Metallica er núna nafn sem flestir eiga að þekkja. Ég ætla að gera grein fyrir sögu metallica í þremur hlutum.
1. Frá byrjun að dauða Cliff Burton
2. …And justice for all að Re-load
3. Garage Inc. að Robert Trujillo og St. Anger

Fyrsti hluti: Frá byrjun að dauða burton

Árið 1981, þann 28 október gerði Lars Ulrich James Hetfield tilboð sem hann gat ekki hafnað: “Ég er með lag
fyrir hljómsveitina mína hjá nýja útgáfufyrirtæki Brians Slagel, Metal Blade.” Sannleikur var nú samt að Lars
Ulrich hafði enga hljómsveit, en hafði hana þegar að Hetfield kom. Fyrsta lagið þeirra tveggja var tekið upp á
ódýra upptökuvél, þar sem James var söngvari, rythma gítar og bassi. Lars lamdi húðirnar, og var “manager”
hljómsveitarinnar. Seinna tókst Hetfield að sannfæra vin sinn og herbergisfélaga Ron McGovney um að verða
bassaleikari og Dave Mustaine tók stöðu lead gítars.

Þeir tóku fljótt upp nafnið Metallica eftir ábendingu frá vini þeirra Ron Quintana, og fljótlega eftir
það byrjuðu þeir að spila í Los Angeles og voru að hita upp fyrir hljómsveitir einsog Saxon. Þeir tóku
upp demo-tape sem heitir “No Life till Leather”(ekkert líf fyrir leðrið fyrir þá sem ekki eru vel að sér
í engilsaxnesku). Demotapeið þeirra var vinsælt í neðanjarðarheimum og varð strax eftirsótt vara í Metalundirheimum
San Francisco og New York.

Metallica hélt 2 tónleika í San Francisco og fannst betra að spila þar en í LA. Þeir fundu Cliff nokkurn Burton í
San Francisco og buðu honum að vera með en Cliff vildi ekki yfirgefa San Francisco og sannfærði Metallica menn um
að flytja sig um set og Cliff kom í staðinn fyrir Ron McGovney. Í New York var afrit af “No Life Till Leather” kominn í
verslanir búðarinnar Metal Heaven sem Jon Zazula rak. Hann bauð Metallica að koma til New York og spila og taka upp plötu
og þeir stálu einhverju U-Haul(ef einhver veit hvað það er endilega látið mig vita). Á þeim tíma varð Dave Mustaine ofbeldis-
fyllri en þessir ungu menn höfðu gert ráð fyrir. Hann var rekinn og Kirk Lee Hammett var fenginn og 1. Apríl 1983 gekk
hann til liðs við Metallica.

Fyrsta platan þeirra, Kill'Em All, sem innihélt lagið Seek And Destroy(sem ég held að sé frægast af þeirri plötu) var gefinn úr seint árs 1983 og þeir túruðu um Bandaríkin og Evrópu. Eftir Kill ‘Em All voru þeir frægari og árið 1984 flugu þeir til Köben í Sweet Silence Studios hjá Flemming Rasmusen, að taka upp Ride The Lightning sem innihélt snilldarlögin Fight Fire With Fire, Fade To Black, For Whom The Bell Tolls og The Call of Ktulu. Eftir þá plötu sannaði Metallica sig sem snilldarhljómsveit, sem þeir hafa nú alltaf verið. Þeir túruðu nú grimmt um heiminn og nú var orðstír þeirra orðinn mikill, þeir voru þekktir um allan heim núna. Árið 1985 komu þeir aftur til heimalands Lars Ulrichs og tóku upp meistarastykkið Master of Puppets, sem innihélt lögin Master of Puppets, sem fjallar um fíkn(heróínfíkn held ég), Battery, Welcome Home(Sanitarium), The Things that shouldn’t be meðal annars. Eftir útgáfu Master of Puppets tryggðu þeir sér
túr með Ozzy Osbourne og komust á Topp 30 listann yfir söluhæstu plötur í Bandaríkjunum, í 29. sæti, á þeim tíma urðu þeir nálægt upphaflegu markmiði - Heimsfrægð.

En 27. September 1986, varð heimsbyggðin og mannkynið allt fyrir gífurlegu áfalli. Einhvers staðar í litlu landi sem heitir Svíþjóð sem er frægt fyrir Generals Snus, Hokkí og ljóshært fólk fór rúta Metallica útaf veginum og Cliff Burton lést. Áhrif hans á tónlistarvöxt Metallica var gífurlegur. Hann var mikill spekingur og sameinaði Metal og heimspeki(eiginlega :) saman, og James, Lars og Kirk voru alveg niðurbrotnir af sorg, en ákváðu þó að halda áfram því þeir vissu að Cliff Burton vildi að þeir héldu áfram.