NOKTURNAL MORTUM - Gæða svartmálmur Ég ætla að þýða og skrifa upplýsingar um eina af mínum uppáhalds hljómsveitum, NOKTURNAL MORTUM.

NOKTURNAL MORTUM spila svokallaðan nsbm (national socialist black metal), á íslensku þjóðernissinnaðra jafnaðarmanna svart málm. Þeir eru frá Úkraínu og eru sjö ára gamalt band.

Meðlimir bandsins eru:

Knjaz Varggoth - Söngur/gítar
Vrolok - Gítar (Var ekki í SUPPURATION)
Xaarquath - Bassi
Munruthel - Trommur
Saturious - Hljómborð
Sataroth - Hljómborð (Hætti 2002)

Sagan byrjar 31. 12. 91 við burð bandsins SUPPURATION (Óheilagur dauðamálmur). Aðalmeðlimir voru Knjaz Varggoth, Munruthel & Xaarquath. Saga SUPPURATION er;

1992 - “Ecclesiastical Blasphemy” (opinberlega selt í 1500 eintökum, dreift af SHIVER Records í Belgíu). SATAROTH gengur í bandið sem söngvari.

1993 - “Unspeakable Journey Into Subconscious World” er tekið upp um vorið. Gítarleikarinn WORTHERAX gekk í bandið og þeir ætluðu sér að gefa út demóið “Cosmic Flight Around Astralspher” á 7“ plötu. En útgefandinn, The Final Holocaust Records fór á hausinn og SUPPURATION dó með enga von fyrir framtíðina, um sumarið ‘93.

Þar með líkur sögu SUPPURATION. En fyrrverandi meðlimir þess eru ekki dauðir úr öllum æðum um þetta leiti.

1994 - Fyrrverandi meðlimir SUPPURATOION koma saman og taka upp demóið ”Twilightfall“, undir nafninu NOCTURNAL MORTUM (með ”C“). Svo færist bandið í svartmálm (blackmetal) og breyta nafninu í NOKTURNAL MORTUM (með ”K“).

1995 - Hin margfræga plata ”Lunar Poetry“ er tekin upp.

1996 - ”Lunar Poetry“ er gefið út af MetalAgen Records. Stuttu eftir útgáfuna yfirgefur WORTHERAX bandið og í staðin kemur KARPATH (sem hafði áður verið með Knjaz í svartmálmsbandinu CRYSTALINE DARKNESS). Seinni hljómborðsleikarinn, SATARIOUS gengur í bandið (já, það voru tveir hljómborðsleikarar í NOKTURNAL MORTUM). Platan er eðalsvartmálmur með mjög áhrifamiklum sorglegum þjóðlaga melódíum. Á undan sínum tíma og enn í dag hljómar þetta ferskt og hvetjandi fyrir svartmálmsaðdáendur.

Sumarið ’96 er seinna albúm NOKTURNAL MORTUM tekið upp. Albúmið ber nafnið ”Goat Horns“ og á því eru sjö lög. (released in Spring'97 by MetalAgen). December '96 er ”Return Of The Vampire Lord“ smáskífa tekin upp. Hún innihélt glænýtt titillag ásamt tveimur lögum frá fyrrverandi hljómsveit Knjaz CRYSTALINE DARKNESS.

Þessi smáskífa (EP) átti að vera gefin út af MetalAgen Records sem ”split-MC“ með hljómsveitinni LUCIFUGUM (einnig frá Úkraínu) en NOKTURNAL MORTUM batt enda á samband sitt við MetalAgen vegna slæmra samskipta. Eitt af því slæma var að MetalAgen gaf út tvo lög NOKTURNAL MORTUM á safnskífum.

1997 - NOKTURNAL MORTUM hafa tekið upp albúmið ”To The Gates Of Blasphemous Fire“ sem inniheldur Úkraínska þjóðlagið ”Lastivka“. Á sama tímabili skrifaði bandið upp á samning við ameríska útgefandann THE END Records, sem bauð mjög góð skilyrði og samþykkti að gefa út öll albúm NOKTURNAL MORTUM á geisladiskum.

Smáskífan Marble Moon er gefin út. Á henni er meðal annars cover af laginu ”Family Vault“ frá hljómsveitinni Death SS.

1998 - Fyrsta albúm NOKTURNAL MORTUM á geisladisk er ”Goat Horns“, gefið út 31. mars.

1999 - ”To The Gates Of Blasphemous Fire“ er svo gefið út á geisladisk tæpu ári seinna, 1. Mars. Gítarleikarinn er rekinn.

2000 - ”NeChrist“ er gefin út. Tónlist NOKTURNAL MORTUM víkkar út í allar áttir, meira ágeng, hrá og á sama tíma meira dökk og melódísk. Sannir slavneskum rótum sínum blanda þeir þjóðlagatónlist við öfgakenndan málm. Heil ”orchestra“ er notuð til að bæta við tónlistarlega upplifun. Á ”NeChrist“ eru 88 lög. Það eru ákveðin skilaboð, því að talan 88 merkja ákveðin orð fyrir nýnasista, ”Heil Hitler“. Það er vegna þess að H er áttundi stafurinn í stafrófinu og 88 var notað af uppreisnarsveitum í þýskalandi eftir að það hafði verið hertekið af bandamönnum.

Nokturnal Mortum covera Burzum lagið ”My Journey To The Stars“ á virðingardisk (tribute CD) við Burzum. Fyrir þá sem ekki vita er Burzum,Varg, fyrrverandi meðlimur Mayhem og morðingi Euoronymous.

2001 - ”Lunar Poetry“ er gefin út á geisladisk. Aðdáendur hljómsveitarinnar höfðu beðið vel og lengi eftir því. Útgáfan er með viðbættu 11 mínotna tónverki ”The Return Of The Vampire Lord“ ásamt mögnuðu coveri af CELTIC FROST laginu Sorrows Of The Moon”.

Seinna árið 2001 yfirgaf NOKTURNAL MORTUM útgefandann THE END Records

Mér skilst að NOKTURNAL MORTUM séu að vinna að disk eða jafnvel búnir að klára disk.

Heimildir eru meðal annars frá heimasíðu drengjana. http://www.thepaganfront.com/oriana/nm/
Mortal men doomed to die!