Ef einhverntíman er góður tími til að fara á tónleika, þá er það í kvöld!
Fréttabréf Harðkjarna eru einugis send út til að minna á eitthvað einstakt og því er tilvalið tækifæri að senda eitt slíkt út núna. Í kvöld eru ótrúlegir tónleikar í Tónabæ. Á þessum tónleikum verða hvorki meira né minna en 6 hljómsveitir að spila. TVÆR erlendar hljómsveitir munu troða upp og báðar frá Boston í Bandaríkjunum, þeim bæ sem hardcore er í blóðinu. Hljómsveitirnar heita Hope Conspiracy og Give Up The Ghost.
Íslensku hljómsveitirnar sem spila í kvöld eru ekki að verri endanum, en þar má nefna Andlát (metal kónga íslands), Dys (alvöru pönk með boðskap), I adapt (Hardcore eins og það gerist best) og Fighting Shit (nýjasta blóðið í senunni, hratt og hrátt core).
Húsið opnar klukkan 18:00 og fer fyrsta band á svið 15 mínútum síðar. Íslensku sveitirnar spila stutt sett og því mikilvægt að mæta snemma til að sjá alla þá snilld sem þessar sveitir hafa upp á að bjóða. Það er ekki oft sem svona góðar hljómsveitir koma til landsins og því er tækifærið einstakt. Þar sem þetta eru tónleikar fyrir alla aldurshópa þá byrja tónleikarnir snemma og enda snemma, Þetta er einnig tilvalið tækifæri til að draga alla vini ykkar með sem eru forvitnir um rokk tónlist, því að eftir þetta verða þeir/þær/þau örugglega sjúk í að mæta á næstu tónleika.
Give up the ghost
Hope Conspiracy
I adapt
Andlát
Dys
Fighting Shit
Tónabær (Safamýri 28, 108 Reykjavík)
1500 kr inn (borgað við innganginn)
Nánari upplýsingar og Kort af svæðinu er að finna á www.dordingull.com/tonleika