Á einhvern einkennilegan máta gæti ég ímyndað mér það að sú hljómsveit sem ég er mest spenntur fyrir að spila á þessari hátíð (af þeim sem eru tíundaðar hér að ofan), þá yrði ég að nefna After Forever.
Fyrir þá sem ekki vita hvaða hljómsveit það er, þá get ég sagt þér að þetta eru sannkallaðir undratónlistarmenn frá Hollandi. Meðalaldurinn í sveitinni er eitthvað um 21 ár, þau eru 6 í sveitinni, tromma, gítar, gítar, bassi, hljómborð og söngur. Þetta er nú e.t.v. svolítið týpisk uppstilling, en þó ekki alveg því söngvarinn er kvenkyns, stúlka að nafni Floor Jansen og er hún einnig sopran söngmenntuð (og aðeins 20). Gítarleikararnir báðir syngja einnig, nema bara hvað þeir syngja í dauðarokksstílnum (Annar með Screams og hinn með Grunts).
Þetta er svolítið skemmtileg blanda af tónlist, enda hefur hún verið kölluð “Beauty and the Beast Metal”, þar sem hin undurfallega og tæra kvenmannsrödd Floor tekst á við hinar grófu og “ljótu” raddir strákanna tveggja.
Ef þið haldið að þetta sé eitthvað píkupopp, þá er engin ástæða til þess að örvænta því tónlisten er á köflum mjög black metal skotin. Sem sagt rómantískt Black Metal!
Auk alls þessa notar hljómsveitin einnig 4 manna klassískan kór (Bassa, tenór, Alt og Sopran) til að bakka sig upp og til þess að kórona allt er diskurinn alveg snilldarlega vel produceraður. Prófiði bara að spila þennan HÁTT í græjunum!
En, orð segja ekkert þegar hægt er að nálgast tónlistina, svo ég býð ykkur að nálgast 3 tóndæmi á síðunni minni:
http://kom.auc.dk/~thok/After_Forever-Prison_of_DesireGaman væri að heyra einhver viðbrögð…
Kveðja,
Þorsteinn