Death -  Sound of Perseverance Það er alltaf sorglegt þegar góðir listamenn falla frá. Sérstaklega þegar í mörgum tilfellum er þeirra minnst fyrir þeirra síðasta verk. Til dæmis er mjög sorglegt að hinn ágæti leikari Raul Julia skyldi hafa leikið í “Street Fighter” sem sinni síðustu mynd *hrollur*.

Þessvegna er ég guðslofandi fegin að Chuck skyldi hafa gefið okkur þetta stórkostlega symphóniska meistaraverk sem “Sound of Perseverance” er. Platan er mjög þung, og tók það mig marga daga með samfelldri hlustun að komast inn í hana, en hafði heldur betur erindi sem erfiði.

Hérna er hann kominn með nánast óþekkta menn í öll hlutverk, ekki veit ég hvar maðurinn grefur upp þessa snillinga en guð minn góður, þvílíkt line up maður…..

Credit Listi:

Jim Morris: Producer, Engineer, Mastering, Mixing
Chuck Schuldiner: Guitar, Vocals, Producer
Gabe Mera: Art Direction, Design
Alex McKnight: Photography
Travis Smith: Artwork
Shannon Hamm: Guitar
Scott Clendenin: Bass
Richard Christy: Drums

Til að byrja með var ég frekar ósáttur við sönginn hjá Chuck, fannst hann leiðinlega skrækur en með frekari hlustun þá fór ég að venjast honum og sætta mig við hann, það var ekki fyrr en ég setti “Human” og “individual…..” aftur á fóninn að ég tók eftir því að það hefði verið betra ef hann hefði sungið eins og á þeim plötum, eini mínus plötunar IMO.

Gítarleikur þeirra Chuck og Shannon er stórkostlegur, þvílík melódísk súpa og hraða skiptingar hafa bara sjaldan heyrst. Loksins gerði hann svo rólegt melódískt lag “Voice of the Soul” sem er alveg meiriháttar og gott að hann skuli ekki hafa eyðilagt það með því að nota það bara sem intro í eitthvað annað eins og oft áður.

Bassaleikurinn er óaðfinnanlegur og rosalega skemtilegur. Mjög gaman er að heyra hvernig þeir vinna saman trommarinn og bassaleikarinn með því að koma með millikafla inn í lögin sem eru mjög súr við fyrstu hlustun en verða svo stórkostleg þegar maður fer að hlusta betur.

Trommuleikur Richard Christy er rosalegur, ég hélt að Gene Hoglan væri sá besti, en Richard gefur honum sko ekkert eftir, eiginlega skemtilegri ef eitthvað er. Mikið er um “china” og “splash” hljóð hjá honum í staðinn fyrir “ride” skreytingarnar hjá Gene og það er bara stórkostlegt. Hraðinn er rosalegur og nákvæmnin ótrúleg.

Track Listi:

1.Scavenger of Human Sorrow (Schuldiner) - 6:54
2.Bite the Pain (Schuldiner) - 4:29
3.Spirit Crusher (Schuldiner) - 6:44
4.Story to Tell (Schuldiner) - 6:34
5.Flesh and the Power It Holds (Schuldiner) - 8:25
6.Voice of the Soul (Schuldiner) - 3:42
7.To Forgive Is to Suffer (Schuldiner) - 5:55
8.A Moment of Clarity (Schuldiner) - 7:22
9.Painkiller (Downing/Halford/Tipton) - 6:03


Fyrsta lagið kýlir mann strax í magann og er söngurinn hjá Chuck eins og einhverskonar ógeðslegt skrímsli með skræka rödd, minnir á Nazgúlana í LOTR. Ekkert lag á plötunni er leiðinlegt, en lögin “Spirit Chrusher”, Flesh and the Power it Holds“ eru að IMO epísk stórverk. Ég er farinn að standa mig að því að hækka alltaf vel í græjunum þegar viðlagið í ”Spirit Crusher“ byrjar, meiriháttar.

Svo er það meistaraverkið sjálft, cover útgáfan af gamla Judas Priest laginu ”Painkiller“. Guð minn góður, að heyra þegar Chuck byrjar að garga með óperutilþrifum en samt með svona creepy röddu er bara eitt það magnaðasta sem ég hef heyrt. Svo er rjóminn á ísnum sólóin sem eru beint úr smiðju Chuck.

Þessi plata er epískt stórverk. Það er enginn spurning. Ef ég hefði ekki hlustað á ”Human“ og ”individual…..“ eftir að hafa hlustað á þessa þá hefði ég gefið henni ***** en því miður þá finnst mér að hann hefði átt að syngja eins á ”Sound of…", það dregur plötuna niður um 1/2 stjörnu.

Ég gef henni ****1/2 af *****

Ég mæli hiklaust með þessari plötu, þó að hún sé töluvert þyngri en hinar og ekki beint plata sem amateur rokkari gæti hlustað á í fyrsta skipti, þá venst hún merkilega fljótt og verður að ómissandi plötu í safni hins sanna dauðarokkara.

Ég vona að þið hafið haft gaman af þessum skrifum mínum um stórsveitina Death.

Takk fyrir.
ibbets úber alles!!!