Það er alltaf leiðinlegt þegar hljómsveitir sem hafa gert margar stórgóðar plötur, fara að sigla einhvern meðalveg. Sem dæmi má nefna massana í Metallica, með svörtu plötu sinni höfðu þeir greinilega gefið skít í alla hugsjón sem hafði legið að baki og farnir að einbeita sér að því að verða gamlir.
Svipað má segja með “Symbolic”. Það mætti halda að það hefði eitthvað gengið á hjá Chuck því það virðist sem hann hafi ekki haft mikinn metnað í sér eins og á fyrri plötum. Lögin eru þreytt og virðast aldrei ná sér á neitt flug og söngurinn er IMO afleitur frá því sem var.
Hann er aftur búinn að skipta út meðlimum, nema á trommurnar enda Gene Hoglan einhver sá alfærasti í bransanum.
Credit Listi:
George Marino - Mastering
Jim Morris - Producer, Engineer
Chuck Schuldiner - Guitar, Vocals, Producer
Gene Hoglan - Drums
Patricia Mooney - Design
Bobby Koeldle - Guitar
Kelly Conlon - Bass
Sem fyrr segir þá er ekkert nýtt á þessari plötu. Hún er samt alls ekkert léleg sem slík.
Gítarleikur Chuck og Bobby Koeldle er frekar klisjukenndur og þreytandi. Mikið er um octave gítarleik og “pinched harmony” nótur sem IMO verða bara þreytandi til lengdar, spurning hvort þeir hafi verið að reyna að líkjast Dimebag Darrel í Pantera en skotið framhjá. Sólógítarleikurinn hljómar eins og misheppnuð tilraun til að líkjast Marty Friedman í Megadeth.
Bassaleikur Kelly Conlon er langt frá því framúrstefnulegur og passar þessvegna ágætlega við plötuna í heild sinni, þess má til gamans geta að hann fór svo að spila með Monstrosity seinna meir og heppnaðist það betur þar IMO.
Gene Hoglan gengur frá trommunum sem fyrr en nær aldrei að komast á jafn skemmtilegt flot eins og á “Individual Thought Patterns”. Með miklum skreytingum og skrýtnum töktum sínum þá sannar hann að hann er enginn bjáni hvað takta varðar en lögin eru einfaldlega ekki nógu skemmtileg til að hann njóti sín almennilega.
Söngur Chuck er afleitur IMO, leiðinlega skrækur og verður þreytandi til lengdar.
Track Listi:
1. Symbolic (Schuldiner) - 6:33
2. Zero Tolerance (Schuldiner) - 4:48
3. Empty Words (Schuldiner) - 6:22
4. Sacred Serenity (Schuldiner) - 4:27
5. 1000 Eyes (Schuldiner) - 4:28
6. Without Judgement (Schuldiner) - 5:28
7. Crystal Mountain (Schuldiner) - 5:07
8. Misanthrope (Schuldiner) - 5:03
9. Perennial Quest (Schuldiner) - 8:21
Ekkert lag er áberandi betra en annað. Öll hlóma þau svipað og ná sér aldrei á neitt strik. Ég held að Chuck hafi vitað að þetta væri bara lala verkefni því textarnir eru allir frekar þungir og daprir og ættu eiginlega heima frekar í ljóðabók, því þeir eru alls ekki slæmir.
Þessi plata er svona alltílæ verk, það er ekkert nýtt að gerast þarna og hún venst ágætlega en verðu seint að teljast til einhvers sem maður ætti að mæla með, það er kanski að hörðustu aðdáendur þeirra fíli hana, en ekki ég allavega.
Ég gef henni ** af ***** og efast ég ekkert um að einhverjir mótmæli því en það verður að segja eins og er.
Þessi plata siglir hinn margsiglda sjó meðalmennskunar.
ibbets úber alles!!!