Sign Of The Cross
Lord Of The Flies
Man On The Edge
Fortunes Of War
Look For The Truth
The Aftermath
Judgement Of Heaven
Blood On The World\'s Hands
The Edge Of Darkness
2 A.M.
The Unbeliever
Eftir Fear of The Dark túrinn, hætti Bruce Dickenson og Blaze Bayle ráðinn í staðinn. 1995 kom út platan X-Factor. Margir telja þetta vera lélega plötu en mér finnst hún góð. Betri en Fear of the Dark sem hefði orðið meistaraverk ef þeir höfðu sleppt öllum þessum fillerum, haft hana bara stutta. X-Factor er mjög drungaleg plata og hentar röddin í Blaze ágætlega í það. Margir eiga væntanlega eftir að setja út á álit mitt, en mér finnst X-Factor vera góð plata! (Virtual er versta.)
Platan byrjar á 11 mínútna epík, Sign Of The Cross, fjallar um sjö menn sem eru pyntir á krossi. Lagið hefur örugglega eina mögnuðustu byrjun í Maiden lagi fyrr og síðar. En lagið byrjar á rólegum Gregorískum “chant” en byggir upp hraðan og drungann um leið. Þegar maður er búin að jafna sig eftir Sign of The Cross kemur gott lag en það heitir Lord Of The Flies. Lagið er byggt á sögu William Golding. Sagan fjallar um skólastráka sem festast á eyju.
Næsta lag er fyrsta “flopp” plötunnar að mínu mati, lagið er Man On The Edge sem er byggt á kvikmynd sem heitir Falling Down. Lagið er um mann sem “snappar”. Annað stríðs lag, og það fjandi gott. Fortunes War fjallar um hermann sem er nýkominn heim úr stríði, hann upplifir martraðir, slæmar minningar. Næsta lag byrjar á akústik gítar og hægum söng. Þetta er lagið Look For The Truth.
Það fjallar um að sigrast á hræðslu. The Aftermath er líka stríðslag, flott og þungt lag.
Judgement of Heaven er önnur snilld, lagið fjalar um hinar óteljandi spurningar um tilveru mannsins (eða einhvernvegin á þann veg). Lagið er magnað tónlistar og textalega séð. Blood on the World’s Hands er annað gott lag ekki eins got og JOH, en gott engu að síður. Lagið segir frá grimmdinni í heiminum. Textinn er keimlíkur textanum í Public Enema Number One.
Mér finnast síðustu þrjú lögin vera ekkert sérstök, Edge of Darkness er byggt á Apocalypse Now. Sagan segir frá manni sem festist í frumskógi. Drungalegt lag. 2.AM er bara nokkuð grípandi lag, fjallar um ekkert?? En textinn finnst mér bara vera út úr belju. Ég hef ekki ennþá heillast af The Unbeliever, mér þykir það leiðinlegt.
Plata þessi er góð! Eins og fyrr segir hefur hún fengið vægast sagt harðar gagnrýni, en sannleikurinn er sá að allt er til fyrirmyndar, þó svo að söngur Blaze´s passi ekki alveg inn í Maiden þá stendur hans sig frábærlega sem og aðrir.
8,8 – Plata sem þarfnast hlustunar og það oftar en einu sinni!