Death - Spiritual Healing Með tilkomu “Spiritual Healing” árið 1990 þá var greinilegt að Chuck Shuldiner meinti það sem hann var að gera.

Þarna var hann farinn að xperimenta allrækilega og kanski fullmikið ef út í það er farið. Öll platan er flókin, hvort sem er hljóðfæraleikur eða textasmíði, kanski fullflókin, því hún nær aldrei að hitta naglann á höfuðið ef svo má að orði komast.

Þarna var hann búin að skipta Rick Ross út fyrir James Murphy á gítarinn. James þessi Murphy hefur unnið með ekki minni mönnum en Obituary og Testament, sem sýnir það að hann er enginn lúði (þó að hann mætti gera eitthvað með þetta yfirvaraskegg OMG!!)

Credit Listi:

Death - Arranger, Group, Producer, Engineer, Mixing
Bill Andrews - Drums
Scott Burns - Producer, Engineer, Mixing
Terry Butler - Bass
James Murphy - Guitar
Chuck Schuldiner - Guitar, Vocals
Jim Welch - Label Coordination
David Bett - Art Direction
Brian Freeman - Design
Mike Gowan - Assistant Engineer, Mixing Assistant
J.J. Hollis - Photography
Edward Repka - Artwork, Cover Design
John Cervini - Assistant Engineer, Mixing Assistant


Eins og sést á credit listanum eru fullmargir sem koma við gerð plötunar, og sést það eiginlega best á útkomunni. Platan er IMO ílla pródúseruð og sándið á henni frekar asnalegt, þó að menn vilji meina að þessi plata hafi haft meiriháttar áhrif á grindcore stefnuna sem tröllreið svo öllu.

Textarnir á plötunni eru mjög myrkir, drungalegir og láta manni líða frekar ílla ef maður fer að spá í þá. Þeir eru pólitískir og svartsýnir og gefur hann falsspámönnum og vísindamönnum langt nef og segir þeim syndana til.

Það er engu líkara en að Chuck hafi sent Bill Andrews á trommunámskeið, því trommurnar á þessari plötu er allt öðru vísi en á hinum, takturinn er furðulegur og kanski ágætis tilraun um það sem seinna skyldi koma til en nær því miður ekki að skila sínu, Bill er einfaldlega ekki nógu fær.

Greinilegt er að Chuck var búinn að uppgvötva effecta og söngkerfi á þessari plötu. Mikið er um reverb og flanger omfl bæði í söng og gítarsándi. En því miður er það ekki nóg til að bjarga plötunni.

Track Listi:

1. Living Monstrosity (Schuldiner) - 5:08
2. Altering the Future (Butler/Schuldiner) - 5:34
3. Defensive Personalities (Butler/Schuldiner) - 4:45
4. Within the Mind (Murphy/Schuldiner) - 5:34
5. Spiritual Healing (Schuldiner) - 7:44
6. Low Life (Butler/Murphy/Schuldiner) - 5:23
7. Genetic Reconstruction (Butler/Murphy/Schuldiner) - 4:52
8. Killing Spree (Murphy/Schuldiner) - 4:16


Lögin eru sem fyrr segir flókin og frekar ílla útsett. Mjög fá lögin grípa mann né verða neitt mikið betri við meiri hlustun, og kenni ég hljóðútsetningu um það. Nema með titil laginu “spiritual Healing” sem verður að segjast besta lag plötunar, byrjunar sólóið grípur mann strax og vonast maður eftir einhvejru hefi dæmi, en veðrur svo fyrir hálfgerðum vonbrigðum með restina af laginu.

Þó svo að þessi plata hafi alltaf verið hálfpartinn í uppáhaldi hjá mér þegar ég var krakki þá einhvernveginn finnst mér hún hálf sloj í dag. Það sem mér helst dettur í hug er að líkja henni saman við “….And Justice For All” plötu Metallica manna, því báðar eru ágætis plötur en hrikaleg ílla útsettar hvað varðar sánd.

Ég gef henni ** af *****

Ágætis tilraun en því miður skot í stöng og útaf.

Því miður…..
ibbets úber alles!!!