Þetta er grein sem mun fjalla um kaup á diskum og öðru.
Það eru væntanlega margir hér sem gera sér ekki grein fyrir því að jafnvel hráasti metall kostar peninga. Og því er mikilvægt að styrkja böndin og eiga ekki bara hlutina á mp3.
Það eru líka væntanlega margir hér sem kaupa diskana sína bara innlendis, (semsagt skífunni, þrumunni, japis, geisladiska búð valda og svo framvegis) Það eru til betri kostir, mun betri, mun ódýrari og mun betra úrval í þessum kostum. Alltaf gaman að tékka á nýjum böndum osfv á ódýran hátt.

Distro.

Distro er hlutur sem mætti eiginlega kalla búðir. Þetta eru litla internet búðir oftast, allar mjög ódýrar, og einbita sér sér af því að bjóða fram tónlist í sérstökum flokkum.(blackmetal distro, prog metal distro, hardcore distro ofl).
Þarna er það oftast þannig að þú sendir til eigandans peninginn sem diskur/arnir kosta, plús sendingarkostnað (sem er ætíð í lámarki á þessum stöðum, Þessi svokölluðu distro eru þannig að þetta er gert til að dreyfa tónlistinni ódýrt, það er enginn sem lifir á því að eiga distro, þetta er ekki útá peningana). Það sem er best að gera áður en þú sendir peninginn út er að vera viss um að hluturinn sé til. Þessi distro eru alltaf með e-mail. Og svara þér eins fljótt og hægt er. Þegar þú færð svo svar er um að gera að senda peninginn eins fljótt út og hægt er. ATH feldu peninginn vel í umslaginu.
Þetta er yfirleitt á ykkar ábyrgð.
Annar kostur sem mörg distro gefa er paypal. Ég hef ekki kynnt mér þetta vel. En þú þarft visa eða masterkard í þetta. (það er hægt að fá fyrirframgreidd masterkort). Þetta virkar þannig að þú sendir peninginn með e-mail til distro eigandans gegnum paypal. (þetta er allveg 100% öruggt) og hann tekur við þeim.
Svo er bara að bíða eftir diskunum, Fer eftir því hvaðan þú pantar hversu fljótt diskarnir koma til þín. Þetta er yfirleytt sent sem gjöf, svo að tollurinn ætti ekki að stoppa þetta)

Svo eru það labelin (plötuútgefendurnir), þetta eru oftast litlir plötuútgefendur, sem gefa út diska og selja beint frá vefsíðu sinni. Eru í flestum tilfellum líka með dreyfingu á annari tónlist en þeirra eigin (distro)
Þetta er svipað og distroin nema tónlistin sem þeir gefa út er á lægra verði en distroin selja. (getur þó munað oft litlu)

Næst eru það risarnir. Þetta eru plötuútgefndur oftast, selja diskana sína oftast á aðeins hærra verði en aðrir, og taka sjaldnast við peningum sendum í sniglapósti (venjulegur póstur) nema þú biðjir þau sérstaklega um það. Þó flest þessara fyrirtækja séu algjör úrþvætti leynast mörg góð á milli.
Í þessu er oftast nauðsinlegt og best að vera með Visa kort eða mastrocard.

Persónulega veit ég um fá distro eða label sem sérhæfa sig ekki í blackmetal. en jæja.

hér er listi yfir nokkur góð Distro og label

Soulseller records (soulsellerrecords.com) þetta er distro/label, sem ég hef verslað soldið við. Staðsett í Hollandi, tékki á síðunni þeirra. Þeir eru fljótir og ég hef aldrei lent í veseni með þá.

The end records (theendrecords.com) Þetta eru bæði og risar í því sem þeir gera. Mjög fjölbreitt allar týpur metals þarna. Þvílíkt ódýrir og snöggir! Þetta er distroið sem ég hef verslað hvað mest við. Bandarískt

Blackmetal.com (blackmetal.com) stórt distro sem er búið að vera lengi. Ég keypti þaðan nær engöngu fyrst, en svo hefur það minnkað síðan ég komst á lagið með theend og fleiri, Samt sem áður er þetta gott distro, áræðanlegt, snöggir, og góðir, þó það geti munað 2 - 5 dollurum á the end og þessu. En Blackmetal.com er með betra úrval af blackmetal. þó oft sé að hlutirnir séu ekki til. Bandarískt

Napalm Records, (napalmrecords.de) vá ég pantaði frá þeim um daginn, hræ ódýrt, og þeir voru í innan við 2 vikur að senda,
Þetta er distro sem ég þarft að panta meira frá. Frá Austurríki.

Nuclearblast (nuclearblast.de) þetta er sorp, dýrir, lengi, óáræðanlegir, svara ekki e-mailum, lélegt úrval og mest allt rusl í listanum þeirra. Ég mæli ekki með þeim og ég vil aðvara ykkur gegn þeim. Þetta er eitthvað sem ég hef brennt mig á. Ég bíð enn eftir plötu og disk sem ég pantaði fyrir 2 mánuðum frá þeim. Borgaði 20 evrur bara í flutningsgjald (í samanburð við the end sem ég borga 4 dollara fyrir 2plötur og 4 diska). Þetta er distro/label sem ég legg til að sé hætt að versla við og þið munuð aldrei gera.

Full Moon Producs (fmp666.com) þetta er distro sem ég get hvorki mælt með né á gegn, þar sem að ég hef aldrei verslað við þá. Er þó að fara að breyta því. því að þeir hafa gott úrval, og ágætis orðspor. Þó ég hafi heyrt frá sumum að þeir séu lengi að senda.


hér eru fleiri áræðanleg distro sem þig getið leitað af á google.com því ég nenni ekki að skrifa meir í bili.

Bestial Onslaught
No coulors records
Pagan records
selvbastmord records
Drakkar Productions
Osmose Productions
Lasercd ( prog metal distro thorok mælir með því)

Passið ykkur samt á því að þetta er aldrei 100% öruggt þegar þið tildæmis sendið með pósti. Og það eru til fullt af leiðinlegu fólki sem er að reyna að svíkja út peninga. En þau distro og label sem ég nefndi hafa öll (nema Nucelar blast) góð orðspor. Og ég hef aldrei heyrt um neitt vesen í sambandi við þessi distro.

Með þessu eruð þið þó að styrkja böndin ykkar, og fá eðaltónlist ekki gegnum tölvu. Því Mp3 er ömurlegt.
Ekki láta kúga ykkur af Íslenskri Verðlagningu! Pantið þetta sjálf. Þetta er ekki flókið