Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinsson, nýtti tækifærið þegar bandið var aðalnúmerið á Download-hátíðinni til að tilkynna smáatriði um nýju plötuna þeirra, sem lengi hefur verið beðið eftir. Iron Maiden eru um þessar mundir á “Give Me Ed… Til I’m Dead” tónleikaferðinni um Evrópu og Bandaríkin.

Nýja platan, sem heitir Dance Of Death er þrettánda stúdíóplata sveitarinnar og á að koma út í September 2003. Byrjað var að vinna í plötunni síðla árs 2002 þegar Iron Maiden kom saman á ný eftir hlé til að setja plötuna saman. Þeir gengu enn á ný til liðs við upptökustjórann Kevin Shirley sem var upptökustjóri síðustu plötu þeirra Brave New World ásamt Steve Harris. Platan var tekin upp og hljóðblönduð í Sarm upptökuverinu í vestur London í vor.

Keven Shirley var enn meira hrifinn af að vinna með Iron Maiden í þetta skiptið. “Sveitin er svo samtaka – það er ótrúlegt. Það er svo lítið um ágreining í stúdíóinu, og upptökurnar hefðu ekki getað verið skemmtilegri og árangursríkari, og þeir rokka líka svo feitt! Það boðar á gott fyrir hina fullunnu afurð, og sama hvaða tímabil Iron Maiden þú heldur mest uppá, efast ég um að þeir hafi verið jafn samhljómandi áður.”

“Í hefðinni sem Led Zeppelin skapaði með Tight But Loose, er þetta sveit sem þróast – eykur taktinn, dregur hann til baka, og það er alvöru rokk! Enginn samsett lög, ekkert engar tölvugerðar lagfæringar og stílfæringar – það sem þú heyrir er það sem þeir spila. Ég segi bara eins og er, og Maiden er síðasta og besta rokksveitin af þeim sem þróast eðlilega.”

Söngvarinn Bruce Dickinson er jafn ánægður með Dance Of Death. “Ég held að Brave New World hafi aðeins verið áfangi á leiðinni til þess sem við höfum náð að gera á þessari plötu. Upptökurnar fyrir þessa plötu voru næstum því eins og þegar við tókum upp Number of The Beast þar sem hraðinn og orkan sem fór í að semja og taka hana upp var undraverð. Allt small saman á þessari plötu og ég held að allir sem heyri þessa plötu verði fyrir mismunandi áhrifum frá mikilfenglegum hljómi laga eins og Paschendale til harðari laga eins og Rainmaker og Montsegur. Þessi plata mun opna augu og eyru margra í heim Iron Maiden.”

Lögin á plötunni eru:

1. Wildest Dreams
2. Rainmaker
3. No More Lies
4. Montsegur
5. Dance Of Death
6. Gates Of Tomorrow
7. New Frontier
8. Paschendale
9. Face in The Sand
10. Age Of Innocence
11. Journeyman

Allir hljómsveitarmeðlimir eiga eitthvað í þessum 11 lögum einnig Nicko McBrain, í laginu New Frontier.Annað sem nú er gert í fyrsta skipti hjá Iron Maiden er að platan hefur einnig verið hljóðblönduð fyrir 5.1 Surround sem mun taka þá sem hafa 5.1 Home Cinema á allt annað plan þegar þeir hlusta á plötuna. Steve Harris segir: “Þegar ég var að vinna með Kevin í hlóðinu á Rock In Rio DVD-disknum okkar opnuðust augu mín til fulls fyrir því sem hægt er að gera. Ég ákvað þá þegar að nýja platan yrði að vera hljóðblönduð á sama hátt þegar henni væri lokið. Það er þó ekki þannig að við höfum samið nein sérstök lög sem hljóma ekki vel nema í 5.1, ég vildi bara flytja áheyrandann inn í mitt hljóðverið til að þeir gætu lokað augunum og ímyndað sér að þeir væru þar. Við höfum virkilega náð að fanga þá tilfinningu.”

Iron Maiden ætlar líka að gefa út Visions Of The Beast DVD-disk og myndsspólu Mánudaginn 2. júní. Þessi tvöfaldi DVD-diskur sem inniheldur þrjár klukkustundir af efni, er endaleg saga Iron Maiden í gegnum árin og inniheldur mörg kynningarmyndbönd (promo-clips) sem hefur ekki verið hægt að nálgast áður. Ekki er bara hægt að sjá öll myndbönd sem sveitin hefur gert, 31 að tölu, heldur er í aukaefninu að finna Camp Chaos teiknaðar útgáfur af sex sígildum lögum, gagnvirkar valmyndir og falið aukaefni.



Þýðing af heimasíðu. Slóðin er: http://www.ironmaiden.com