Góðan dag/gott kvöld, ég ætla að vera aðeins “ólatari” við að skrifa tónlistargreinar hérna á huga.
4. Febrúar árið 1948 fæddist piltur sem var skírður Vincent Damon Furnier, betur þekktur sem Alice Cooper, heavy metal söngvari, tónlistarmaður og tónskáld.
Hann er best þekktur fyrir sviðsframkomu, sem eru oftast ógnandi og ofbeldissinnuð, ss. mannshöfuð, gerfiblóð, rafmagnsstólar, fallaxir, kyrkislöngur ofl.
Alice Cooper var fyrst nafn hljómsveitarinnar sem hann var í (kringum 1970). Svo breytti hann nafninu sínu úr Furnier í Alice Cooper og þá byrjaði vel heppnaður sólóferill hans.
Cooper var fæddur í Detroit Bandaríkjunum og varð fyrir miklum áhrifum Bítlana og stofnaði margar hljómsveitir í kringum 6 áratuginn, meðal annars Earwigs, The Spiders og The Nazz, Cooper fattaði svo að Todd Rundgren var líka í hljómsveit sem hét Nazz, svo breyttu þeir nafninu í Alice Cooper, en á þeim tíma var hljómsveitin skipuð af Mike bruce (gítar) Glen Buxton (gítar) og Dennis Dunaway (bassi) og Neal Smith (trommur).
Eftir að hafa flutt til Kaliforníu árið 1968 fengu þeir til sín Shep Gordon sem umboðsmann og fengu samning við Straight Records og gáfu út nokkra góða en einkennilega diska fyrir almenning sem fengu kalt og hart álit gagnrýnenda.
Stórkostleg “single” kom út árið 1971 sem bar heitið I'm Eighteen. Blanda hljómsveitarinnar af losta og ljóma (glamúr) heltók unglinga sem voru leiðir á skeggjuðum gallabuxna-hippum.
Árið 1972 kom báru Alice Cooper fram School's Out til svangra aðdáendra sem var mjög gott verk. Diskurinn náði öðru sæti á vinsældarlistanum og það var selt meira en milljón eintök! School's Out lagið náði á top 10 lista yfir bestu lög í Bandaríkjunum og í fyrsta sæti í Bretlandi!
Billion Dollar Babies var gefin út árið 1973 og var auglýsingalega séð besta platan og hún kleif á hæsta tind bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Lagið No More Mr. Nice Guy komst á topp 10 listann í Bretlandi en náði “bara” top 25 í Bandaríkjunum, stuttu seinna fór hljómsveitin á Sell-out túr um allan heim. Tilraunir voru gerðar til að banna hneykslandi framkomu þeirra á meðal stjórnmálamanna en það varð til þess að þeir fengu enn fleiri áhorfendur.
Árið 1975 hætti Cooper með félögum sínum í Alice Cooper og byrjaði sólóferil sinn, aðstoðaður af Lou Reed's band, Dick Wagner (gítar), Steve Hunter (gítar), Prakash John (bassi), Joseph Chrowski (hljómborð), Penti Glan (trommur) gaf hann út plötuna Welcome to my Nightmare sama ár og var hún ekki Cooper til skammar. Platan innihélt lofsöng til feminsita, “Only Women Bleed”, en án gamla bandsins varð platan mörkuð útaf leiðinni sem Alice mun nú taka - leiðinni að rock meginstraumnum.
Árið 1977 var Cooper laggður á heilsuhæli í New York vegna alkahólssýki.
Þetta varð til þess að Cooper varð kristinn en faðir hann var Baptisti (skírari). Um þetta leiti hóf Cooper fjáröflun á meðal stórstjarna til að gera upp hið fræga HOLLYWOOD skilti í Kaliforníu.
Cooper gaf sjálfur $27,000 fyrir verkefnið til heiðurs vini hans, gamanleikaranum Groucho Marx en hann dó 19 Ágúst árið 1977 og var grafinn í Eden Memorial Park kirkjugarðinum í Mission Hills, Kaliforníu.
Plötur sem komu út um 1980 td. Flush The Fashion, Special Forces, Zipper Catches Skin og DaDa urðu ekki mjög vinsælar. Þær voru mjög skrítnar og undarlegar þeim tíma en eru núna talnar klassískar.
Síðan gaf Cooper út Constrictor (1986) sem skilaði meiri árangri, á eftir henni kom út Raise Your Fist And Yell (1987). Árið 1989 gaf hann svo út mest seldu plötuna sína Trash, en á henni eru góð lög svosem Poison og Bed Of nails.
Árið 1991 gaf hann út plötuna Hey Stoopid, en lagið Hey Stoopid fjallar um hvað vímuefni, og þar er hann að reyna að minnka vímuneyslu ungmenna. Árið 1944 gaf hann út The Last Temptation sem inniheldur dýpri guðfræðilegar athugasemdir. Svo tók hann sér frí í 6 ár og gaf svo út Brutal Planet árið 2000 sem er nokkuð fjallar um grimmdina í heiminum. En hún er talin raunsæasta rock plata sem gerð hefur verið. En Dragontown átti að vera grimmasti bærinn á Brutal plánetunni.
Cooper er ennþá að semja lög daginn í dag og margar hljómsveitir segjast vera aðdáendur hans, td. Kiss, Alice in chains, u2, Guttermouth, Rolling Stones, Yngwie J. Malmsteen, Mötley Cure, Tool, UFO, Michael jackson (right), Megadeth og auðvitað Marilyn Manson sem er sagður vera að stæla Cooper.
Ps. Cooper á rock klúbb sem heitir Cooperstown í Arizona og þeir elska að spila golf.
Ef þið ætlið að svara setjið hak við “Láta höfund vita”
Kveðja Atli.