Finntroll----Snillingar af guðs náð!!
Skrymer Gítar
Beast Dominator Trommur
Katla Söngur
Tundra Bassi
Somnium Gítar
Trollhorn Hljómborð
Nótt eina í mars 1997 voru tveir menn sofandi í æfingaherbergi í Helsinki. Þegar einn þeirra vaknaði tók hann upp á því að glamra aðeins á hljóborð og þegar hinn vaknaði upp tók hann gítarinn sér í hönd og spilaði nokkur riff á finnskann máta.. Finntroll var stofnuð.
Næstum því ári síðar tóku þeir upp sitt fyrsta demo “rivfader” en þá var Katla á gítar og Somnium á hljómborði. Þeir voru ennþá að nota “trommuvél” en þeir voru að ræða um að bæta inn fleiri meðlimum. Fljótlega stigu inn trommarinn B. Dominator, Skrymer gítarleikari, hljómborðsleikarinn Trollhorn og bassaleikarinn Tundra. Útgáfu fyrirtækið Spikefarm sýndi þeim áhuga og bauð þeim tilboð sem þeir tóku. Sama ár þ.e.a.s. 1998 sendu þeir frá sér sína fyrstu plötu “Midnattens Widunder” en hún inniheldur níu lög af trollametal.
Um það bil einu ári síðar buðu Walltone Studios tilboði sem Finntroll tók þar sem samningur þeirra við Spikefarm hljóðaði upp á eina plötu. Núna vissu strákarnir betur hvað þeir ætluðu sér, og upptakan gekk vel engin vandræði eins og voru með fyrri plötuna. Þessi plata heitir “Jaktens Tid”. Með þessari plötu tóku Finntroll stórt skref fram á við, núna vissu þeir hvernig þeir ættu að hafa þetta. Platan fékk vægast sagt frábæra dóma og var lofuð af óteljandi fólki. Finntroll höfðu aldrei verið sterkari en á þessum tíma.Platan skreið upp í 20 sæti finnska listans, sem kom bæði bandinu og útgefandanum á óvart.
Á þessu sumri (’99) spiluðu Finntroll á nokkrum Open Air tónleikum, bæði í Finnlandi og um alla Evrópu. Þeir stóðu sig samt best á Wacken Open Air, þeir voru í rauninni beðnir um að spila aftur næsta dag en gátu það ekki vegna þess að Trollhorn þurfti að fara aftur til Finnlands. Um haustið 99 áttu þeir svo að fara í Evróputúr en þurftu að fresta því vegna þess að Katla missti röddina í smátíma.
Þriðja platan kom svo út 24 apríl síðastliðinn og er hún bara nokkuð góð.
Ath. Þessi grein er skrifuð í flýti, svo að ég vil engin skítköst, það skapar ekkert annað en leiðindi og þið vitið það vel!!
Kveðja invader.