1. Where Eagles Dare (Harris)
2. Revelations (Dickinson)
3. Flight of Icarus (Smith/Dickinson)
4. Die With Your Boots On (Smith/Dickinson/Harris)
5. The Trooper (Harris)
6. Still Life (Murray/Harris)
7. Quest For Fire (Harris)
8. Sun And Steel (Dickinson/Smith)
9. To Tame A Land (Harris)

Tæplega eitt ár er liðið síðan The Number of the Beast kom út, Piece of Mind er á leiðinni á markað.
Iron Maiden höfðu klárað væntanlega það erfiðasta verkefni sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur að fylgja eftir Beast með góðri plötu. Þeim tókst það svo sannarlega.
Enn einar manna breytingar höfðu átt sér stað, Clive Burr hætti vegna MS sjúkdóms.
En alltaf kemur maður í manns stað. Nicko McBrian var ráðinn.

En hvernig sem því líður, þá ætla ég að vinda mér í plötuna:

Platan byrjar á trommum í laginu Where Eagles Dare.
Lagið er byggt á samnefndri skáldsögu Alistair Maclean sem seinna var gerð kvikmynd eftir með þeim kumpánum Clint Eastwood og Richard Burton.
En þetta lag hefur og verður alltaf Maiden klassík.
Talandi um klassík, þá er nú næsta lag ekki síðra.
Lagið Revelations er talið af mörgum vera eitt besta lag sem Maiden hafa gefið frá sér. Það er því miður hægt að segja lítið um lagið.
En í laginu er að finna vers úr ljóði G. K. Chesterton:

The light of the Blind - you\\\'ll see
The venom that tears my spine,
The Eyes of the Nile are opening – you\\\'ll see

Á þessari plötu er að finna glás af klössum, Flight of Icarus getur talist eitt af þeim.
Flight of Icarus fjallar um forna Gríska goðsögn, Deadalus konug af Minos.
Hann og sonur hans Icarus hönnuðu vængi sem festir voru á líkamann með vaxi.
Icarus flaug of nálægt sólu, skiljanlega þá bráðnuðu vængir hans og hann féll til jarðar og dó.

Það hefur ekki verið skrifað mikið um Die With Your Boots On og ætla ég ekki að breyta því neitt, þetta er svona lag sem erfitt er að skrifa um. Allavega þá er í einu erindi lagsins er nefndur Frakki. Þarna gæti verið að tala um Nostradamus.
Lagið The Trooper er örugglega það vinsælasta og mest spilaða Iron Maiden lag, þetta er í sama flokki og Run To The Hills, flestir vita hvaða lag þetta er. Það fjallar um Stríði sem Rússar og Bretar börðust í, orrustunni á Krímskaga.

Næsta lag heyrir maður á hverri Iron Maiden plötu, bara ekki alveg eins texti og hljóðfæraleikur, það byrjar rólega en fer eftir smátíma á rosalegt tempo.
Þetta lag heitir Still Life, ég veit ekkert um það nema að Steve Harris sagði að lag þetta fjallaði um hræðsluna við að drukkna.
Lagið Quest of Fire er byggt á samnefndri kvikmynd leikstjórans Jean-Jacques Annaud. Lag þetta fjallar um ættbálka á fornöld sem eiga í vandræðum að kveikja eld.
Margir telja þetta lag vera það versta á plötu þessari, ég held að það sé rétt.

Alltaf á eftir slöku lagi kemur bjargvættur og í þessu tilfelli er það Sun and Steel. Það fjallar um að ég held samúræjan Miyamoto Musashi.
Síðustu lögin finnst mér oft vera góð og það á vel við hér, lagið To Tame A Land er byggt á bókinni The Dune eftir Frank Herbert. Lagið hét upphaflega The Dune, þeir þurftu að breyta því vegna þess að Frank vildi það ekki.
En þetta lag á svo sannarleg heima í sama flokki og lög á borð við Rime of the Ancient Mariner, Phantom of the Opera og Alexander The Great.

Snúum okkur nú að söng og hljóðfæraleik plötunnar.
Röddin í Bruce hefur aldrei verið eins góð og á þessum tíma, í sumum lögum nær virkilega háum tón og einnig virkilega lágum tón.
Gítarleikur þeirra kumpána Dave og Adrian er eins og við má búast til fyrirmyndar.
Sömu sögu má segja um bassaleik Steve Harris.
Ekki má gleyma honum Nicko, virkilega góður trommuleikur hjá honum.
Umfram allt góð og traust plata.
Skyldueign.

10/10


Virðingarfyllst invader.