1. Invaders (Harris)
2. Children Of The Damned (Harris)
3. The Prisoner (Harris/Smith)
4. 22 Acacia Avenue (Harris/Smith)
5. The Number Of The Beast (Harris)
6. Run To The Hills (Harris)
7. Gangland (Smith/Burr)
8. Total Eclipse (Harris/Murray/Burr)
9. Hallowed Be Thy Name (Harris)


The Number of the Beast var tímamóta plata fyrir Iron Maiden, Paul Di’Anno var rekinn og var þá Bruce Dickinson fengin í staðinn, eftir að hann kom færðist Iron Maiden upp á stjörnu himininn.

Árið er 1982 og Iron Maiden búnir að gefa út sína þriðju breiðskífu The Number of the Beast. Platan er af mörgum talin ein besta rokkplata sem gefin hefur verið út og er Það ekki nema von með lög eins og The Prisoner sem byrjar á svo virkilaga skemmtilegri ræðu Patrick´s McGoohan: “I´m not a number i´m a free man!” úr samnefndum sjónvarps þáttum sem vinsælir voru um 1960. 22 Acacia Avenue sem fjallar einmitt um gleðikonuna Charlotte úr “Charlotte the Harlot” laginu á fyrsta disknum. Titillagið The Number of the Beast sem er eins og The Prisoner með skemmtilegri byrjun en það er tilvitnun í Opinberunarbókina. Þessi tilvitnun er á þennan veg (á íslensku):

“Hér reynir á speki; sá sem skilning hefir, reikni tölu dýrsins, því tala manns er það,
og tala hans er sexhundruð sextíu og sex.”

Það eru ekki bara þessi lög sem eru þau bestu, ég á eftir að nefna Run to the Hills sem byrjar á trumbutakti sem endurtekinn er 25 sinnum. Lagið fjallar um átök Indjána og Bandaríkjamanna á landnáms árunum, fyrri parturinn séður frá augum Indjánanna og sá seinni frá augum landnemanna.

Hallowed Be Thy Name sem valið hefur verið besta lag Iron Maiden frá upphafi þrjú ár í röð. En það lag fjallar einmitt um dauðadæmdan mann sem er á leiðinni í gálgann.
Þetta lag er þriðja lagið sem hefur þessa flottu byrjun, reyndar er hún ekki ræða, heldur bara söguþráður lagsins í stuttu máli:

“I\'m waiting in my cold cell when the bell begins to chime
Reflecting on my past life and it doesn\'t have much time
Cos at 5 o\'clock they take me to the Gallows Pole
The sands of time for me are running low.”

Á diskinum eru átta lög (níu á endurgerð disksins). Hér er ég búinn að nefna fimm lög af átta, hin lögin eru líka alveg fjandi góð. Þau lög eru ómerkileg miðað við þessi fimm lög sem ég hef nefnt hér að ofan.
Þessi lög eru: Invaders, sem er opnunar lag plötunnar fjallar um árás Norðmanna (Víkinganna) á Bretland, Children of the Damned sem er skemmtileg “power-ballaða” sem byggt er á metsölubók með sama nafni og Gangland sem er að mínu mati ágætis fylling á plötunni.
Á endur gerðinni er eitt lag til viðbótar en það er lagi Total Eclipse, sem er upprunalega b-sides lag.

Ég hef ekkert meira að segja um þessa plötu, en hún er með betri plötum sem gefnar hafa verið út í allri tónlistar sögunni.
Þessi plata er skyldueign.

11/10

P.S. Ég vil þakka honum blobbo, hann hjálpaði mér við gerð þessarar greinar.

Kveðja invader.