Aces High
2 Minutes To Midnight
Losfer Words (Big 'Orra)
Flash Of The Blade
The Duellists
Back In The Village
Powerslave
Rime Of The Ancient Mariner
Þriðji september 1984 er merkilegur dagur, á þeim degi var Powerslave gefin út. Þessi plata er ein sú hraðasta sem Maiden hefur gefið út. Af því að þetta er Maiden þá er hljóðfæraleikurinn til fyrirmyndar eins og venjulega. Þessi plata er líka fyrsta plata Maiden án mannabreytinga.
Platan byrjar á hinu magnaða og hraða lagi Aces High. Þetta lag er stríðslag eitt af mörgum sem Maiden hafa gert fræg. Það fjallar um Orrustuna um Bretland sem stóð frá 10 júlí til 31 október 1940. Fyrstu tvö lög plötunnar vitna í stríð, 2 Minutes To Midnight fjallar reyndar ekki um stríð, það fjallar um dómsdag, ég er ekki alveg með þetta á hreinu en þetta lag á að gerast um 1950-1953 þegar Sovétmenn fundu upp kjarnorkusprengjuna.
Iron Maiden hafa gefið fjögur instrumental lög, á þessari plötu er lagið Losfer Words ( Big´Orra), þetta lag er ekki eins gott og fyrstu þrjú. Ég fatta ekki alveg titil lagsins, en ég las einhversstaðar að það gæti verið Lost For Words (Big Horror) eða á íslensku Týndi orðunum (Mikil hörmung).
Lagið Flash of Blade er samið af Bruce Dickinson, kemur ekki á óvart þar sem lagið fjallar um skylmingar og hann er þjálfari í skylmingum. Lagið fjallar um strák sem vill hefna fyrir fjölskyldu sína þar sem hún var drepin. Það er svo lítið merkilegt við þessa plötu að það eru tvö skylminga lög á henni. Lagið Duellists er líka skylminga lag, lagið byggist á bókinni The Duel sem samin var af Joseph Conrad.
Lagið Back In The Village og The Prisoner eiga það sameiginlegt að þau gerast á sama stað, sjónvarpsþættirnir The Prisoner gerðust í þessu þorpi sem lagið Back In The Village fjallar um. Þetta þorp er merkilega nokk til það heitir Portmeirion og er í Norður Wales.
Powerslave er eins og nafnið bendir til titillag plötunnar, það fjallar um dauðvona Egypskan faraó, því miður veit ég ekki mikið annað um þetta lag, ef það eru einhverjir þarna úti sem vita eitthvað meira um þetta mega endilega koma því á framfæri.
Þá er það bara síðasta lagið eftir en það er hin 13 mínútna langa epík Rime Of The Ancient Mariner, lengst lag Maiden. Það er til ljóð sem heitir þessu nafni, það er eftir Samuel Taylor Coleridge (1772-1834). Í laginu má finna erindi úr ljóðinu. Ég ætla ekki að setja hér upp ljóðið, en ég get alveg gert það einhvern tímann. Ég á þessa ljóða bók og er hún 77 blaðsíður og 50 af þeim er ljóðið, sirka tvö erindi á blaðsíðu.
Ég ætla núna að snúa mér að öðrum efnum. Platan er í heildina litið algjört meistara verk sem svíkur engan.
Einkunn: 9,5/10