brjálast. Lagið byrjar mjög rólega en eftir mitt lagið er það algjör andstæða þess sem það byrjaði.
3. Counting On Me: Þungt og melódískt, líklega smáskífa í framtíðinni. Lagið er líklega eitt besta lag plötunnar. Flottur söngur og flottar trommur.
4. Here It Comes Again: Persónulega er þetta eitt af mínu uppáhalds lagi á plötunni. Lagið sjálft er tiltölulega rólegt en viðlagið er mjög þungt, mjög flott gítarstef(riff).
5. Deep Inside: Mjög gott lag, bassinn í þessu lagi er hreint út sagt frábær.
6. Did My Time: Þetta lag hafa nú flestir heyrt, var í Tomb Raider: The Cradle Of Life myndinni(samt ekki á disknum sjálfum). Þetta lag var skrifað þegar þeir gerðu Untouchables, og má heyra smá Untouchables áhrif frá því lagi. Lagið er flott og þungt.
7. Everything I´ve Known: Drungaleg byrjun, þungir gítarar, flottur söngur og góður texti. Með betri laga á disknum.
8. Play Me: Rapparinn Nas rappar í þessu lagi. Ég verð nú að segja þegar ég frétti að Nas myndi ,,syngja” eitt lag var ég svolítið neikvæður, en þegar ég heyrði það breytti ég skoðuninni minni. Jonathan segir voða lítið í þessu lagi nema í endanum. Lagið er flott en samt hafði alveg mátt sleppa Nas.
9. Alive: Þetta lag er líklega elsta lag sem KoRn á. Þegar Jonathan var að prufa syngja í fyrsta skipti fyrir hljómsveitina þá söng hann með þessu lagi án þess að vera með texta og kom nánast allur þessi texti frá honum. Það er hægt að ná í gamla lagið á netinu, en því er búinn að vera mikil breyting vegna þess að þeir notuðu part í ,,Need To” á fyrsta disknum. Mjög gott lag er mjög gott, þungt og David að tromma eins og fyrir tíu árum síðan.
10. Let´s Do This Now: Þetta lag er bara snilld. Byrjar á sekkjapípunum, manni líður eins og að vera á skoskum hæðunum. Svo kemur þetta þunga þunga þunga lag. Ég er ekki frá því að segja að þetta er þyngsta lagið sem KoRn hafa gert. Ekki dauður punktur í laginu. Bara toppurinn á disknum. Eins og áður hefur komið fram SNILLD.
11. I´m Done: Með rólegurum lögunum á plötunni, mjög flottur söngur og gott lag.
12. Y´all Want A Single: Mörgum finnst kannski þessi titill skrýtinn, en það útskýrist betur með því að vita hvað það er um. Einn daginn komu menn frá ,,Sony” og sögðu KoRn að þeir þyrftu að skrifa smáskífu eins og ,,Falling Away From Me” og ,,Freak On A Leash”. Þeir horfðu bara á hvorn annan og sögðu ,,Fuck That” og fóru að hlægja. Þess í staði skrifuðu þeir þennan ,,anti-“smáskífu. Byrjar fyndið en er nokkuð gott lag. Mjög þungt og nokkuð grípandi.
13. When Will This End: Annað mjög flott bassalag. Þetta er mjög gott enda lag, eins og á öllum öðrum plötum hjá KoRn er endalagið alltaf gott. Mjög melódískt og þungt lag.
Platan endar svo á One sem KoRn tóku á ,,Mtv: Icon Metallica”. Eins og ég sagði fyrir ofan reynið þið að gefa þessari plötu smá séns og hlusta hlutrænt á hana. Ég fékk gæsahúð með sumum lögum sem er nokkuð gott.
Fyrir stuttu sagði Jonathan í viðtali að á næsta ári ætla þeir að fara í stórt tónleika ferðalag í Bandaríkjunum, eftir það ætla þeir að fara til Ástralíu og Japans. Svo er stórt tónleika ferðalag um Evrópu. Eftir það ætla þeir bara strax aftur í hljóðverið að taka upp nýja plötu sem kemur líklega þá á seinna hluta næsta ári eða byrjun þarnæsta árs.
Ég hvet alla að kaupa þessa plötu í næstu plötubúð.
Takk Fyrir
OrkaX