Angel Witch - "Angel Witch" PLÖTU UMFJÖLLUN ANGEL WITCH - “ANGEL WITCH” ***** 5 stjörnur/fullt hús

Angel Witch eru:

Kevin Heybourne - gítar, söng
Kevin Riddles - bassi
Dave Hogg - Trommur

Kom út árið 1980 hjá EMI Records. Ein af bestu NWOBHM (New Wave Of British Heavy Metal)
plötum í heimi.
Þessi plata er orðin algjör klassík hjá metalhausum og hefur haft áhrif á svo mörg
metal bönd í gegnum tíðina að það er alveg ótrulegt.
Ef þú hefur ekki heyrt í þessari plötu og hvað þá þessari hljómsveit þá ertu ekki þess
verðugur að vera kallaður metal haus og þá skaltu byrja að gera eitthvað í því.
Hlustaðu og þú munt heyra…SNILLD!!!

“Angel Witch”

Þetta er fyrsta lagið og er titillagið á plötunni. Þetta er svona anthem hjá þeim, ekta
tónleika lag. Ég fékk líka chorusin í þessu lagi á heilan í allavegana 3 mánuði. Hann var
ekki einfaldari en “You´re an angel witch, you´re angel witch”. Einfalt en skemmtilegt lag.
Fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim. Textinn á laginu mætti samt vera betri.

“Atlantis”

Annað lagið á plötunni. Hérna geturu heyrt hvar t.d. Metallica og Megadeth fá áhrifin á
gítar-riffum sínum. Helvíti töff lag og fjallar um hina týndu borg Atlantis.
Hér er hinsvegar textinn betri og frumlegri heldur en fyrra lagið.

“White Witch”

Eitt af mínum uppáhaldslögum á plötunni. Þetta er líka nokkurskonar anthem hjá þeim ,
fær mann alltaf til að syngja með í chorusinum “Burn the white witch!!!”. Einfalt og kemur
manni í stuð. Þetta lag klikkar aldrei.

“Confused”

Þetta lag kemur manni í glaðlyndari stuð heldur en hin. Þetta er svosem alveg ágætt lag en
mér fannst vanta aðeins meiri styrk í þetta sem var búin að vera í gangi í síðustu lögum.
'Agætt en pínu ábótavant.

“Sorcerers”

Þetta lag er flott. Byggt á þjóðsögum um galdrakarla, mjög gott efni í texta. Þetta er svona
lag sem maður getur hlustað á einn í næði og ímyndað sér litla bíomynd í kollinum á sér
byggt á sögunni sem söngvarinn er að segja frá. Mjög dáleyðandi plokk og chorusar,
Mjög gott.

“Gorgon”

Hér kemur glaðlynt lag en þó með gotnenskum pörtum. Byggt á grískri þjöðsöguni um hana
Medusu. Þetta virkar svipað og “Sorcerers” en er þetta þó miklu fjörlegra.
Fjörleg hryllingsaga, ágætt lag.

“Sweet Danger”

Þetta er svona la-la lag. Ekkert sérstakt. Samt alveg ágætt en ekki með þeim bestu á
disknum.

“Free Man”

Líka eitt af mínum uppáhaldslögum á plötunni. Þetta er róleg ballaða um mann sem er
nýkomin úr fangelsi og heim inn í breyttan heim. Chorusin kemur kröftugur inn og fær mann
til að syngja með. Mjög flottir gítarar og þá sértaklega harmoníurnar sem koma á eftir
sóloið, það nær að grípa mann alveg rosalega. Svo er flottur og rólegur blúsaður sólokafli
í miðju lagsins. Frábært lag.

“Angel Of Death”

Annað frábært lag, aðeins þyngri en öll hin. Hérna getur maður svo sannarlega heyrt hvar
Metallica fær sinn karakter. Þetta er enn eitt af mínum uppáhaldslögum mínum á plötunni.
Lagið er um manninn með ljáin, semsagt engil dauðans. Riffið og versið brýst svo úr þunganum
í mjög góðan og melódískan chorus. Flott riff, góðar melódíur og frábært lag!

“Devil´s Tower”

Þetta lag eru nú bara 2 min og ég myndi nú frekar kalla þetta outro. Lagið byrjar með gítar
og trommuleik og fer svo út í drungalega bassalínu sem minnir mann nú bara á eitthvað lag
úr gamalli hryllingsmynd. Gott lag en mætti vera lengur.

Takk fyrir að hafa nennt að lesa þetta.