Fréttir herma að hljómsveitirnar Freak Kitchen og Týr muni koma saman og halda smá tónleikaröð hér á landi.
Tónleikarnir munu vera þrír talsins.
21. Nóv á Grand rokk.
Aldurstakmark mun vera 20 ára.
Bjór og geðveik tónlist getur ekki beðið um meira!
heyrst hefur að Dark Harvest muni hita upp fyrir böndin en ekkert er staðfest með upphitunarbönd.
22. Nóv Hvíta Húsið Selfossi
Aldurstakmark 18 ára
Veit ekki hvert upphitunarbandið er. En ég hef heyrt eitt nafn sem hljómar frekar vel.
23. Nóv Tjarnarbíó
Aldurstakmark EKKERT!
Frábært tónlist og endalaus gleði.
Hef heyrt að Brothers Majere þó ekkert sé staðfest
Þeir sem lítið vita um þessi bönd þá hef ég litla þekkingu á þeim. Get þó sagt með fullri vissu að Öll þessi bönd eru EÐALL!
Freak kitchen er sænskt band sem inniheldur snillinga. Bandið er frekar súrealískt (fyrir þá sem ekki fatta það þá þýðir það eiginlega hehe Not normal en jæja) Hafa gefið út 5 diska, Hver öðrum betri. Ég efast ekki um að þið hafið heyrt í þessu bandi, allavega heyrt um það ef þið hafið verið að lesa greinar hérna. Þorsteinn (thorok) sendi inn grein um daginn um þetta frábæra band. Allavega þá er ég ekki að getað slitið mig frá þessum lögum sem ég hef nælt mér í. Tónlistarstefnuna sem þeir spila er erfitt að skilgreina fynnst mér (enda er ég engöngu að tala um hvað mér fynnst um þetta band) ég myndi flokka þetta undir eitthverskonar Progressive súrt metal, En lögin eru öll frábrugðin hverju öðru. Reyndar sum svo frábrugðin að ég var varla að trúa að þetta væri sama hljómsveit og lagið á undan var. Þetta er kanski ekki það þyngsta sem þið heyrið. og ekki það hetjulegasta en þetta er samtsem áður frábært gítarrokk. gítarleikarar, og tónlistaráhugamenn ættu allvega að fýla þetta band í botn.
Týr er band sem fleiri ættu að þekkja, þó svo að ofannefnt band sé kanski aðeins frægara úti, þá held ég að Týr eigi vinninginn í frægð á Íslandi. Þetta er svona Viking inspired folk metall, Minnir mig oftast á Einherjer (norskt band sem spilar svipaða tónlist). Allavega þetta er hetjuband, og helvíti gott sem slíkt. Veit um fá bönd sem fá mig í jafn góðan fýling yfir bjórnum.
Allavega færeyskt band, mjög gott, og grípandi metall sem þeir spila.
Einnig mun Gítarleikari bandsins Freak Kitchen halda sýnikennslu í gítarleik í FÍH.
Tónleikahaldarinn er Þorsteinn (thorok) Sami maður og kom með Mastodon (einir bestu tónleikar sem ég hef farið á) og Evergrey.
Þetta er gaur með viti. Og ég efast ekki um að hann sendi meira info um tónleikana von bráðar.
Allavega er þetta það sem ég hef frétt.
Með von um að þið mætið, því annars, efast ég um að þið séuð metalhausar.
Hjalti