Ef Æla væri mynd, þá væru Cannibal Corpse með sándtrakkið. Þetta skrifaði einn kunnugur maður um Cannibal Corpse.
Stofnaðir árið 1988 í Buffalo,NY, þegar blásið hár og axlarpúðar voru að tröllríða heiminum. Þeir Chris Barnes, Rob Rusay, Jack Owen, Alex Webster og Paul Mazurkiewicz mynduðu Cannibal Corpse. Sendu snemma inn demo upptöku til Metal Blade útgáfunnar sem tryggði þeim samninginn að þeirra fyrstu plötu, Eaten Back To Life[1990] ekkert stórvirki í tónlistarsögunni og urðu ekkert voðalega frægir fyrir hana, en urðu snemma alræmdir fyrir rosaleg cover og ómannlega texta[sbr. textinn í laginu Butchered At Birth á plötunni Butchered At Birth]
Það var mál manna að þeir hljómuðu eins og Slayer á adrenalíni og ógeði en Death hefur áreiðanlega haft mikil áhrif á þá eins og mjög margar aðrar hljómsveitir.
Allavega þeim tókst allavega ekki að rísa upp úr dauðarokksmýrinni í Flórída sem var á þessum tíma miðpunktur senunnar. En með gullmolum eins og Butchered At Birth[1991] og Tomb Of the Mutilated[1992] tókst þeim svo sannarlega að flösuþeyta sér á toppinn meðal banda eins og Morbid Angel, Deicide, Autopsy og Carcass.
Fljótt eftir þetta fór að myndast svona einskonar cult-hópur sem fylgdi Cannibal Corpse eftir hvert sem þeir fóru. Einnig gerðu þeir smáplötuna Hammer Smashed Face[1993]en sú plata inniheldur upphaflegu útgáfuna af Hammer Smashed Face. Síðan gerðu þeir hina allra-handa frábæru plötu The Bleeding[1994]. Lög eins og Stripped Raped And Strangled, Fucked With A Knife og The Bleeding náðu langt í hálsvöðva dauðarokksþyrstra manna og hausar byrjuðu að hendast fram og aftur.
Árið 1994 ákváðu þeir að reka hann Rob Rusay en fengu hinn stórsnjalla gítarleikara Rob Barret en hann var í Malevolent Creation, einnig var The Bleeding endastöð hans Chris Barnes, en hann hætti í bandinu eftir hana.
Þá er komið að kaflanum sem gerði Cannibal Corpse að einu besta death-metal bandi í dag. Fyrrum söngvari Monstrosity og mannæta með meiru, George “Corpsegrinder” Fisher gekk til liðs við þá og þá fóru hausar að hendast meira og meira fram og aftur, eina death-metal bandið sem hefur komist inn á Topp 200 listann hjá Billboard og þeir hafa birst á næstum því öllum forsíðum hjá helstu tónlistatímaritunum.
Með George gerðu þeir hina mjög svo vanmetnu plötu, Vile[1996] en sú plata náði ekki langt inn á heimili fólks og var hún talin vera einskonar blóðmjólkun á plötunni The Bleeding og eflaust eru margir sammála mér í þessari niðurhripun. Voru þá væntingar til næstu plötu, Gallery Of Suicide[1998] ekki miklar. En þessar væntingar fengu þeir aftur í sig eins og rassgati væri nuddað framan í þá. Toppar eins og “I Will Kill You”, “Gallery Of Suicide”, “Centuries Of Torment” og “From Skin to Liquid” lofuðu góðu um framhaldið. Bloodthirst, þeirra besta plata til þessa. Og ég ítreka það. Með þessari plötu hafa þeir gert sig ódauðlega eins og Morbid Angel gerðu með Altar Of Madness, Deicide með Once Upon A Cross, Slayer með Reign In Blood, At The Gates með Slaughter Of The Soul og Death með Leprosy.
Bloodthirst myndaði ekki bara nýjann kafla í dauðarokkinu, þeir tóku bara hugtakið dauðarokk og sýndu bara hvernig átti að gera almennilegt dauðarokk.
Með disknum Gore Obsessed[2002] höfðu þeir litlu við að bæta við. Þeir höfðu gert næstum því allt með Bloodthirst en Gore Obsessed heldur einmitt áfram í Bloodthirst geiranum og persónulega vildi ég fá að sjá smá breytingu, en Gore Obsessed á alveg sína spretti og má þá helst nefna lögin; Savage Butchery, Hatched To The Head, Compelled to Lacerate og Mutation Of The Cadaver. Einnig er mjög svo skemmtilegt cover af Metallica lagi sem einnig birtist á Worm Infested. En það lag er tekið af Creeping Death og heitir það No Remorse. Ástæðuna fyrir þeim gjörning má nefna að þeir hata Metallica og höfðu þeir einu sinni á heimasíðunni sinni Metallica lógóið og höfðu gaur sem kom og pissaði á það reglulega. Sjálfur fíla ég Metallica og þótti þetta ekki fyndið.
Síðan hafa þeir líka gefið fleira drasl út og ber að nefna Live Cannibalism[2000] og Monolith Of Death[1997]
´Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni þeirra en hún er www.cannibalcorpse.net
Ath. Allar stafsetningarvillur og málfræðivillur eru settar fram í listrænum tilgangi.
Kveðja, Thí Spinesplitte