Þeirra þekktustu plötur eru:
Bleach
Nevermind
Incesticide
In utero
MTV Unplugged in NY
Bleach kom út 9 júlí 1989. Fyrst var hún skýrð “Too many humans” en á tónleikaferðalagi sá Kurt skilti sem á stóð “Bleach your work”. Þá datt þeim í hug að “Bleach” væri betra nafn. Platan var sérstæð vegna þess að hún var meira “metal” en þeirra fyrri plötur sem höfðu verið meira í “pönk” kantinum. Hún inniheldur lögin; Blew, Floyd the Barber, About a girl, School, Big cheese, Paper cuts, Negative creep, Scoff, Swap meet, Mr. Moustache og Sifting.
Nevermind var þeirra næsta plata, hún kom út árið 1991. Hún er ekki talin vera mjög góð plata að undanskildu laginu “Smells like teen spirit” (Hljóðdæmi), en það lag gerði þá fyrst almennilega þekkta. Nafnið á laginu varð til þegar vinkona þáverandi kærustu hans krotaði á baðherbergisvegginn heima hjá þeim, “Kurt smells like teen spirit!”. Platan inniheldur lögin; Smells like teen spirit, In bloom, Come as you are, Breed, Lithium, Polly, Territorial pissings, Drain you, Longue act, Stay away, On a plain, Something in the way, og Endless, Nameless.
Incesticide platan kom síðan, útgefin árið 1992. Margir telja hana vera bestu plötu Nirvana, en platan er mjög gott dæmi um músíkina sem þeir eru kenndir við. Á plötunni eru lögin; Dive, Sliver, Stain, Been a son, Turn a round, Molly´s lips, Son of a gun, Ný útgáfa af Polly, Beeswax, Downer, Mexican seafood, Hairspray queen, Aero Zeppelin, Big long now og Aneurysm.
In utero kom út 1993. Lögin voru mjög kraftmikil og textarnir góðir. Upphaflega vildi Kurt að platan héti “I hate myself and want to die en Krist sannfærði hann um að þeir gætu verið kærðir. Næst skírðu þeir plötuna “Verse chorus verse” og svo loks hlaut hún nafnið “In utero” Platan hefur að geyma lögin; Serve the servants, Scentless Apprentice, Heart-shaped box, Rape me, Frances farmer will have her revenge on Seattle, Dumb, Very ape, Milk it, Pennyroyal tea, Radio friendly unit shifter, Tourette´s og All apologies.
MTV Unplugged in NY var síðasta platan sem þeir gáfu út, hún var live plata og kom út árið 1994. Hún var tekin upp á tónleikunum “Nirvana unplugged in New York”. Platan er talin vera ágæt en Kurt nær ekki alltaf háu nótunum í söngnum og það skemmir svolítið fyrir. Platan hefur að geyma lögin; About a girl, The man who sold the world, Come as you are, Jesus doesn´t want me for a sunbeam, Pennyroyal tea, Dumb, Polly, On a plain, Something in the way, Plateu, All apologies, Oh me, Lake of fire og Where did you sleep last night.
Flestar plöturnar eru gefnar út af fyrirtækinu “Sub pop records”.
4 maí 1994 lést Kurt Cobain. Flest benti til þess að hann hefði framið sjálfsmorð. Miklar deilur eru um dauðdaga hans. Eftir dauða Kurts hafa komið út plöturnar; From the muddy banks of the wiskah og Nirvana sem er safnplata og inniheldur meðal annars síðasta lagið sem þeir hljóðrituðu og heitir “You know you´re right. Nafnið á plötunni “From the muddy banks of the wiskah” varð til af því að Kurt sagði fólki söguna af því þegar hann veiddi 2 byssur upp úr Wiskah river, seldi þær og keypti fyrir peninginn fyrsta gítarinn sinn. Nafnið á plötunni táknar þannig upphafið á ferli hans sem endaði með frægð og frama eða kannski frekar dópi og dauða.
Vó hvar er ég?