Caught Somewhere In Time
Wasted Years
Sea Of Madness
Heaven Can Wait
The Loneliness Of The Long Distance Runner
Stranger In A Strange Land
Deja-Vu
Alexander The Great

Eftir að Powerslave var gefin út var það orðið nokkuð ljóst að Iron Maiden voru orðnir guðir í rokkheiminum. Powerslave fékk góðar viðtökur, eins og TNOTB og POM. Væntanlega hefur Maiden piltum fundist það erfitt að gefa út aðra plötu á þeim mælikvarða, miðað við mínar hlustanir á Somewhere In Time mundi ég segja að þeim hafði tekist það.

Það fyrsta sem maður tekur eftir í fyrsta laginu sem heitir Caught Somewhere In Time er gítarinn. Flott gítar intro einkennir lagið. Það fjallar um mann sem ólmur vill selja sál sína. Söngurinn hjá Bruce finnst mér vera svolítið skrýtinn, ekki eins og á öðrum plötum og öðrum lögum á plötunni.
Lagið Wasted Years er örugglega með betri lögum sem Maiden hafa samið.Lagið einkennist af flottu gítarbyrjun af hætti Adrian Smith, flottu viðlagi og síðast en ekki síst mögnuðu sólóum. Margir telja þetta lag vera með bestu lögum Maiden.

Sea of Madness er skrýtið lag, svolítill sálfræði keimur á því. Lagið fjallar um mann sem mjakast hægt inn í geðveikina. Lagið byrjar óljóst og jafnvel leiðinlegt en flott sóló og grípandi viðlag bjarga laginu algjörlega. Byrjar leiðinlega og endar stórkostlega. Lagið Heaven Can Wait fjallar um dauðann, þó ekki um það að deyja heldur að deyja næstum því. Lagið fjallar um mann sem er að dauða kominn en deyr ekki. Alveg fínasta lag en þeir hefðu getað gert miklu betur.

The Loneliness Of The Long Distance Runner er leiðinlegasta lag plötunnar, þar að auki er titillinn allt of langur sjö orð. Lagið er um ungann mann sem dreymir um að vinna kapphlaup, lagið er byggt á samnefndri sögu eftir Alan Sillitoe, sagan var síðar kvikmynduð. Lagið á þó sína spretti, það er mjög góður hljóðfæraleikur sem ég get hrósað laginu fyrir.

Stranger In A Strangeland er magnað lag. Lagið er um mann sem fastur er á Norðurpólnum. Lík hans finnst nokkrum árum seinna. Það má til gamans geta að lagið er hálfpartinn byggt á sönnum atburðum. Adrian (sem samdi lagið) talaði við mann sem lifði af svipaðan atburð. Bruce fær hrós frá mér fyrir söng sinn í laginu. Gítarleikur er einnig til fyrirmyndar eins og allt annað við þetta lag. Lagið byrjar á bassaleik og drumbuslætti.

Eins og nafnið bendir til fjallar Deja Vu um Deja Vu en það er hlutur þar sem maður upplifir sama hlutinn við sömu aðstæðum. Það er svolítið erfitt að útskýra þetta. En lagið er fínt, samt finnst grípandi viðlag vera bjargvættur lagsins.
Alexander mikla þarf varla að kynna. Önnur söguleg epík hjá Maiden.
Alexander hernaðar snillingur sem sigraði keisaraveldið Persía og hann tapaði ekki tapaði ekki orrustu. Kannski mætti minnast á að hann var barnaperri en það er allt annar handleggur. Lagið er ævisaga hans í mjög stuttu máli. Frá fæðingu til dauða.
Byrjun lagsins er skemmtileg, Maiden mönnum finnst gaman að koma með intro þar sem einhver er að tala. Maiden hafa aldrei tekið þetta lag live, ég veit ekki afhverju.
Þetta lag á heima í sama flokki og To Tame A Land og Rime Of The Ancient Mariner.

Þessi plata er algjör snilld, þó svo að hún fái stundum lélega dóma eru margir sammála um að hér er á ferðinni góð plata sem ætti að hljóta meiri virðingu.

9,0/10 — Góð og þétt plata!

Kveðja Invader.