Eitthvað hefur Chuck verið ósáttur við “Human” því hér er hann aftur búinn að skipta um menn í öllum hlutverkum nema á bassanum.
Credit Listi:
Scott Burns - Producer, Engineer
Chuck Schuldiner - Guitar, Vocals, Producer
Gene Hoglan - Drums
Andy LaRocque - Guitar
Steve Digiorgio - Bass
Alveg eins og á “Human” þá heyrir maður strax í fyrsta laginu “Overactive Imagination” hvað er öðruvísi, Gene Hoglan lemur húðirnar eins og það sé hans síðasta verk. Þvílíkur hraði og þvílík nákvæmni hefur bara aldrei heyrst. Maðurinn er jafnvígur á bassapedalana og kjuðana og skreytir hann lögin með allskonar glingri og glangri í ride cymbalanum og hvet ég fólk til að taka eftir því sérstaklega í hinu stórmagnaða lagi “The Philosopher”.
Steve DiGiorgio spilar á bandalausann bassa og það gefur plötunni ótrúlega skemtilegann hljóm. Hann spilar flóknar og fallegar arpegiur og verð ég að segja að það er akkúrat sykurinn í kaffið (þó að margir vilji það sykurlaust). Ég held, án þess að fullyrða það, að þetta sé með þeim fyrstu skipti sem spilað er á bandalausann bassa í dauðarokki og verð ég að viðurkenna að það er stórkostlegt. Hvet ég fólk til að taka eftir þessu í lögunum “In Human Form” og hinu stórgóða lagi “The Philosopher”.
Gítarleikur Chuck og fyrrum King Daimond gítarsénísins Andy LaRocque er mjög sérstakur. Sem fyrr þá er Chuck að xperimenta og tekst honum það mjög vel til. Riffin eru flókin og alls ekki alltaf power chordar eins og þekkist venjulega í dauðarokki, heldur mikið um dobblaðann sólógítarleik og heppnast það mjög vel í alla staði.
Það fer ekki á milli mála að Chuck hefur aðeins leitað út fyrir bandið til að þróa söng sinn. Dettur mér þá helst í hug John Tardy í Obituary. Hann er hættur að rymja skýrt eins og á fyrri plötum og farinn að æla orðunum útúr sér. Það heppnast mjög vel og passar vel við textana, sem eru mjög djúpir. Spurning hvort Chuck hafi verið farinn að fikta í einhverjum af “natures goodies”..:)
Track Listi:
1. Overactive Imagination (Schuldiner) - 3:28
2. In Human Form (Schuldiner) - 3:55
3. Jealousy (Schuldiner) - 3:39
4. Trapped in a Corner (Schuldiner) - 4:11
5. Nothing Is Everything (Schuldiner) - 3:16
6. Mentally Blind (Schuldiner) - 4:45
7. Individual Thought Patterns (Schuldiner) - 4:00
8. Destiny (Schuldiner) - 4:04
9. Out of Touch (Schuldiner) - 4:19
10. The Philosopher (Schuldiner) - 4:10
Lögin eru öll vel samin og gerð. Hljóðfæraleikur til fyrirmyndar og söngur passar mjög vel við andann sem liggur yfir plötunni.
Introinu í “Destiny” hefði hann reyndar mátt sleppa, eða gera lag úr því, falleg gítarmelódía sem skiptist yfir í þungt rokk og á enga samleið með introinu IMO. “The Philosopher” og “Individual Thought Patterns” ásamt “In Human Form” eru IOM bestu lög plötunar þó að hin komi ekki langt á eftir.
Þessi plata verður að teljast til stórverks í dauðarokkinu. Þarna er Chuck búinn að þróa sándið hjá sér mjög vel og kominn yfir það stig að vera að þróa tónlistina og farinn að skapa hana.
Ég gef henni **** af *****
Þessi plata á að vera til á öllum betri dauðarokksheimilum.
ibbets úber alles!!!