Var að lesa yfir gamlar sjálfskrifaðara greinar, svona upp á skemmtun til að sjá hversu mikið skoðanir mínar hafa breyst á einu ári og rak þar augun í álit sem innihélt meðmæli með disk að nafni “At the heart of winter” með hinni stórgóðu hljómsveit IMMORTAL, fyrir þá sem voru ekki komnir á það stig að geta hlustað á meira enn 2 lög af “pure Holocaust” án þess að tárast.
Og guð minn almátugur, hvað þessi persóna hafði rét fyrir sér.
At the heart of winter er án efa einn af þeim betri metal diskum sem að mínar taugar leyfa mér að hlusta á. Það er að vísu einn galli. Það eru aðeins 6 lög. En þar sem flest lögin eru um 8 mínútur, þá er maður eiginlega að fá sama tíma af tónlist og á öðrum diskum.
En svona til að tala aðeins um diskinn þá er hann meistaraverk hið mesta og ég mæli hiklaust með honum til allra sem fíla eitthvert form af metal. Hann pakkaður af flottum melódíum og hröðum black metal riffum.
Hérna er svo lagalistinn:
1.Withstand The Fall Of Time 8:29
2. Solarfall 6:02
3. Tragedies Blow At Horizon 8:55
4. Where Dark And Light Don't Differ 6:45
5. At The Heart Of Winter 8:00
6. Years Of Silent Sorrow 7:53
Heildar lengd: 46:04
Titillagið “At the heart of winter” er persónulegt uppáhald hjá mér.
Það sem gerir þennan disk extra sérstakan, er að það eru aðeins 2 menn sem standa bak við hann. Semsagt meistari Abbath á Gítar, bassa og “vocals” og maður að nafni Horgh á trommur. Veit því miður frekar lítið um hann.
Enn eins og ég segi þá er þetta gæða diskur sem stendur fyrir sínu á öllum plönum og er stórgóður strax við fyrstu hlustun. (að Mínu mati). Aldrei hef ég heldur lesið neikvætt orð um þennan disk á þeim gagnrýnum sem ég tjekkaði á og aldri var heldur að sjá tölu undir 9/10
Þannig að ég gef þessum disk hiklaust 9 af tíu mögulegum
Jako