Já Iron Maiden eru ennþá til. Og þessi plata sannar það algjörlega. Þessi plata er virkilega góð, betri en Virtual XI, en þó ekki jafngóð og 7th son of the 7th son.
En áður en ég segi góðu hlutina um þessa plötu þá ætla ég að nöldra soldið. Hver var það sem hannaði þetta helvítis ferlíki, þaes, koverið. Þetta var greinilega gert í Poser, og það forrit sýgur. Ég meina hvar er Derek Riggs? Koverið sem hann teiknaði á Brave new world var frábær. En þetta, þetta á skilið að brenna í ruslahaugunum. En nóg um koverið.
Platan sjálf er kröftug og sumir hafa lýst henni þannig að Iron Maiden eru í gamla góða forminu. Sem er alveg satt, platan minnir mig meira á Killers frekar en Powerslave(Sem BNW var nú frekar lík), hvort það sé gott má nú alltaf rökræða. Hérna heyrir maður þó meira af gítarleiknum, sem er virkilega gott einfaldlega útaf því að Adrian Smith, Dave Murrey og Janick Gers eru allir frábærir gítarleikarar. Maður heyrir meira í bassanum hans Steve Harris en í BNW, sem mér persónulega finnst vera mjög gott. Trommuleikurinn hans Nicko McBrain er alltaf góður og Bruce Dickinson er jafn kröftugur og hann hefur alltaf verið en ég verð nú samt að segja að hann hljómar einsog hann sé eitthvað óöruggur. Hlustið á viðlagið í No more lies og þá vitið þið hvað ég á við.
Platan var tekin upp “live” í hljóðverinu, og maður heyrir kraftinn sem kemur frá því, einfaldlega útaf því að Iron Maiden eru líklega ein besta læf hljómsveit sem til er, og það besta við Iron Maiden læf er það að þeir spila ekki “Best of”. Þeir blanda alltaf nýju lögin með gömlu góðu lögin.
En hvað um plötunna? Besta lagið á plötunni er pottþétt Paschendale. Og Paschendale sýnir bara hversu andskoti góður hann er. Þetta er hreint og beint meistaraverk. Ef maður á að líkja þessu lagi við eitthvert annað Iron Maiden lag þá er held ég að eina lagið sem kemst nálægt er Rime of the Ancient Mariner. Lagið er eftir Smith og textinn er eftir Harris, og einsog venjulega þá er textinn alveg frábær. Eina skiptið sem ég man eftir að Harris hefur skrifað lélegan texta var í Piece of Mind lagið “Quest for fire”. Ég held að Metallica hefðu nú vilja skrifað þetta lag fyrir S&M.
Versta lagið er Wildest Dreams. Þetta er ekki lélegt lag. Bara ekki jafngott og restin. Það tók mig soldin tíma til að samþykja þetta lag. Fyrst fannst mér það rusl en nú hef ég vanist því. Anskoti gott lag bara einsog ég sagði ekki jafngott og restin af plötunni.
Það sem er nýtt á þessari plötu er það að Nicko McBrain er með lag hér. Og það er bara andskoti gott. Minnir mig á Aces High og When Eagles Dare. Ef ég skil textann rétt þá er hann byggður á Frankenstein eftir Mary Shelley. Þetta lag er hratt, hrátt og flott. Prik fyrir MacBrain.
Jæja dómurinn minn er svo:
Wildest Dreams 7/10 Stutt, en tekur þó soldin tíma til að venjast
Rainmaker 9/10 Sutt, og tilfinningamikið lag
No More Lies 8/10 Mjög gott lag en það er eitthvað að söngnum hans Bruce í viðlaginu.
Montsegur 9/10 Virkilega gott lag en er með sama vandamál og No More lies
Dance of Death 10/10 Mjög gott epískt lag eftir Harris.
Gates of tomorrow 8/10 Gott lag en það er eitthvað að sem ég get ekki alveg sett puttann minn á.
New Frontier 8/10 Hratt og öruggt lag. Við skulum vona að Nicko haldi áfram að semja lög.
Paschendale 10+/10 Uber gott lag. Besta lagið á plötunni. Fullkomið.
Face in the sand 10/10 Flott byrjun, sem skapar rosalega spennu. Frábært lag.
Age of innocence 8/10 Mjög gott lag. En aftur það er eitthvað að sem ég get ekki alveg útskýrt
Journeyman 10/10 Mjög rólegt og fallegt lag. Ég veit nú ekki hvað fólki finnst vera að þessu lagi. Næst besta lagið á plötunni.
Heildareinkunn
8,9/10
Þetta er Iron Maiden. Þarf ég að segja meira?